Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 12
af glaðrl lund, mannlegri hlýju og góð-
vild. i návist hans var ætið gott að vera
og gaman að ræða við hann. Hann var
ekki margorður, en sagði vel og
skemmtilega frá og yljaði frásögnina
góðlátlegri kimni. Barngóður var
hann, enda hafði hann þannig viðmót,
að öll börn, sem urðu á vegi hans hlutu
að hænast að honum. Hann skildi vel
viðkvæman hug barns og unglings og
var i senn vinur og umhyggjusamur
leiðbeinandi. Föðurlegrar umhyggju
hans nutu ekki einungis hans eigin
börn og barnabörn, heldur einnig leik-
fólagar þeirra og þá ekki siður frænd-
systkini konu hans, stór og smá.
Sverrir sóttist ekki eftir veraldlegum
efnum. og lifsþægindakapphlaup nú-
timans dsamt hraðahringiðu þess var
honum framandi. Auðlegð hans, sem
þó vissulega var mikil, fólst i öðrum
gildari sjóðum, heilsteyptri skapgerð
og manngæzku. Við kynni af slikum
mönnum eykst manni trú á hið góða i
veröldinni.
Ég minnist Sverris ólafssonar með
söknuði og þakklæti fyrir góðvild hans
til min og fjölskyldu minnar frá fyrstu
kynnum.
Kristin Jónsdóttir.
f
Sverrir Ólafsson svili minn og ára-
tuga gamall vinur er i dag borinn til
hinztu hvildar. Hann lézt eftir stutta
spitalavist sl. laugardag.
bað er dapurlegt að sjá á bak góð-
um vini, jafnvel þótt fyrir mætti sjá,
að hverju stefndi. Hins ber að minnast,
að enginn sannur vinur óskar öðrum
lengra lifs, ef lifið er orðið honum
þraut. Dauðinn er oft iiknsamasta
lausnin.
Það var i sama mund og við hjónin
kynntumst, að kynni okkar Sverris
hófust, en siðan er rösklega aldar-
fjórðungur. Við vorum svilar að tengd-
um, en með árunum urðum við nánir
vinir og á þann vinskap bar aldrei
skugga. Var það einkum skapferli
Sverris, sem þvi réð, en glaðlegt við-
mót hans fékk mig ósjálfrátt til þess að
lita ávallt á bjartari hliðar lifsins.
Hann hafði mannbætandi áhrif á um-
hverfi sitt. Þó var hann i eðli sinu
hlédrægur og reyndi alltaf áð láta sem
minnst fyrir sér fara. Slik var prúð-
mennska hans og góðvild, sem mér
verður minnisstæð.
Það er rétt eins og að missa hlekk úr
styrkri keðju tveggja samrýmdra fjöl-
skyldna að vita Sverri horfinn fyrir
fulltog allt. En það myndi gleðja hann,
að sama órofa tryggðin héldist eftir
Aðalheiður
Kædd 5. nóvember 1921
I)áin :!(). janúar 1974
Brotið er blað
birta dvin
reikar árroði
ris ekki sól.
Verður svo veröld
i vina augum
þá harmþrungnir horfa
að hinzta beði.
J.J.
Þær manneskjur eru til, sem öðrum
fremur eiga svo mikið af gleði og ham-
ingju i æsku sinni — að sú birta sem frá
þeim stafar dvin aldrei meðan sam-
ferðin stendur yfir — stundum stutt —
stundum löng. En það syrtir lika að
þegar slikar manneskjur hverfa úr
hópnum fyrir fullt og allt. Áhrifin frá
þeim eru samt svo sterk, að við finnum
og endurlifum hamingju liðinna æsku-
daga er við rifjum upp samverustund-
ir með þeim.
Þetta var mér efst i huga er ég frétti
lát æskuvinkonu minnar Aðalheiðar
Sigurgeirsdóttur. Og ég veit að svo
hefur fleiri farið, sem þekktu hana á
þeim árum.
Aðalheiður var gædd persónutöfr-
um, ásamt fegurð og góðum gáfum.
Enga vinkonu átti ég betri þau ár, sem
leiðir okkar lágu saman hér i Reykja-
vík. Við mættumst fyrst — langt inn-
an við tvitugt — i bókmenntatimum i
Námsflokkunum. Þótt okkur flestum
yrði i fyrstu starsýnt á hana sökum
glæsileika — reyndist hún lika frábær i
námi, — gædd miklu listfengi og
skarpri dómgreind.
Koreldrar hennar þau Halldóra Guð-
jónsdóttir og Sigurgeir Halldórsson
voru sérstaKi sæmdarfólk, sem tóku
opnum örmum vinum barna sinna og
hans dag, eins og meðan hann var á
meðal okkar.
Sverrir var meðalmaður á vöxt, léttur
i hreyfingum og sikátur, þó svo
nokkur veikindi stcðjuðu að hin siðari
árin. Gegnum árin reyndi ég hann
bæði að miklum drengskap og háttvisi,
sem mér verður minnisstætt um
ókomin ár. Þvi nána sambandi sem
var á milli heimila okkar alla tið,
verður ekki með orðum lýst. En vist er
um það, að við hjón og börnin okkar
söknum vinar i stað.
Sigurgeirsdóttir
gerðu betur við þá en almennt gerðist.
Á heimili þeirra að Þórsgötu 10 var
stór og glaðvær systkinahópur, þar
sem söngur, tónlist og gleði voru i há-
vegum höfð. Þetta var sá jarðvegur,
sem Aðalheiður óx upp úr og mótaði
æskuárin.
En það unga fólk, sem þá hélt hópinn
fullt af gleði og vonum — hélt út i lií-
ið og leiðir skildu. Tækifærin til að hitt-
ast og deila geði urðu æ færri — samt
voru þau alltaf mikils virði.
Ég veit ég mæli fyrir munn okkar
allra i þessum hóp — þegar ég að leið-
arlokum Aðalheiðar þakka henni sam-
veruna á æskuárunum og sendi ein-
lægar samúðarkveðjur börnum henn-
ar — tengdadætrum, öldruðum föður,
systkinum — og siðast en ekki sist eig-
inmanni hennar Vilhjálmi Vilhjálms-
syni, sem var einnig i hinum æsku-
glaða hópi og skipar sama sess i hug-
um okkar og hún.
Blcssuð veri minning hennar.
Sverrir var á 76. aidursári þegar
hann lézt, og voru lifskraftar mjög á
þrotum. Hann hélt þó reisn sinni og
naut seinustu árin umgengni við börn
sin og barnabörn, sem voru öll mjög að
honum hænd.
Hjá okkur, sem eftir stöndum, skilur
hann eftir hugljúfar minningar, sem
seint fyrnist yfir.
Við hjónin og börn okkar vottum
Soffiu mágkonu minni, börnum þeirra
hjóna og tengdabörnum, samúð okkar.
Kristján B.G. Jónsson.
islendingaþættir
Jenna Jensdóttir.
12