Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 3
sagði svo vel frá, að hann vantaði ekki
annað en setjast niður og skrifa til þess
að vera góður rithöfundur og það sem
hann hefur skrifað, sem er ekki mikið,
ber lika vitni um það. Hann var einn af
þeim ólærðu alþýðumönnum, sem
geymt hafa tunguna i „timans
straumi” um aldir og kunni góð skil á
þvi, að það eru ekki siður smáatriði
sem gera söguna að sögu.
Nú þegar Sigurður er allur minnist
ég hans með þakklæti og hlýjum huga.
Við vorum nágrannar um langa ævi og
ég naut þess alltaf að blanda geði við
hann, auk þess sem hann var hjálp-
samur og góður nágranni. Fjölmargar
minningar á ég um samskipti okkar,
en nefni hér fátt eitt.
A árunum eftir 1930 fór ég oft i göng-
ur á Hofsafrétt með þeim Villinganes-
mönnum. Það mun hafa verið haustið
1933 að við Sigurður urðum samferða i
göngur og náttstaður var frammi á
Lambatungum, en svo heitir svæði
innst i Vesturdal vestan Hofsár. Veður
var yndislegt, hlýtt og bjart. Við
byrjuðum að drekka landa á Flata-
gerði, en þá var ekkert annað vin til,
nema gutl frá Spáni. Við lifgaðan
sálaryl héldum við svo fram Vestur-
dal. Fegurð fjallanna, skemmtilegar
samræður og ilmurinn af fölnandi
fjallagróðri rann saman i eitt. Þó liðin
séu 40 ár skynja ég enn þá ljómann af
þessum fagra siðsumarsdegi.
Sigurður var góður gangnastjóri,
aðgætinn, raunsær og ósérhlifinn, var
sjálfur þar sem erfiðast var. A
Lambatungum eru mikil klettagil,
Hraunþimgil og fleiri, sem erfitt er að
ná fé úr. Sigurður var djarfur að
ganga um kletta, og sögðu sumir, að
hann sæist ekki fyrir og færi óvarlega,
en aldrei kom það að sök.
Minnisstætt er mér það, þegar
Sigurður fór búferlum frá Stapa að
Borgarfelli vorið 1952. Hann var
kominn með ærnar og var einn að
passa þær um sauðburðinn, þvi fólk
hans var enn i Stapa. Þá skeði það 26.
mai, að stórhrið gerði og feikna fönn á
einni nóttu, svo fé fennti viða til dauðs.
Vanhöld urðu minni hjá Sigurði en
flestum öðrum, og var þó aðstaða hans
bágborin i mesta máta. Engin hús
voru til nema fjárhúskofi, sem hann
byggði haustið áður. Ég undraðist þol-
gæði og umburðarlyndi Sigurðar i
þessum erfiðleikum. Hann vakti yfir
fénu, fór ekki úr fötum, og það kom
sér vel, að ha'nn var nærfarinn við
skepnur og hafði hneigð til dýra-
lækninga.
F’yrsta minning min um Sigurð
Eiriksson er sú, að við vorum að fara
til kirkju á sumardegi með fleira fólki.
Ég mun hafa verið 8 til 10 ára, en hann
6 árum eldri. Þá voru til góðir reið-
islendingaþættir
hestar á hverjum bæ, enda mikið með
þá að gera. Sigurður sat á hesti, sem
hann átti sjálfur, ljósum að lit. Svo var
það á Goðdalagrundum, að hann
hleypti hestinum eða missti hann og
varð langt á undan öllum öðrum. Mér
fannst það stórkostlegt, að unglings-
piltur skyldi eiga slikan gæðing.
Eins og áður hefur Sigurður nú
hleypt gæðingi sinum og orðið á undan
mér til kirkjunnar, en innan tiðar
munu leiðir okkar liggja saman. Við
munum hittast „austur af sól og suður
af mána”. En ekki munum við
„strengja klóna” eins og Stjáni blái.
Við munum sitja á hestum, sem hafa
grænt gras undir fótum.
Björn Egilsson
f
„En dauðinn á eftir að koma.
Hann veit hvar ég bý”.
Þessar spaklegu ljóðlinur Hannesar
Péturssonar komu mér i hug, er mér
barst fregnin um að Sigurður á
Borgarfelli væri látinn. Hann andaðist
i Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðár-
króki hinn 25. jan. sl. Kynni okkar
höfðu staðið lengi, og vil ég nú festa á
blað fáein orð til minningar um hann.
Sigurður Eiriksson var fæddur að
Breiðagerði i Tungusveit hinn 12.
