Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 10
Þuríður Káradóttir Frú Þuríöur Káradóttir lézt i Reykjavik hinn 18. febrúar siðastliöinn eftir nærfellt ævilangan heilsubrest og þungbær veikindi hin siðustu ár. Hún var jarðsungin að Lágafelli i Mosfells- sveit hinn 23. febrúar að viðstöddu fjölmenni, en þar óskaði hún sjálf eftir að fá aö hljóta hinztu hvilu. Þuriður fæddist hinn 16. desember árið 1892 að Lágafelli. Foreldrar henn- ar voru Kári Loftsson bóndi. ættaöur úr B árðardal, og kona hans, Steinsa Pálina Þórðardóttir, ættuð frá Hrúts- holti i Hnappadalssýslu. Kári, faðir frú Þuriðar. var fóstur- bróðir séra Jóhanns Þorkelssonar, sem. um. skeiö var prestur að Lágafelli, en siðar i Reykjavik. Um tim.a dvöldust hjónin Kári og Steinsa Pálina að Lágafeili með séra Jóhanni, og þar fæddist þeim dóttirin Þuriður, Sfðan íluttust þau hjón aö Eiði i Mosfellssveit, en bjuggu þar skamma hrið. Þd fluttust þau að Lam.bhaga i sömu svp.it og bjuggu þar siðan. unz þau fóru til Reykjavikur árið 1918. Þau hjón eignuðust þrjár dætur auk Þuriöar: Guðriði. Kristinu og Karólinu. Var Þuriður elzt þeirra systra, sem nú eru allar dánar nema Kristfn. húsfreyja hér i borg. Þuriður dvaldist með foreldrum sfn- um i Lambhaga, unz hún giftist fyrra manni sinum. Stefáni Stefánssyni kennara og kunnum feröaleiðsögu- maðurinn með. Slikar minningar hygg ég aö Einar læknir skilji eftir i rikum mæli hjá þeim, er þekktu hann og nutu vináttu hans og starfskrafta sem lækn- is. Sem ijómi litskrúð yfir ljósu hafi eftir röðul runninn svo skin á hugar himni björtum minning góðra manna. Frú ölmu Tynes,börnum hennar og öðrum ástvinum, er svo mikið hafa misst, sendum við hjónin okkar inni- iegustu samúðarkveðjur, og biðjum þeim alirar blessunar á ókomnum ár- um. Reykjavik 20-5-1974 Jón G.Jónsson, Stórholti 12 manni, áriö 1911. Þau Þuriöur og Stefán eignuöust eina dóttur barna. Hún hlaut nafnið Sunna og er hús- freyja i Reykjavik. Þau Þuriður og Stefán slitu samvistum eftir fárra ára sambúð. Eftir það Starfaði Þuriður i Hús- stjórnarskólanum um nokkur ár, en dvaldist þó tima og tima með foreldr- um sinum i Lambhaga. A þessum tima kynntist Þuriöur ungum menntamanni, Páli Sveins- syni, sem þá var nýkominn frá mál- fræðinámi i Kaupmannahöfn og ger- ist nú kennari i ýmsum skólum i Reykjavik, en starfaöi lengst sem kennari og siöan yfirkennari við Menntaskólann i Reykjavik, svo sem alþjóð er kunnugt. l>au Þuriður og Páil Sveinsson giftust arið 1921 og eignuöust tvo sym, Svein, sem nú er kennari i Sviss og séra Pál, sem nú um sinn starfar i Rikisendur- skoðun. - - Páll Sveinson andaðist hinn 5. janú- ar áriö 1951. Siðan átti Þuriður heimili i skjóli séra Páls. sonar sins, og hafa þau hin siðari ár átt heima að Kvist- haga 11. Einn sona Sveins, bróður séra Páls, Kári Pétur, ólst upp á heimili þeirra Þuriðarog séra Páls, alll til tvi- tugs aldurs, er hann hvarf til foreldra sinna i Sviss. Þegar á unga aldri þótti Þuriður hinn ágætasti kvenkostur. Hún gat sér ágætt orð fyrir húsmóöurstörf, svo sem þegar kom fram, er hún starfaði i Ilússtjórnarskólanum. Einnig þótti hún bera af öörum konum að glæsileik. Frú Þuriður unni heimili sinu og ást- vinum af heilum hug, undi naumast stundinni lengur utan heimilis sins. — Af þeim sökum var hún aðeins örfáa daga i sjúkrahúsi, þótt elli og sjúkleiki gerðu henni lifið erfitt hin siðustu ár. Heima vildi hún vera. Til annars mátti hún naumast hugsa. Og viljinn til lifs og starfs var alveg óbugandi. F’rú Þuriöur hafði yndi af söng og hljóðfæraslætti. Sjálf lék hún bæöi á pianó og orgel og mun hafa verið organleikari i kirkju um allmargra mánaða skeið. Trygg var Þuriður og vinföst og rækti forna vináttu'við þá, er á annaö borð höfðu kynnzt heimili hennar og fjölskyldu. Þaö hef ég oft reynt hin siðari ár, eftir aö Páll Sveinsson, siðari maður hennar var allur. En ég átti þvi láni að fagna aö njóta vináttu hans um langt skeiö og mikillar gest- risni d heimili þeirra hjóna, En engum hygg ég. aö Þuriður hafi unnað jafn heitt og séra Páli, syni sin- um. Það duldist mér ekki. er viö Þu- ribur áttum tal saman, þótt oftast væri aðeins stutt simtal. — Sú ást. sem hún lagði við þennan son sinn, var og meira en verðskulduö, þvi að lifi sinu hefur hann lifaö fyrst og fremst fyrir hana. siðan faðir hans dó, er hann var enn kornungur maður. — t þessu sam- bandi eiga vel við orð Einars Benediktssonar: ,,Þitt verðmæti gegnum lifið er fórnin en til þess veit eilifðin alein rök. Það er gott til þess að vita. að séra Páll er nú kvæntur ungri og glæsilegri konu. Eddu Carlsdóttur. er stóð með mikilli prýði við hlið manns sins, er hann stóð við dánarbeð móður sinnar. Viö andlát frú Þuriðar er okkur vin- um hennar i senn þakklæti og söknuð- ur ihuga. Guðblessi hana og minningu hennar. Magnús Kinnbogason. 10 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.