Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 9
Einar TK Guðmundsson læknir f. 15/11 1913 dáinn 3/4 1974 Á miðvikudaginn þ. 3/4 1974 barst mér fregn um andlát Einars Th- Guðmundssonar læknis, ég hafði fylgzt með veikindum hans undanfarið þar sem hann var á sjúkrastofu i Lands- spitalanum, mér kom dánarfregn hans ekki algjörlega á óvart en sár var hún samt og erfitt að sætta sig við hana. Góður maður og ágætur læknir var horfinn sjónum okkar rúmlega sextug- ur að aldri. Hann hafði goldið þá skuld er aðeins eitt sinn verður greidd. Ein- ar læknir var fæddur á Króki Rauða- sandi 15/11 1913. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Sigfreðsson bóndi þar og kona hans Guðrún J. Einars- dóttir Thoroddson ljósmóðir, bæði af traustum vestfirzkum bændaættum, þótt eigi verði þær raktar hér. Þrátt fyrir erfiðleika og fjárskort þeirra ára brauzt Einar til mennta enda hafði hann, frá barnæzku, að þvi er hann sagði mér sjálfur, aðeins hug á að verða læknir. Hann mun þó hafa notið að nokkru aðstoðar bróður sins dokt- ors Kristins Guðmundssonar þáver- andi menntaskólakennara Akureyri, minntist Einar hans jafnan með miklu þakklæti. Einar varð stúdent frá menntaskólanum á Akureyri 1935, cand. med. frá Háskóla íslands 1945, hlaut lækningaleyfi 5. júli 1948. Hér- aðslæknir var hann á Breiðabólstað á Siðu 1945 til 1947, kandidat á hand- lækningadeild Landsspitalans 1947—1948, héraðslæknir i Bildudals- héraði 1948 til 1966 er hann var skipað- ur héraðslæknir á Eyrarbakka og þjónaði þvi embætti til dauðadags, en hann andaðist eins og fyrr segir á Landsspitalanum hinn 3. april sl. Ein- ar var kvæntur hinni ágætustu konu ölmu Tynes frá Siglufirði. Börn þeirra hjóna eru: Guðmundur útgerðarmað- ur Bildudal, kvæntur Erlu Sigur- mundsdóttur frá Bildudal, Ragnar Páll listmálari Reykjavik. Elin hjúkr- unarkona starfar á Landsspitalanum, Sverrir er stundar læknisfræðinám við háskóla i Sviþjóð, Anna er stundar nám við leikskóla auk háskólanáms, og Norma er stundað hefur nám i Verzlunarskóla Islands. öll eru börn islendingaþættir þeirra hjóna vel gefin og mannvænleg. Við Einar læknir kynntumst á Bildu- dal, unnum þar að ýmsum málum og þróaðist sú kynning til vináttu. er aldrei bar skugga á þar til dauðinn batt enda á ævi hans. Atvikin höguðu þvi svo til, að við hjónin fluttum til Reykjavikur sama árið og hann varð læknir á Eyrarbakka, ótaldar eru þær ánægjustundir, er við áttum á heimili þeirra að Eyrarbakka. Við fórum þangað jafnan á hátiðum og oft á helg- um og gistum þá jafnan, þvi hann taldi að i skyndiheimsóknum gæfist litill timi til samræðna, við nutum gestrisni þeirra hjóna i rikum mæli, er fleiri munu hafa þekkt og óþarft er að lýsa. Einar var raunsæismaður hann vildi jafnan kynna sér hvert mál frá sem flestum hliðum og ræða þau við þá er hann taldi að eitthvað hefðu til þeirra að leggja. Einar var ágætur læknir, fylgdist vel með öllum nýjungum auk þeirrar nærgætni og varfærni sem honum var i blóð borin við þá er til hans leituðu. Hann var með afbrigðum samvizkusamur sem læknir, margir leituðu hans utan hins auglýsta læknis- tima og fengu lausn vandamála sinna, og varð þvi vinnudagur hans oft lang- ur, enda mun hann oft hafa verið þreyttur að loknum starfsdegi. Við átt- um tal um þessi mál nokkrum sinnum sl. vetur enda mun honum þá hafa ver- ið ljóst að hann gekk eigi heill til skóg- ar. Ég hóf eitt sinn máls á þvi við hann að hann legði of mikið á sig með þvi að sinna sifelldum læknisstörfum utan venjulegs viðtalstima og hann ætti jafnvel að taka sér fri frá læknisstörf- um, fara i ferðalag til hressingar og hvildar, hann játaði þessu og kvaðst oft vera svo þreyttur að loknum starfs- degi að hann gæti vart sinnt slikum kvörtunum þótt hann gerði það, en, bætti hann við, að ef um slika sjálfsá- sökun yrði að ræða væri hún mér sem lækni ofraun. Með þessum orðum hygg ég að ljós sé sú afstaða.er hann hafði markað sér að leiðarljósi i læknisstarfi sinu. Eftir að hann lagðist inn á Lands- spitalann heimsótti ég hann venjulega vikulega oftast á laugardögum, hann reyndi þá jafnan að vera reifur og kát- ur þótt mér dyldist eigi að hann ætti oft erfitt með það. Er ég heimsótti hann i siðasta sinn 11 dögum fyrir andlát hans, kom ég nokkru fyrir venjulegan heimsóknartima og ræddum við eitt og annað rifjuðum upp gamlar minning- ar, ég rek hér ekki frekar samtal okk- ar, en ég hugsaði nokkuð um það á leiðinni heim til min, og einhvern veg- inn ásótti sú hugsun mig að ég hefði kvatt hann i siðasta sinn. Við þessi fáu og fátæklegu orð er mér efst i huga vinsemd hans til okkar hjóna og sú læknishjálp er hann veitti mér og okk- ur þegar mest á reið. A kveðjustundum er oft svo margs að minnast, skuggsjá endurminning- anna varpar þá löngu liðnum atburð- um fyrir augu okkar og eyru, þær minningar liða eins og kvikmynd á tjaldi fyrir hugskotssjónum okkar. Koma, fara, týnast og falla i dá gleymskunnar. En það er eitt,sem ekki gleymist, það er minningin um það að hafa átt góðan vin og félaga, er ávallt var reiðubúinn að bæta úr þvi er að var eftir þvi sem i mannlegu valdi stóð. Þær dvelja eftir þótt aðrar hverfi og 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.