Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Síða 6

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Síða 6
Þóroddur E. Jónsson stórkaupmaður Fæddur 6. mai 1905 Dáinn 13. ágúst 1976 Aðfaranótt föstudagsins 13. ágúst, lézt Þóroddur E. Jónsson, stórkaup- maður, á Borgarspitalanum eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Þóroddur fæddist á Þóroddsstöðum i ölfusi 6. mai 1905. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi, á Þóroddsstöðum og kona hans Vigdis Eyjólfsdóttir frá Grimslæk i ölfusi. Þóroddur ólst upp á Þóroddsstöðum i glaðværum systra- hópi, þvi hann var eini sonur þeirra hjóna af tiu börnum. Sextán ára gam- all fluttist hann til Reykjavikur ásamt foreldrum sinum og systrum. Það lá ekki fyrir Þóroddi að fara aö sið feðra sinna og stunda búskap. A fyrstu Reykjavikurárunum 1921 til 1926 stundaði hann eins og þá var titt hverja þá verkamannavinnu. sem til féll. Arið 1926 hóf hann siðan nám við Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan námi árið 1928. Að loknu námi þar, var hann siðan eitt ár i framhaldsnámi i Vinarborg. Árið 1930 stofnsetti hann eigið heild- sölufyrirtæki og var tilgangurinn frá upphafi bæði inn- og útflutningur. Mér skilst, að höfuðáherzla hafi verið lögð á innflutning fyrstu árin, en Þóroddi hefur sjálfsagt þótt sér of þröngur stakkur sniðinn á þeim vettvangi, þar sem lengst af var viö margs konar erfiðleika að etja i innflutningsmálum hérlendis. Þótt á móti blési lét hann það ekki á sig fá, reyndi nýjar leiðir og hóf til- raunir með útflutning islenzkra land- búnaðarafurða. Þar kom honum að góðum notum haldgóð þekking á hög- um bænda, afkomu þeirra og fram- leiðsluháttum, sem þá tfðkuðust. Hann náði ótrúlega góðum árangri á þessu sviði og var hann siðar viðþekkturum landið semtraustur kaupandi landbún- Flemming Thorberg f. 29. janúar 1933 d. 7. ágúst 1976 Við hið snögga fráfali Flemming Thor berg er höggvið djúpt skarð i raðir okkar Islendinga i New York. Hann hefir um langt árabil verið einn ötul- asti og ósérhlifnasti starfsmaður i Is- lendingafélaginu i New York, ætið reiðubúinn til að fórna tíma og kröft- um til að vinna að starfsemi þess fé- lags. Við sem átt höfum margar sam- verustundir i gleði og starfi meö Flemming á liðnum árum litum nú til baka i djúpri sorg. Einn traustasti hlekkurinn i félagi okkar er brostinn. Við munum ætið minnast Flemm- ings með söknuði, virðingu og þökk fyrirallt og allt, sem hann af svo mikl- um drengskap og fórnfýsi lagði af mörkum fyrir okkur lslendinga, sem búsettir erum i New York og nágrenni. Við biöjum guð að blessa minningu hans og styrkja eftirlifandi eiginkonu hans og syni, sem við vottum okkar dýpstu samúð. Stjórn islendingafélagsins i New York. aðarafurða. Fylgdist hann siðan mjög vel með timanum og hóf útflutn- ing á skreið til Nigeriu, fyrstur manna hérlendis. Heimsótti hann oft þá inn- fæddu og lét sig ekki muna um að neyta skreiðarréttar, matreiddum af þeim. Enn jók hann útflutning sinn og i það skipti voru það grásleppuhrogn. Þóroddur hefur tvimælalaust gert landi sinu mikið gagn með útflutnings- framtaki sinu. Það að selja afurðirnar er að minu áliti þýðingarmesti þáttur l'ramleiðslunnar. þvi það dugir skamml að framleiða vöru, sem ekki selst Eins góðum árangri i útflutningsvið- skiptum og raun ber vitni, hefði Þór- oddur aldrei náð ncma vegna þess, hve atorkusamur og heiðarlegur hann var i hvivetna. Min kynni af Þóroddi hófust, þegar ég kynntist fjölskyldu hans árið 1963. Eg kynntist honum þá sem góöum fjöl- skylduföður, dugandi kaupsýslu- manni, heiðarlegum og traustum dreng og það hefur hann ætið verið. Þóroddur kvæntist eftirlifandi konu sinni. Sigrúnu Júliusdóttur, hinni ágætustu konu, þann 28. októher 1939 Þá hófst nýtt timabil i ævi þeirra beggja, sem átti eftir að færa þeim mikla gæfu. Sigrún er mikil húsmóðir og dugleg og bjó hún manni sinum og börnum fagurt heimili. Þau eignuðust fjögur börn: Jón, lögfræðing. kvæntur Astu Ragnarsdóttur, Sverri. forsljóra. kvæntur Ingibjörgu Gisladóttur. Ing unni tielgu, gift Ingimundi. Gislasyni lækni og Sigrúnu Þórdisi. mennta skólanema. Þóroddur eignaðist einn sonSkafta, flugumsjónarmann. i fyrra hjónabandi.’Skafti fórst i bilslysi 1962. Hann var kvæntur Valdísi (iarðars- dóttur. Barnabörn Þóroddar eru >:i talsins og barnabarnabarnið er eitl. Þóroddur átti við vanheilsu að slriða siðustu æviárin og þá naut hann m jög umönnunar harna sinna og þó sér i lagi Sigrúnar konu sinnar. Að Ieiðarlokum kveðjum við Þórodd með þakklæti fyrir allar góðu sam- verustundirnar, sem við áttum með honum. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendum við til eiginkonu, barna, barnabarna, tengdabarna svo og ann- arra ættingja og vina. Sveinn Haukur Björnsson 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.