Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Síða 12

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Síða 12
Sjötugur: Jón Á Þótt ég hafi i Vestfjaröakjördæmi kynnzt æöi mörgum traustum og mikl- um hugsjónamönnum, komast fáir meö tærnar, þar sem Jón A. Jóhanns- son, ísafirði, hefur hælana. Jón er einn af þeim sterku einstaklingum, andlega og likamlega, sem skildu snemma nauðsyn félagslegrar samstöðu til þess aö lyfta þvi Grettistaki, sem lyfta varö til þess að skapa þjóðinni grund- völl aö efnahagslegu sjálfstæði. Þess- ari hugsjón hefur Jón ávallt verið trúr og aldrei látið sitt eftir liggja. Jón A. Jóhannsson varð sjötugur 16. ágúst s.l. Ekki er það ætlun min að rekja ævistarf Jóns. Þó vil ég geta þess, að Jón er fæddur i Auökúluhreppi við Arnarfjörð. Þar ólst hann upp við hin almennu störf til lands og sjávar og þótti afkastamikill. Þá var fjöl- menn byggö i Auökúluhreppi. Ariö 1940 voru þar 154 Ibúar, en eru þar 44 nú, og þar af stór hluti við Mjólkár- virkjun. Sá grundvöllur, sem á var byggt, breyttist og brást. Ekki var lengur unnt aö tryggja viðunandi lifs- afkomu á erfiðum jörðum með útræöi frá litlum verstöövum. Útgerðin flutt- ist inn i þorpin með stærri bátum og betri vélum. Jón flutti árið 1935 til Isa- fjarðar. A Isafirði hefur Jón A. Jóhannsson gegntýmsum trúnaðarstörfum. Meöal annars var hann í nálægt þvi 17 ár yfir- maður skattamála og skattstjóri Vest- fjarðakjördæmis. Hann naut i þvi starfi virðingar og vinsælda, sem er 12 Jóhannsson heldur fátitt með skattstjóra. Jóni tókst að tengja vélræna meðferð skattaálagningar mannlegum sjónar- miðum. Mættu ýmsir yngri skattstjór- ar mikiö af Jóni læra iþessu sambandi. Jón hefur sinnt ýmsum störfum fyrir sitt sveitarfélag. Þess verður aöeins getið hér, að Jón starfaði lengi að bæjarstjórnarmálum ísafjarðar fyrir Framsóknarflokkinn. Lét hann þar mikiö til sin taka. Jón hefur um margra ára skeið ver- ið einn af forustumönnum Fram- sóknarflokksins i Vestfjaröakjördæmi. Hann var formaður kjördæmissam- bands floksins i sjö ár eftir stofnun þess. Jón A. Jóhannsson hefur um ára- skeið verið ritstjóri blaðs Fram- sóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi, Isfirðings. Hann hefúr sinnt þvi starfi af mikilli fórnfýsi félagshyggju- mannsins. Hann hefur aldrei spurt um laun aö kvöldi. Isfirðingur hefur komið út i 26 ár. Jón hefur verið viðriðinn blaðið allan timann og lengst af rit- stjóri þess. Það er nánast óskiljanlegt, hvernig honum hefur tekizt að halda blaðinu gangandi svo lengi og skilað þvi um hver áramót á ~ traustum fjárhagslegum grundvelli. Eiginkona Jóns er Oktavia Gisla- dóttir. Eiga þau þrjár hinar myndar- legustu dætur, sem allar eru giftar, og fimm mannvænleg barnabörn. Um leið og ég þakka Jóni sérstaklega ánægjulegt samstarf og þakka honum hans miklu störf I þágu Framsóknar- flokksins, árna ég honum, Oktaviu og afkomendum þeirra heilla. Steingrimur Hermannsson Sextugur: Jón F. Hjartar Jón F. Hjartar varð sexcugur 15. ágúst siðastliðinn. Hann er fæddur á Suðureyri við Súg- andafjörð, sonur Friðriks Hjartar skólastjóra og Þóru Jónsdóttur konu hans. Þar ólst hann upp þar til hann fluttist með foreldrum sinum til Siglu- fjarðar 1932. Jón varð iþróttamaður og Iþrótta- kennari. Hann komst svo langt i keppni að hann var eitt sinn Islands- meistari I spjótkasti. Ariö 1947 kvæntist Jón. Kona hans er Ragna, dóttir Hjartar Hinrikssonar á Flateyri og Guðriðar Þorsteinsdóttur konu hans. Settist Jón þá að á Flateyri og var þar til ársins 1962 að hann gerð- ist starfsmaður sveitarfélagsins i Borgarnesi en árið 1971 flutti hann til Reykjavikur og vinnur nú á skrifstofu Kópavogskaupstaðar. Hérerstarfsferill mannsinsilla rak- inn, enda væri langt mál að gera það itarlega þvi að Jón hefur margt borið við. Er það og mála sannast að mér er rlkara i huga tómstundastarf hans en brauðstrit þegar ég minnist hans nú. Þau árin sem Jón var á Flateyri átt- um við margt saman aö sælda. Við höföum þá báðir nokkur skipti af þvi sem fram fór á vegum héraössam- bands ungmennafélaganna, við tókum þátt i félagsskap framsóknarmanna og vorum báðir templarar. Er mér islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.