Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 5
til eða gufuorku skorti, var Jón
Gunnarsson mættur — spyrjandi:
„Hvað er að?” Þvi miður hvarf sildin
snögglega um miðjan júli. Frá þeim
tima og til vertiðarloka i september
bárust Sildarverksmiðjum rikisins i
Siglufirði aðeins 25 þúsund mál. Af-
koma verksmiðjanna þetta sumar
varð þvi ekki hagstæð. Olli sú stað
reynd Jóni Gunnarssyni miklum von-
brigðum, sem og öðrum þeim, er hér
áttu hlut að máli.
Eftir að Jón Gunnarsson hafði veitt
S.R. forstöðu i rúmt ár, lét hann af
þeim störfum. Hluta árs 1936 og 1937
vann hann að verkfræðistörfum fyrir
Vegagerð rikisins. Hann hafði áður
fyrr ritað i blöð og timarit um vegi og
járnbrautir, steinsteypu, rannsóknir á
byggingaefnum og verklegar fram-
kvæmdir.
Eftir tæp tvö ár liggur leið Jóns
Gunnarssonar aftur norður á bóginn
og 1. janúar 1938 tekur hann á ný við
sinu fyrra starfi, samkvæmt ósk
stjórnarmanna S.R. Gegndi hann þvi
starfi i rúm 7 ár. A þeim árum óx S.R.
svo fiskur um hrygg, að þær urðu að
stærsta framleiðslufyrirtæki landsins.
Meðal fyrstu verkefna Jóns Gunnars
sonar i byrjun þessa árs var að fram-
kvæma þingheimild er kvað á um
stækkun einnar verksmiðju S.R. i
Siglufirði. Framkvæmdalán var tekið i
Englandi — Vélar keyptar i Noregi,
Þýzkalandi og viðar. Allt varð að ske
með miklum hraða, svo unnt yrði að
nýta aukinn vélakost á komandi sumri
og það tókst. Vinnsla hófst þar 19. júni
og var til umtalsverðra bóta fyrir land
og lýð.
Þrátt fyrir aukin gfköst varð afkoma
verksmiðjanna ekki góð sökum lágs
afurðaverðs. Jón Gunnarsson lét þó
ekki bugast, hann hvatti til byggingar
nýrra verksmiðja á vegum S.R. og þó
heimsstyrjöldin siðari skylli á þegar
teikningar að nýjum verksmiðjum
lágu tilbúnar á skrifborði hans, gafst
hann ekki upp, heldur virtist hann
eflast við hverja raun að viljastyrk og
framkvæmdahug.
A striðsárunurri sigldi Jón Gunnars-
son l'jórum sinnum til útlanda i þágu
verksmiðjanna og fyrir hans tilstuðlan
og áeggjan var 5000 mála verksmiðja
byggð á vegum S.R. á Raufarhöfn. Á
sama tima lét hann vinna að endurbót-
um og stækkunum á eldri verksmiðj-
um S.R.
Arin liðu hvert af öðru, en þó lik—
alltaf var eitthvað að gerast hjá S.R.
Minnistæðast verður mér sumarið
1940, en þá bárust yfir 912 þúsund mál
sildar til S.R. Þá reyndi á forustuhæfi-
leika Jóns Gunnarssonar og e.t.v. þá
sýndi hann gleggst hvað i honum bjó.
Það sumar varð samvinna okkar hvað
nánust og mér mikill skóli. Jón
Gunnarsson átti eins og fyrr segir rik-
an þátt i þvi að afköst verksmiðja S.R.
voru aukin. Á starfstima hans jókst
vinnslugeta verksmiðjanna rúm 10
þúsund mál pr. sólarhring, sem var
mikil aukning á þeim tima. Hann
gerði meira—hann átti verulegan þátt
i þvi að lög voru sett 1942 um að rikið
léti reisa 6 nýjar verksmiðjur. Ekki
urðu þær allar reistar, en þó voru lög
þessi undanfari nýrra verksmiðja i
Siglufirði og Skagaströnd. Jón
Gunnarsson undirbjó byggingu þeirra,
en framkvæmdir stöðvuðust vegna
styrjaldarinnar. Jón Gunnarsson lét af
störfum hjá S.R. i árslok 1944.
Mér er kunnugt um, að verksmiðju-
stjórn og fleiri áhrifamenn reyndu að
fá hann til þess að vera lengur for-
stjóra verksmiðjanna, en til þess var
hann ófáanlegur. Ekkert haggaði
ákvörðun hans. Hann flutti frá
Siglufirði i byrjun árs 1945 með konu
sina og börn. Var þeirra sárt saknað,
þó sárast af þeim, er þekktu þau bezt.
