Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Qupperneq 15

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Qupperneq 15
mannlegur, friður sýnum, fráneygður og stæltur, hún sviptigin og svolítið stolt á svip. Þau blanda sér aldrei fjöldann að fullu. Eru alltaf annars vegar sérstæð, saklaus Dalabörn Breiðafjarðar. Börn þeirra, synirnir fjórir, Björn, Gunnar, Hilmar og Freyr, tengdadætur og barnabörn, eru þeirra gæfuljós og óskaheimur, sem beri góðar erföir til hamingju og heilla á brautum framtíöar. Eins og áöur er vikið að eru Bjartmarzhjónin bæði fædd i Breiða- fjarðardölum. óskar fæddist aö Neðri-Brunná i Saurbæ 15. ágúst 1891. Poreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Bjartmar Kristjansson bóndi. I þessum dal, sem má teljast smámynd hinna fegurstu dala á íslandi —en þannig er Saurbær- inn kostum búinn — átti Óskar sina barnsku og æsku. Guðrún er fædd á Sauðafelli 4. sept. 1901, dóttir sýslumannshjónanna þar, Björns Bjarnasonar og Guðnýjar dóttur Jóns Borgfirðings. Og á þessu fræga sagnasetri Dalanna átti hún sina bernsku og æsku unz þau hurfu þaðan, er hún var 18ára að aldri. Hún mun nú ein á lifi systkinanna átta frá Sauöafelli. Lengra verður ævisaga þeirra ekki rakin hér. En sannarlega má um þau Segja, aðþarbera hugur oghjarta síns heimalandsmót. 1 litla húsinu Berstaðastræti 21 hafa þau átt heima i 46 ár. Það er nú autt, eftiraöþau fluttu ífallegt einbýlishús i Fossvogi. Fossvogsdalur er eitt hið fegursta svæði borgainnar og veröur vonandi varöveitt f anda þeirra hug- sjóna, sem þessi hjón hafa helgastar átt. Oskar Bjartmarz hóf starf hjá Lög- gildingarstofunni árið 1920. Fyrst sem eftirlitsmaður með vogum, mæli- i®kjum og bensfnafgreiðslum á öllu 'andinu. Ferðaðist hann um allt Island ó hestum og kom i hverja sveit og býggðarlag. Mætti segja mér, að slikt v*ri einstætt afrek eins manns, miðað við þá vegi og samgöngur sem voru fyrir meira en hálfri öld. Munu dag- bækur óskars frá þessu starfi hinar merkustu. Nokkru siðar gjörðist hann forstjóri fcessarar mælitækjastofu og var það samfellt um nær hálfrar aldar skeið eða til sjötugs aldurs. Hann sannar með þvi sem öðru, að þar er enginn veifiskati að verki. Breiðfirðingafélagið og við öll sem erum á vegi með þeim Bjartmarz- hjónum, biðjum þeim allrar blessunar bins góða Guðs og þökkum ilm dag- anna i önn og leik hins liöna. Reykjavik 15. ágúst 1976. Arelius Nielsson. Islendingaþættir Pálína G. Jóhannesdóttir @ hve börnin og móðir þeirra voru sam- hentog æðruláus i baráttunni við óblið lífskjör i heiðinni þar sem „haustaði snemma og voraði seint” eins og hún segir i látlausu og hugþekku kvæði sem hún yrkir um lffið á æskuslóðun- um. Ekki lá annað fyrir fátækri og föður- lausri bóndadóttur en að fara að vinna fyrir sér strax og geta leyfði. Og varð hún eins og fleiri unglingar i byrjun aldarinnar, að neita sér um það að menntast i skóla. 