Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 16
80 ára
Pétur
Neðri Engidal
Inn frá botni Skutulsfjarðar, gengur
grösugur og fallegur dalur, sem heitir
Engidalur, þar er friðsælt og sumar-
fallegt. Nokkuð framar með ánni, sem
rennur um dalinn, er jörðin Neðri-
Engidalur þar sem Pétur Jónatansson
býr og kona hans Guðmunda Katrinus-
dóttir frá Arnardal. Pétur er fæddur á
Efstabóli i Korpudal í önundarfirði, 5.
janúar 1894, sonur Jónatans
Jenssonar, bónda þar, og konu hans
Kristínar Kristjánsdóttur. Vorið 1908
verða þáttaskil i lifi Péturs, þá flyzt
hann með foreldrum sinum úr
önundarfirði norður i Engidal i
Skutulsfirði, og hefur hann dvalið þar
allt frá fermingaraldri. Pétur i
Engidal er enginn efnishyggjumaður,
hann er léttur i máli, gamansamur og
hrókur alls fagnaðar á mannfundum.
Hann dansar eins og menn á góðum
aldri, er teinréttur og hefur ágæta
rithönd, enda ritari i stjórn Búnaðar-
félags Skutulsfjarðar um margra ára
skeið. Hann er friðsamur maður,
óádeilinn og gestrisinn i besta lagi.
Okkur, sem höfum verið nágrannar
Péturs i 30 ár, og i samstarfi með
honum i félagsmálum, finnst það
ótrúlegt að hann hafi 80 ár að baki sér,
en þó er það satt. Hann ekur bil ennþá,
og hefir aldrei hlekkzt á, þó var hann
nokkuð við aldur er hann tók bilpróf.
Lengi frameftir ævi var Pétur heilsu-
linur, þoldi illa vosbúð, sem oft var i
daglegum mjólkurflutningum til Isa-
fjarðar i misjafnri færð og veðrum. En
þó tókst Pétri að rækta og byggja upp
öll hús á jörðinni úr steinsteypu, svo
þetta er orðið hið snotrasta býli. Við öll
þessi störf á kona hans sinn stóra hlut,
þvi hún hefir oft unniö öll bústörf sem
hraustleika karlmaður.
Þau hjónin eignuðust fjórar dætur,
sem aiiar eru löngu farnar að heiman
og giftar. Elzt þeirra er Kristin, búsett
á tsafirði og gift Gunnari Hjartarsyni.
Þau eiga einn son. — önnur var
Sólveig húsfreyja I Efri-Tungu i
Skutulsf irði, gift Jóhanni Pétri
Ragnarssyni bifvélavirkja. Sólveig dó
skyndilega haustið 1963 og var öllum
harmdauði. Þau áttu tvö börn, sem eru
i föðurgarði. Þriðja er Geröur, hús-
freyja i. Astúni á Ingjaldssandi, gift
16
Jónatansson
Ásvaldi Guðmundssyni bónda þar og
kennara. Þau eiga 3 syni. Fjórða
dóttirin er Katrin, gift Guðna -
Jóhanness'ýni, þau eiga tvær dætur, og
eru búsett á Isafirði.
Það er óvenjulegt að bændur reki
búskap um áttrætt og þar yfir, ég
minnist þess ekki i minum uppvexti.
Heyöflun er að visu langtum auðveld-
ari nú, en aftur er hjúahald horfið, svo
að hver verður að basla með sitt. Ég
vona, að Pétur eigi eftir að búa nokkur
ár enn, með sinni dugmiklu konu. Að
lokum vil ég óska Pétri, konu hans og
börnum allra heilla, með þökk fyrir
ágæt kynni og margar gleðistundir i
ljóði og lagi. Lifðu heill!
Fagrahvammi janúar 1974
Hjörtur Sturlaugsson
Sigríður Þorsteinsdóttir
Hún var fædd 8. júni 1897 að Stóru
Hlið i Víðidal i Húnavatnssýslu.
Foreldrar hennar voru Sigurrós
Sæmundsdóttir og Þorsteinn Gíslason.
Ég kynntist henni ekki fyrr en 1953.
Hún giftist Jóni Jónssyni frá Aust-
fjörðum. Þau slitu samvistum. Þau
eignuðust eina dóttur, Aðalheiði
Bjarney, sem ólst upp með móður
sinni, Aðalheiður giftist Ólafi Stefáns-
syni héðan úr Vestmannaeyjum og
eignuðust þau eina dóttur, Henny
Dröfn. Aðalheiður lézt snögglega
skömmu fyrir jól 1951 og var hún öllum
harmdauði. Það voru þung spor fyrir
Sigriði að sjá á eftir einkadóttur sinni,
en hún stóð upprétt og átti mikið
óstarfað. Hún átti eftir að ala upp
dótturdóttur sina, og siðar að sjá lang
ömmubörnin dafna. Henný, sem gift
er Pétri Sveinssyni, tók ömmu sina til
sin, er þau voru komin i sitt eigið hús
og var hún mjög ánægð með það. Svo
má ekki gleyma, að hún starfaði viðs
vegar við ræstingar, mest i Útvegs-
bankanum og voru allir ánægðir með
verkin hennar.
Meö Sigriði er horfin af sjónar-
sviöinu merk og ágæt kona, sem leysti
sin störf af hendi með trúnaði og
dugnaði. Henni fyigdi ætið hressandi
blær svo hver sem var i návist hennar
hlaut að vera i góðu skapi, hvernig
sem hennar högum var háttað.
Sigriður veiktist snögglega og var
send til Reykjavikur, þar sem hún lézt
20. janúar siðastliðinn.
Blessuð sé minning hennar.
Vinkona
islendingaþættir