Jón Gunnarsson var ráðinn sölu- og
innkaupastjóri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna árið 1944 með aðsetur i
Bandarikjunum og hóf þar störf i
desember 1944. Nokkru siðar stofnaði
hann á vegum S.H. dótturfélag Sölu-
miðstöðvarinnar og gaf þvi nafnið
Coldwater Seafood Corporation. Þetta
fyrirtæki hóf sölu á hraðfrystum fiski i
Bandarikjunum i harðri samkeppni
við þarlend stórfyrirtæki og
auðhringa. Hér var um brautryðj-
endastarf að ræða, sem reyndist siðan
ómetanlegt Islendingum.
Jón Gunnarsson var frumkvöðull
þess, að framleiðsla hófst vestra á til-
reiddum fiskréttum úr hraðfrystum
islenzkum fiskblokkum á vegum Is-
lendinga. 1 fyrstu fór þessi framleiðsla
fram i litílli 'verksmiðju i Naticoke i
Maryland, sem Coldwater tók á leigu
að frumkvæði Jóns Gunnarssonar.
Siðar keypti Coldwaterfyrirtækið
verksmiðjuna og endurbætti og
stækkaði hús og vélakost.
Hér verða ekki raktar þær misjöfnu
viðtökur heima«og erlendis sem þessi
nýbreytni fékk i fyrstu og næstu ár á
eftir, en i dag munu allir vera sam-
mála um, að þarna var unnið braut-
ryðjendastarf i afurðasölumálum Is-
lendinga, sem hafði ómetanlega
þýðingu fyrir islenzkan sjávarútveg.
Margir af nánustu vinum og sam-
starfsmönnum Jóns Gunnarssonar frá
þessum árum rituðu greinar um hann i
Morgunblaðið 9. júni s.l., meðal þeirra
var Sveinn Benediktsson. Hann ritaði
um þennan þátt i útflutningsmálum ts-
lendinga og brautryðjendastarf Jóns
Gunnarssonar vestra á þessa leið:
„Coldwaterfyrirtækið og samskonar
fyrirtæki á vegum Sambands
islenzkra samvinnufyrirtækja, sem
sigldi i kjölfar brautryðjandans Jóns
Gunnarssonar og annar útflutningur á
hraðfrystum sjávarafurðum til
Bandarikjanna eru nú aðal hornstein-
ar islenzka sjávarútvegsins og sá
grundvöllur, sem velmegun þjóðar-
innar byggist á, öllu öðru fremur. Til
dæmis um framsýni Jóns Gunnarsson-
ar i sölumálum hraðfrystihúsanna er
það, að hann undirbjó með mikilli
fyrirhöfn byggingu stórrar verksmiðju
fyrir meginlandsmarkað Evrópu, i
Hollandi nálægt þýzku landamærun-
um, hliðstæða við verksmiðju þá, sem
Coldwater hafði komið upp i Banda-
rikjunum til framleiðslu tilreiddra
fiskrétta. Þetta mistókst sökum for-
falla Jóns Gunnarssonar, þegar að
kollhriðinni kom, vegna slyss, sem
hann varð fyrir og vegna skiptra
skoðana og tvidrægni um nauðsyn
málsins innan samtakanna sjálfra.
Var það mikill skaði fyrir sjávarútveg
landsmanna, að ekki varð úr þessari
framkvæmd.
Tveim til þrem árum siðar reisti
„Birdseye” brezk hraðfrystihúsasam-
steypa á vegum Unilever-hringsins,
fiskréttarverksmiðju i Boulogne i
Frakklandi. Reyndist rekstur hennar
strax i upphafi stórgróðafyrirtæki.”
Ég leyfi mér að birta framan-
greindar upplýsingar, sem dæmi um
dugnað og framsýni Jóns Gunnars-
sonar. Jafnframt forstjórastarfi við
Coldwater varð Jón Gunnarsson aðal-
framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna 1954. Gegndi hann
þvi starfi til ársins 1962, að hann sagði
þvi lausu af heilsufarástæðum, er áttu
rót sina að rekja til alvarlegs slyss, er
hann varð fyrir suöur á ttaliu 1957. Var
það mikið áfall fyrir islenzkan sjávar-
útveg að Jóns Gunnarssonar naut ekki
lengur við i forustu stórframkvæmda i
markaðs- og sölumálum þjóðarinnar.
A Jóni Gunnarssyni sannaðist mál-
tækið „Römm er sú taug, er rekka
dregur föðurtúna til.” Það var mikið
lán fyrir okkar fámenna land, að hann
ilengdist ekki erlendis, heldur kom
heim takandi þátt i þeirri allsherjar
viðreisn i atvinnu- og verzlunarmál-
um, sem hófst hér á þriðja og fjórða
tug þessarar aldar. Hér beið hans
lika auk verkefnanna miklu, sem áður
getur — konuefnið Sigurlin Björnsdótt-
ir, skipstjóra Jónssonar, Karlsstöðum
i Fljótum og konu hans Guðriðar
Hjaltadóttur, bónda á Reykjum á
Reykjaströnd, Sigurðssonar. Þau
gengu i hjónaband 11. mai 1935. Þau
~eignuðust eins og fyrr segir tvö börn,
islendingaþættir
5