23 ára gömul giftist Pálina Karli Kristjánssyni, si'ðar alþingismanni og hófu þaubúskapáEyvik á T-jörnesi, en fluttu 15 árum sfðar til Húsavikur og höfðu þar áfram búskap. Karl tók þá þegar mikinn þátt i félagsmála- störfum ogvoru honum snemma falin timafrek trúnaðarstörf fyrir opinbera aðila svo og samvinnuhreyfinguna. A þeim árum kom það þvi mjög i hlut Pálinu að standa fyrir búskapnum. Kom þá verkhyggni hennar og verklægni vel til skila. Og sem gefur að s kilj a va r mikið um gesti á heimili þeirra hjóna og gestrisni frábær, þó mörgu væri að sinna. Þau Karl og Pálina eignuðust sex börn, en aðeins fjögur þeirra náðu fullorðinsaldri. Þau misstu nýfæddan dreng snemma á búskaparárum sinum, og eldri dótturina Björgu misstu þau 14 ára gamla. Var það þeim að vonum mikii sorg að missa hana. Börn þeirra, sem fullor^insaldri náðu eru: Kristján, bókmenntafræðingur, Reykjavilt, giftur Elisabet Jónasdóttur. Aki Jóhannes, verzlunarmaður Reykjavik. Gunnsteinn, auglýsingastjóri hjá SIS, giftur Erlu Eggertsdóttur og Svava Björg húsfreyja Júsavik, gift Hinrik Þórarinssyni, skipstjóra. Ég kynntist Pálinu fyrst að ráði, þegar ég kom til Húsavikur, sem flæk- ingur á ferðalagi og gisti hjá þeim hjónum og fékk frábærar viðtökur. Þá komst ég að þvi, að þessi yfirlætis- lausa kona bjó yfir svo sérstakri frá- sagnargáfu að unun var á har.a aö hlýöa og græskulaus kimni var henni sérlega tiltæk. Hún hafði, þrátt fyrir annrikan ævidag, heyjað sér mikinn fróðleik og menr.tast vel á eigin spýtur. Greind hennar og glöggskyggni naut sin sérlega vel, ef rætt var við hana eina, þvi hún er að eðlisfari hlédræg. Mér var þaðljóst hvern förunaut, hinn önnum kafni stjórnmálamaður hafði sér til stuðnings og viðræðu. Pálína er hagmælt vel, en hefur lengstfariðdult með þaðhjástund sitt. A bindindisdaginn segir hún: Bakkus örlög gerir grá, galdrar töfra i spilin. Sumir fljóta ofan á aðrir sökkva i hylinn. Þegar hún hlustar á striðsfréttir getur hún ekki orða bundizt: Guð minn, ég skil þig ekki enn, er ég þó talsvert gömul kona Gastu ekki búið til betri menn, svo bansettur heimurinn yrði ekki .svona? Og kimnigáfan kemur til skila, þegar fer að sjá á gestunum i þingveizlu: Hún stigur i stólinn: Nú er liðið langt á þetta kvöid, iopann teygja karla og gleðja sig viðstútinn, þvi er ráð aö konurnar kræki sér i völd og kveði þá án vægðar og tafarlaustikútinn. Þegar ævidagurinn var orðinn langurog tekið að hægjast um, mætti ætla að Pálina hefði til þess unnið, að geta gefið sér tima til að sinna þeim hugðarefoum sinum sem útundan hlutu að verða á annasömum degi, svo sem að lesa góðar bækur, eða að fást við listiðju, sem henni var sýnt um. En það má kalla óblið örlög, að nú er sjón hennar svo léleg orðin, að henni er meinað að njóta þeirra gæða. Fyrir tveim árum hittust nokkrir vinir þeirra hjóna Pálinu og Karls til að minnast áttræðisafmælis Karls. Mér var hugsað til heimaslóða þeirra hjóna og sólarfegurðarinnar þar, þegar ég renndi hug að hve þessi öldruöu hjón áttu ungan anda. Visu- korn, san kom þá i hugann, læt ég hér að lokum: Fyrir norðan það ég þekki þarf ei sólarlag, Þar sem sólin sofnar ekki, en sækir nýjan dag. Svo mun ykkar ævikveldi ekki fylgja nótt. Bjarmar þá af ungum eldi, enn á ný á brattan sótt. Valborg Bentsdóttir. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.