Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 14
Afmæli: Guðrún og Öskar Bjartmarz Fátt er i rauninni fegurri gjöf á lifs- leiðinni en traustir og góðir samferða- menn, sannir vinir. En þar taka fáir fram þeim hjónunum Guðrúnu og Óskari Bjartmarz, sem lengi hafa búið við Bergstaðastræti hér i borg, en eru núflutt i eitt af nýju hverfunum, Gaut- land 19 i Fossvogi. Þau eiga einmitt bæði merkisafmæli á þessu sumri. Hann er fæddur 15. ágúst og var þá 85 ára. Hún er fædd 4. sept. og er þá 75 ára. Þau eru bæði úr Dálasýslunni en hafa þó' lengst átt heimili sitt hér i Reykjavik, kannski alltaf. Oghér er þeirra lifsstarf unnið, með sérstökum sóma og dáðum, svo varla mun finnast gróm né bláþráður á hamingjuþræði og héiðursvoð. Samt hafa þau alltaf fyrst og fremst verið Dalabörnin, vormenn frá upprisu- morgni aldamótanna siðustu hér á Is- landi. Heimalandsmót og átthagaást þeirra mun vissulega hafa litað flest eða allt, sem þau hafa snert og hugsað. Og þar er það Breiðfirðingafélagið, sem verið hefur sá vettvangur sem bezt varðveitti tengslin opinberlega og gaf rúm til umsvifa og athafna. t þvi félagi hafa þau starfað frá upp- hafi þess á svo traustan og fórnfúsan hátt, að um engan skugga yrði rætt. Það var i þessu félagi sem fundum okkar bar saman og kynni hófust, sem ávallt hefur veitt ánægju og yndisauka og sveipar nú þessi heiðurshjdn, sem alltaf verða ung, þótt árunum fjölgi, ljóma kvölds eftir langan dag. Einu sinni var reynt að telja upp þá mannkosti, sem Breiðfirðingafélagið hlyti að meta mest hjá sinum félögum og heiðursfélögum. En þeir voru þessir: Trúmennska, þolgæði, lipurð, fórnarlund, drengskapur, gestrisni, mælska, söngást, forsjá og höfðings- skapur. Vel munu Bjartmarz hjónin standa sig á þvi' prófi, þótt hvorugt syngi ein- söng eða flytji stólræður. En hér vil ég þó bæta einu við. Þótt oft hafi verið ágæt samfylgd þeirra á samkomum i borginni og ekki siður á ferðalögum á sumardegi um sveitir og óbyggðir heimahaga eru þau mér ógleyman- legust i danssal. Glæsileg, samstillt og ástfangin, svo unga fólkið allt mætti af læra. Og þannig hefur og verið öll þeirra samleið <ogheimilislif til fyrir- myndar. Engar kröfur á annarra hendur, en i'slenzkar dyggðir ástúðar, nægjusemi og reglusemi, ræktuð skrautblóm i hverju horni og fylgsni hugar, hjartna og heimilis. Og vissu- lega hafa þessar dyggðir gert litla húsiö þeirra i miðborginni að Ásgarði fjölskyldunnar ogkonungshöllhollustu við ailt,sem islenzkter ogheillir beztu veitir. Þótt Óskar hafi verið forstjóri við Skólavörðustiginn,þáhefur hann samt alltaf verið islenzkur bóndi og hesta- maður, vaxinn úr jarðvegi aldanna sem áttu vorgleði yfir ull og kambi og um varð sagt orðum skáldsins: Knapinn á hestbaki er kóngur um stund kórónulaus á hann riki og álfur. Mér þykir satt að segja liklegt, að hann eigi enn þá bæði fé og hross. Og Guðrún sýslumannsdóttirin frá Sauða- felli hefur sizt latt hann slikra tóm- stundaiðkana og ávallt átt ómandi strengi og indæl bros til að sam- gleðjast honum við búskapinn. Þannig hafa þau haldið velli sem islenzk bændahjón i borginni og þó ekkertskort á háttvisi og kurteisi, sem ihöllum og sölum stórmenna þykir vel fara. Islenzk mennt var af aðli borin, og vel sé þeim, sem varðveitir þann sjóð til vaxta i sannri dyggð. Annars eru þau mér kunnust fyrir starf sitt i Breiðfirðingafélaginu. En þar hefur hann og raunar þau bæði (þvi fátt mun verða sundurgreint i áhugamálum þeirra) verið i farar- broddi frá upphafi og fram á þennan dag á ýmsan hátt og eru þar heiðursfé- lagar. Hann er einn af fyrstu riturum fé- lagsins og þar tók Björn sonur þeirra við um mörg ár þótt hann yrði siðar fnrrr»i JSn r En lengst og bezt hefur Óskar starfað sem skrifstofustjóri eða fram- kvæmdastjóri Breiðfirðingaheimilis- ins og þannig orðið aðalhúsbóndinn I Breiðfirðingabúð frá upphafi og til þessa dags, lyklavörður hússins fyrir okkur minni spámennina. Hann átti vist ási'num timá ekki sizt heiðurinn af þvi að Breiðfirðingabúð varð félagsheimili oghefur með lipurð sinni, alúð og kostgæfni tekizt að vera traustur tengiliður þessara starfsþátta Breiðfirðingafélagsins, Búðarinnar og félagsstarfsins. Samt er það nú ekki sizt Timaritið Breiðfirðingur, sem á þeim hjónum mikið að þakka og þá ekki siður Guð- rúnu, sem með óbugandi þrautseigju hefur annazt drjúgan þátt i dreifingu hansum borg ogbæ ekki sizt þegar all- ir aðrir voru uppgefnir. Og meðan Breiðfirðingabúð var félagsheimili nær þúsund félaga, samkomuhús og kvöldskemmtistaður, voru ótalin sporin af Bergstaðastrætinu i ,,Búð- ina.” Það er svona fólk eins og Bjartmarz- hjónin, sem hljóðlát og góð vinna án þakka og launa, sem eru hinn sanni jarðvegur manndáða og menntar ofan og utan við argaþras hinnar köldu kröfu. 1 kili skal kjörviður. Þar haldast þau i hendur sem annars staðar á lifs- leiðinni. Og þær hendur voru öruggar þessu lilla átthagariti okkar. Guðrún er vissulega ein hinna bjargtraustu kvenna, sem aldrei bregzt hreinskilin, einörð, hispurslaus og drenglynd i hvi- vetna. Bjartmarzhjónin eru glæsileg i sjón og raun. Hann iturvaxinn og karl- íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.