ágúst 1899, sonur hjónanna Eiriks
Guðnasonar bónda þar og konu hans,
Guðrúnar Þorláksdóttur. Hann fluttist
með foreldrum sinum að Villinganesi
tveggja ára að aldri. Móður sinnar
naut hann ekki lengi, þvi að hún dó
þegar hann var aðeins 6 ára gamall.
Hann ólst upp með föður sinum i
Villinganesi, og þar hóf hann búskap á
hluta af jörðinni árið 1933, en bjó þar
aðeins i 3 ár. Hin næstu ár bjó hann á
þremur stöðum hér i sveit, lengst i
Teigakoti 12 ár. Ekki fékk hann jarð-
næði, er honum likaði til frambúðar.
Árið 1952 fluttist Sigurður með fjöl-
skyldu sina að nýbýlinu Borgarfelli og
bjó þar siðan, hið siðari ár i félagi við
Eystein son sinn, og var þá nokkra
vetur i vinnu á Suðurnesjum.
Að litlu var a<} hverfa er flutt var að
Borgarfelii. Ræktun mjög stutt á veg
komin, og ekkert hús risið af grunni
nema bráðabirgðaskýli, er nota átti
fyrir búpening næsta vetur og var nú
tjaldað innan. Flutti fólkið þar inn og
hafðist þar við þar til i október um
haustið, að flutt var i nýtt ibúðarhús.
Vorið 1952 var hart, og varð það til að
gera starf landnemanna eríiðara en
ella. Með öruggri aðstoð konu sinnar,
Helgu Sveinbjörnsdóttur, og barna
þeirra varsigraztá öllum erfiðleikum,
og að fáum árum liðnum var rekið
þarna blómlegt bú.
Sigurður á Borgarfelli var að mörgu
leyti góður bóndi. Hann var duglegur
verkmaður, fyrirhyggjumaður og
kunni góð skil á þvi hvað mestu varð-
aði um góða afkomu. Ágætur
heyskaparmaður bæði á gamla og
nýja vlsu. Oft fyrstur að koma áburði
niður i túnið og þá að sjálfsögðu fyrst-
ur eða með þeim fyrstu að hefja slátt.
Jafnan var hann birgur af heyjum.
Þegar harðæri og kal lagði túnið i auðn
að kalla, var ekki gefizt upp, heldur
voru hin gömlu og öruggu verkfæri,
sem voru geymd en ekki gleymd tekin
fram, ljárinn sleginn i orfið og heyja
aflað á fjarlægum slóðum, þar sem
vélum varð ekki við komið.
Sigurður á Borgarfelli var gætinn i
fjármálum, og það var gildur þáttur i
eðli hans að treysta á eigin dugnað og
vera óháður öðrum á sem flestum
sviðum. Góður ferðafélagi var hann og
traustur ferðamaður sem hafði tals-
vert gildi, meðan hestar voru notaðir
til allra aðdrátta. Og hvort heldur
hann visaði veginn til náttstaðar i stór-
hrið á öræfum eða fylgdi ferðamönn-
um, er vildu stytta sér leið yfir
Héraðsvötn á Strákavaði, fylgdi
lán leiðsögn hans.
Sigurður hafði fengið góða greind i
vöggugjöf. Um skólagöngu var hins
vegar ekki að ræða né fræðslu umfram
það, sem börnum var skylt að læra
fyrir fermingu. Snar þáttur þeirrar
uppfræðslu var kennsla i kristnum
fræðum. Þá var enn i fullu gildi og
mikils metin ábending Einars Bene-
diktssonar frá þvi um aldamótin:
„Hver þjóð, sem i gæfu og
gengi vill búa,
á guö sinn og land sitt
skal trúa”.
Þótt Sigurður Eiriksson væri jafnan
fáorður um eigin hgg og innstu hug-
renningar, veit ég að hann trúði á æðri
máttarvöld og lif að loknu þessu. Hann
var gestrisinn og góður heim að sækja,
skemmtilegt við hann að ræða, ljóða-
vinur og kunni margt i þeim fræðum,
sjálfur vel hagorður, en iðkaði það i
hófi, kunni góð skil á mönnum og mál-
efnum fyrri tiðar hér i sveit og viðar,
hafði gott minni og sagði ágætlega frá,
ef þvi var að skipta. Þó innst inni væri
hann alvörumaður, var hann jafnan
glaður og reifur og hafði létta kimni á
reiðum höndum, ef svo bar undir. Nú
þegar hann er horfinn sjónum er mér
söknuður i huga, er ég á ekki lengur
kost á að njóta návistar hans mér til
uppörvunar og hugarléttis. Hann var
góður nágranni minn um áratuga-
skeið, og á ég um hann margar hug-
þekkar minningar, þótt hér verði ekki
raktar.
Framhald á 14. siðu.
3