Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 13
Ásgnmur Ingi Jónsson
Þess munu dæmi, og þau ekki allfá,
að menn hafi tekið sér ferð á hendur á
æskuslóðir vina sinna látinna til að
leiða þær augum og freista þess þar
með að öðlast dýpri skilning en áður á
manninum, sem þeim er horfinn á
vegum veraldar.
Nú ber svo til, að sá er þessar linur
ritar, þarf ekki að gera sér slika ferð,
þótt skilningur hans á lifi og dauða og
á vinum hans lifs og liðnum orki eftir
sem áður tvimælis.
Borgarfjörður i Norður-Múlasýslu,
Borgarfjörður eystri i daglegu tali,
hann er sögusviðið, þessi sumarfagra
en harðbýla sveit. — Og þarna standa
Dyrfjöllin og ber við vesturloft á sin-
um ævarandi verði, dimmleit og traust
og horfa mót léttbrýndum ljósgrýtis-
fjöllum, sem geyma birtu og mýkt i
austri.
Hver skyldi trúa, þegar hann stend-
ur á strönd þessa litla fjarðar á vetrar-
degi og horfir á norðanstorminn velta
holskeflum inn i fjarðarbotn undir
ásýnd fannbarins lands, að fjörður
þess eigi sér svona bliða daga i hægri
landáttt á sumrum, að fjöllin i kring-
um hann hafa ekki við að spegla sig i
allri þessari dýrð, meðan ekki lóar á
steini við yztu tanga? Og þarna
stendur litið þorp við jarðarbotninn og
þykir ekki sæta tiðindum i stórviðrum
á vetrum, að öldulöður skvettist á
glugga þeirra húsa, er fremst standa á
sjávarkambi, en bátarnir standa i
vetrarskjóli ofar hæsta flóðmáli. En á
sumarnóttum björtum getur að lita
þessa sömu bata leggja frá einn af öðr-
um og sigla undir sól á fiskislóðir i
þann mund, er grös i túni og mýri
vakna til að draga sér lifsmögn úr
frjórri en hreggbarinni jörð.
Skyldi nokkur sveit sýna ibúum sin-
um þvilikan tvileik andstæðna á leik-
sviði náttúrunnar?
Ekki fer hjá þvi, að það fólk, sem
byggir þessa sveit við hamremmi og
bliður náttúrunnar, auðgaði i litum og
linum beri nokkurt svipmót þess
byggðarlags er það ól.
Asgrimur Ingi Jónsson var mikill
Borgfirðingur, fæddur af sterkum ætt-
um, alinn við sterkar andstæður og
vakinn og sofinn vildi hann veg byggð-
ar sinnar mikinn.
Hann var fæddur 10. október 1932,
islendingaþættir
sonur hjónanna Jóns Björnssonar
kaupfélagsstjóra og Sigrúnar
Ásgrimsdóttur. Foreldrar hans vörp-
uðu um langa hrið miklum svip á það
umhverfi, er hér er lýst að framan.
Jón kaupfélagsstjóri var mikill at-
orkumaður, er heils hugar gekk að
hverju starfi, glöggskyggn á menn og
málefni hversdagsins eins og titt er
um athafnamenn en jafnframt rikur af
skilningi á mannlegt eðli, mannlega
bresti mannlegt lif, frú Sigrún mikil
gáfukona efld af stórri lifsreynslu.
Asgrimur Guðmundsson móðurfaðir
Asgrims Inga, var dóttursonur Gunn-
hildar Jónsdóttur hins sterka i Höfn,
Árnasonar skálds i Höfn, Gislasonar
prests á Desjamýri, Gislasonar, en
Björn, faðir Jóns kaupfélags-
stjóra, var Þorkelsson Sigurðssonar i
Njarðvik Gislasonar, Halldórssonar
prests á Ðesjamýri bróður Árna i
Höfn.
Eru þvi foreldrar Asgríms Inga bæði
komin af Gisla presti Gislasyni á
Desjamýri.
Móðir Jóns kaupfélagsstjóra var
Guðbjörg Stefánsdóttir, Abrahams-
sonar á Bakka i Borgarfirði, Olafsson-
ar i Húsavik, Hallgrimssonar, en móð-
ir Sigrúnar Ásgrimsdóttur, var Katrin
Björnsdóttir, Hallasonar, Jónssonar,
Björnssonar prests i Stöð og viðar,
Hallasonar, prests i Þingmúla Ölafs-
sonar. Eru þetta allt merkar aust-
firzkar ættir.
A unglingsárum stundaði Á.sgrimur
Ingi gagnfræðanám á Akureyri en að
þvi loknu hvarf hann að þeim daglegu
störfum heima á Borgarfirði, er hann
hafði vanizt frá barnæsku, sjó-
mennsku og landbúnaði. Um all-
margra vetrarvertiða skeið var hann
við sjómennsku i Vestmannaeyjum.
Siðar rak hann sildarsöltunarstöð á
Borgarfirði en tók til við útgerð og
fiskverkum, er sildin brást, og stund-
aði þáu störf til hinzta dags.
Hann fórst með bát sinum hinn 3.
desember siðastliðinn i aftaka veðri,
aðeins 41 árs að aldri.
Asgrimur Ingi var glæsimenni i
sjón, rammur að afli, svo sem titt hef-
ur verið um forfeður hans og frændur
marga, vel búinn að andlegu atgervi
Hann var skaprikur en drenglyndur
með afbrigðum, sjálfstæður i skoðun-
um og ófeiminn við að láta þær i ljós.
Hann var ekki einn þeirra, sem ætið
eru sammála „siðasta^ ræðumanni,”
en fáa hef ég vitað lausnari við að
rugla saman mönnum og málefnum,
jafnan hiýr og skilningsrikur persónu-
lega þótt i odda skærist um markmið
eða leiðir.
Enginn var fljótari til samúðar né
boðnari til aðstoðar, ef harm eða
vanda baraðhöndum. Greiðvikni hans
við náungann var svo frábær, að þar
mátti segja að hann sæist ekki fyrir, en
hug hans áttu þeir, er minna máttu
sin, jafnt menn og málleysingjar.
Allir þessir skaphafnarþættir hafa
verið rikir með forfeðrum hans og
frændum mörgum, sem kunnir hafa
orðið af sögnum og heimildum, og með
lifi sinu og starfi telur sá sem þessar
linur ritar, að Asgrimur Ingi hafi
sannað ýmsar tiltektir forfeðra sinna
er færðar hafa verið i sögur en ótrúleg-
ar þótt.
Ekki getur sá er þessar linur ritar
lokið þeim svo, að ekki sé þess minnzt
hversu frabær Ásgrimur Ingi var i
allri umgengni við börn og unglinga og
hversu auðvelt honum veittist að
stjórna þeim að verki, en slikt kom
mjög til hans kasta i hans starfi. Slikt
er ekki öllum gefið.
F’rh. á bls. 15
13