Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 7
Kristín Pálsdóttir
Minni Brekku í Fljótum
f. 2H. Ilóv. 1921
d. 9. mai 1974
Þegar við blasir sú kalda og óhagg-
anlega staðreynd, að nákominn ætt-
ingi eða vinur er horfinn af sjónarsvið-
inu, þá fer hugurinn ósjálfrátt að leita
eftir einhverju, sem komið geti i stað-
inn fyrir þau jarðnesku tengsl, sem
rofnaðhafa svo skyndilega. Þá eru það
minningarnar frá liðnum samveru-
stundum, sem leita á hugann. Minn-
ingar um löngu liðna atburði, sem
næstum voru gleymdir, en koma nú
ljóslifandi fram likt og þeir hefðu gerzt
i gær. Og þótt þessar minningar séu
tengdar hversdagslegum atburðum,
þá geta þær á vissum augnablikum
verið dýrgripir, sem varðveita þarf
frá glötun.
Þannig var mér farið, er ég varð að
sætta mig við að þú varst horfin úr
vinahópnum. Þú, sem alltaf varst
yngst i anda og miðlaðir okkur hinum
af glaðværð og lifsgleði, i kringum þig
þreifst ekkert þunglyndi.
Mér hefur aldrei verið það eins ljóst
og nú, hvað sterk itök þú áttir i minu
lifi og minnar fjölskyldu.
Okkar kynni hófust á fyrstu árunum,
sem barnsminnið skynjar, er við átt-
um heima sitt á hvorum bænum og svo
stutt var á milli, að við vorum nánast i
kallfæri.
Að hætti barna var fyrirmyndin að
leikjum okkar sótt i athafnir fulloröna
fólksins. Ég minnist búsins okkar, er
við reistum i tóftarbroti i túnjaðrinum
og þar áttum við myndarlegan bú-
stofn, er samanstóð af leggjum, skelj-
um, hornum og ýmsu fleira. I okkar
augum voru þetta eigulegir gripir og
búskapurinn i samræmi við það.
Ég minnist fyrstu skólagöngunnar,
þegar við lögðum af stað saman til að
nema þann visdóm, er fyrir okkur var
lagður. Það var fjarska hátiöleg stund,
er við settumst inn i fyrstu kennslu-
stundina. Þessi skólaganga var að visu
ekki löng, — aðeins önnur hvor vika
hluta úr vetri en bar þó engu að siður
tilætlaðan árangur.
Þinni skólagöngu lauk einu ári fyrr,
þvi að þótt þú værir aðeins fjórum
mánuðum eldri en ég, þá nægði það til
að þú fcrmdist ári á undan mér.
islendingaþættir
Eftir ferminguna fer atburðarásin
að verða sundurlausari og fyrr en
varði ert þú orðin gift og ráðsett kona,
sem farin er að stunda alvörubúskap,
en ég festi ekki rætur i fæðingarsveit-
inni.
En leiðir okkar lágu þó fljótt saman
aftur. Þegar við hjónin höfðum stofnað
okkar heimili i Reykjavik og eignazt
Að morgni 25. april s.l. lézt á Land-
spitalanum fræpka okkar góð, Guðný
Guðjónsdóttir frá Brekkum i
Hvolhreppi.
Guðný var fædd 4. mai 1905 og var
þvi tæplega 69 ára að aldri, er hún lézt.
Iiér skal ekki rakinn æviferill hennar i
einstökum atriðum. Sjálf var hún ekki
fjölyrt um sina hagi, það skipti hana
jafnan meira máli, að létta undir
byrðar vina sinna, og þeir voru
margir. Við minnumst hennar með
þakklæti og trega, það segir sina sögu.
Guðný giftist aldrei og átti enga
afkomendur, en við stor hópur
systkinabarna hennar. og aðrir góðir
börn, þá var farið að svipast um eftir
sumardvöl fyrir þau, og þá varst það
þú, sem leystir úr vanda okkar. Synir
okkar tveir, sem hafa verið i sveit hjá
ykkur hjónunum siðastliðin 16-18 sum-
ur, hafa hlotið stóran skerf af sinum
þroska og manndóm frá ykkur.
Hugur þeirra dvaldi jafnan norður i
Fljótum. Á miðjum vetri fóru þeir að
telja dagana þar til siðasta prófinu
lyki, og þá þurfti samdægurs að
tryggja sér far i sveitina, þvi engan
tima mátti missa.
Minni-Brekka var þeirra annað
heimili og sveitastörfin áttu hug þeirra
allan. 1 þeirra augum voruð þið bú-
stólpar sveitarinnar og örð ykkar voru
þeirra lög. Sérstaklega áttir þú þó
traust þeirra og virðingu, — ekki ein-
göngu fyrir þá móðurlegu umhyggju,
er þú sýndir þeim, heldur einnig og
kannski fremur fyrir það, að þú varst
félagi þeirra i leik og starfi. En það
voru fleiri en synir okkar, sem nutu
umhyggju þinnar. Ég hlýt einnig að
minnast þess, sem þú lagðir af mörk-
um til að stytta blindum og lasburða
föður minum stundir. Þin létta lund
var honum ljósgjafi i myrkrinu.
Ég minnist einnig orða gamla
mannsins, sem dvaldi til dauðadags á
Framhald á 14. siðu.
vinir áttum rúm i hjarta hennar, sem
værum við hennar börn.
Hugur okkar reikar til barnsáranna.
Mynd Guðnýjar er björt og skýr i
hugum okkar. Arin liðu, við uxum úr
grasi, giftumst og eignuðumst okkar
börn, ást hennar og umhyggja náði til
þeirra lika.
Með þessum lfnum viljum við þakka
þér, elsku frænka, íyrir umhyggju
þina og elsku i okkar garð og barna
okkar. vinahópurinn þinn var stór,
hjarta þitt var stórt.
Vertu sæl, Drottimi Guð þig leiði.
frænku r.
7
Guðný Guðjónsdóttir