Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Side 8
Ágústína Jónsdóttir Fædd 22. ágúst 1886. Dáin 16. ágúst 1976. Agústina var fædd i Búrfellskoti i Grimsnesi. Hún var yngsta barn foreldra sinna, Jóns Bjarnasonar bónda þar og konu hans, Ingveldar Gisladóttur. Börn þeirra hjóna voru átta. Tvö þeirra dóu ung, en þau, sem náöu fulloröins aldri voru: Guðrún f. 6.des. 1874 — d. 1955. Bjarni f. 2. marz 1876 — d. 1930, Gisli f. 4. sept. 1878 — d. 1944, Ingveldur f. 1. okt. 1879 — d. 1958, Guöjón f. 2. ág. 1885 — d. 1958 og Ágústina f. 22. ág. 1886 — D. 1976. Agústina var góöum gáfum gædd. Efalaust heföi hún staðið sig vel i bók- námi æöri skóla, en þess átti hún ekki kost. A æskuárum hennar var þess ekki kostur fyrir fátæka alþýðustúlku. Hún var fermd ári fyrir fermingarald- ur, vegna þess hvaö hún var þá vel aö sér i námsgreinum. Ágústina giftist 1920 Júliusi Þorkels- syni frá Ártúni á Kjalarnesi. Þau eign- uöust sex börn, sem öll eru á lifi viö lát móöur sinnar. Þau eru: 1. Svavar bifvélavirki i Reykjavík, kvæntur Hrönn Pétursd. frá Sauð- árkróki. Þau eiga fjögur börn. 2. Gunnar verkamaður i Reykjavik, kvæntur Jónu Geirsdóttur frá Akranesi. Þau hafa eignazt fimm börn. 3. Guöjón pipulagningameistari i Kópavogi, kvæntur Auöi Jörundsdótt- ur, fyrrv. alþingismanns Brynjólfs- sonar. Þau eiga fjögur börn. 4. Jón verkamaður á Kjalarnesi, margir, þaö er ungt og fallegt fólk. Sumt býr fyrir noröan, annaö er hér i Reykjavik, ýmist viö störf eöa nám. Seinustu árin voru Þórarni erfiö. Sjónin þvarr og þaö varö öröugt um vik enda meira en áttatiu ár liðin. Timinn hefur liöið fljótt. Með undar- legum hætti streymir hann fram unz fyrir stafni er opiö haf. Viö óskum gömlum skipstjóra góðrar ferðar I hinztu för og sjáum skip hans hverfa viö yzta haf. Egsendi konuhans og öörum ástvin- um kveðjur. Jón as Guöm undsson. kvæntist Grétu Magnúsdóttur frá Vallá á Kjalarnesi. Þau slitu samvist- um. Börn þeirra eru fimm. 5. Bjarni rafvirkjameistari i Reykja- vik, kvæntur Ritu Abbing frá Hollandi. Þau eiga þrjá syni. 6. Guðfinna afgreiöslustúlka i Reykja- vlk. Hún hefur ekki gifzt, en ævinlega átt heimili meö móöur sinni. Siöastliö- in 17 ár hafa þær mæögur átt saman fallegt heimili aö Kleppsvegi 6 i Reykjavík. Aöur en Agústina giftist eignaöist hún einn son, Sigurö, afgreiöslumann i Reykjavik, meö Hafliöa Hafliöasyni næturvaktmanni viö Reykjavikurhöfn um 25 ára skeiö. Siguröur er kvæntur Klöru Tómasdóttur úr Rangárvalla- sýslu. Þau eiga tvær dætur. Þau Agústina og Július maöur henn- ar slitu samvistum áriö 1931. Þá var elzta bgrn þeirra 11 ára, en þaö yngsta nýfætt. Eftir þetta var Ágústina ein meö barnahópinn sinn. Þaö var stórt hlutverk sem nú féll i hennar hlut, á þeim erfiöu timum I islenzku þjóölifi. En þaö var sem henni yxi þróttur og þor meö hverri raun. Henni veittist sú gæfa, aö fá haldið hjá sér öllum börn- um slnum og koma þeim vel til manns, svo sem þau bera meö sér, sem dugmiklir þjóöfélagsþegnar. Þótt jaröneskir fjármunir Ágústinu væru ekki miklir, þá miölaði hún ó- sjaldan af þeim til þeirra sem verr voru settir þar um. En andlegur auöur hennar var mikill og af honum deildi hún miklu, bæöi til barna sinna og ann- arra, bæöi skyldra og vandalausra. 1 skjóli dóttur sinnar bar Agústina aldur sinn vel, á heimili þeirra þar til tæpum fjórum mánuðum fyrir andlát sitt, aö hún fór á sjúkrahús og dvaldist þar unz hún kvaddi þetta jarðlif. Þá er aöeins var sex daga vant aö hún yröi 90 ára aö aldri. Er Agústina lézt átti hún 48 afkom- endur á lifi. Allt er þaö mannvænlegt fólk sem, ásamt tengdadætrum henn- ar, reyndist henni vel i elli hennar. A afmælisdaginn hennar i fyrra var margt afkomenda hennar og vina samankomið hjá henni á heimili henn- ar, aö minnast þess viöburöar i lifi hennar. Ég fékk þess notiö aö vera þar þá. Nú hefur Ágústfna, stuttu áöur en hún heföi náö 90 ára aldursskeiöi, kvatt þetta jarölif hinztu kveðju. í þessum kveöjuoröum minum til fööursystur minnar, vil ég tjá húg minn til hennar. Ekki ætla ég að rekja æviferil hennar meira en ég hefi þegar gert hér á undan, en vil segja: Að svo sem gull prófast i eldi hefur komiö fram I ævistörfum hennar á öllum ævi- skeiðum hennar i þessu jarölifi, aö þar var hennar sæti vel skipaö hverju sinni, jafnt I bliöu og striöu, þar sem var hennar sterki persónuleiki og mikla atgerfi til likama og sálar. A þessari kveöjustundu er mér i huga fullvissa um aö sjá Guö er skóp þessa konu, sem hér er kvödd, til jarö- lifsgöngu hennar og studdi hana þar, sé enn hjá henni. Þessum minningaroröum minum um Agústinu Jónsdóttur fylgja vina- kveöjur til hennar frá bræðradætrum hennar, Fjólu og Ingveldi, meö þökk og viröingu fyrir hennar góöu viökynn- ingu viö þær. Ingveldur Gisladóttir. t islendingaþaettir 8

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.