Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Síða 9

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Síða 9
Hjónin frá Miðfossum í Andakíl: Pétur Þorsteinsson og Guðfinna Guðmundsdóttir Þaö er einkennilegt hvernig hugsanir sækja stundum á og láta mann aldrei i friöi. Þaö hefur stundum komiö fyrir, aö éghef minnzt samferöamanna minna, þeirra, sem horfnir eru yfir landa- mærin, og þá sérstaklega þeirra sem þau orö hafa átt viö ,,AÖ þá minnist ég þeirra er ég heyri góös manns getiö”. Og þannig hefur þvi veriö variö nú. Hvaö eftir annaö kemur þaö sama upp, hvers vegna sendir þú þeim ekki kveöju?, áttu þau þaö ekki skiliö? Jú svo sannarlega. Ég setti nokkrar linur þegar Pétur dó en þaö munaöi litlu, aö ég vissi ekki um lát Guöfinnu þaö snemma, aö ég gæti fylgt henni siöasta spölinn. Þvi sendi ég þeim nú, þessa siöbúnu og fátæklegu kveöju. Þegar Guöfinna var kvödd i Hvann- eyrarkirkju og athöfnin fór fram i kirkjunni kom rigning, þaö voru blessunardaggir drottins sem drupu þá og stuttu siöar rofnaöi til og sólin skein i heiöi þetta átti svo vel viö, þessa ljúfu hæglátu konu, sem ávallt reyndi aö beina björtum geislum hlýju og gestrisni inn i huga hvers manns er kom i námunda viö hana. Guöfinna Guömundsdóttir f. i Land- eyjum 1. april 1895 og dó 10. sept. 1975. Foreldrar hennar voru Guömundur b., þá i Brók (siöar nefnt Hvitanes), Einarssonar i Strandarhöföa, Einars- sonar s.st., Þorleifssonar og k.h. Kristinar Siguröardóttur, b. i Klauf, Brandssonar i Vestra-FIflholti, Guö- mundssonar s.st., Einarssonar. Kona Siguröar var Margrét Danielsdóttir i Snotru I Landeyjum, Guönasonar I Arnarhóli, ögmundssonar. Guöni ögmundsson bjó I Arnarhóli 1804-51 var kvæntur Kristinu Bjarnhéöins- dóttur. Þau áttu 12 mannvænleg börn °g frá þeim er talin mjög fjölmenn ætt i Landeyjum Arnarhólsætt. Skal ekki haldiö hér lengra aö sinni. En Guö- finna er Rangæingur i allar ættir I siöastliöin 200 ár eöa þvi sem næst. Ung flutti hún i Borgarfjörö og giftist þar Pétri manni sinum. Pétur Þorsteinsson f. 12. júni 1896 á Grund I Skorradal d. 24. nóv. 1970. Foreldrar hans voru Þorsteinn siöar •slendingaþættir lengst b. Miöfossum Péturssonar b. Grund I Skorradal Þorsteinssonar á Vatnsenda Þorsteinssonar. Kona Péturs var Kristin Vigfúsdóttir þess sem fyrstur flutti aö Grund og bjó þar. Frá honum er talin Grundarætt, Gunnarssonar Hvammi I Landssveit Einarssonar, þetta er Vikingslækjar- ætt. Móöir Péturs, Kristin Kristjáns- dóttir Akri á Akranesi Simonarsonar frá Dynjandi viö Arnarfjörö Sigurös- sonar og kona Kristjáns var Þóra Jónsdóttir frá Kópsvatni I Arnessýslu Einarssonar. Þetta eru þróttmiklir menn og höföingjar. 1 báöum ættum er aö finna hraust- menni, ágæta bændur og framámenn i slnum sveitum. Þau byrjuöu búskap I Gröf I Lundar- reykjadal en voru siöan um langan aldur á Miöfossum eöa meöan heilsa þeirra leyföi. Börn áttu þau fjögur, Kristinu húsfrú á Innri Skeljabrekkur, Sigrúnu sem dó ung, Þorstein, kennara á Hömrum I Reykholtsdal og Rúnar vélstjóra á Akraborginni. Meöan Þorsteinn bjó á Miöfossum og nokkuö fram á daga Péturs voru Fossabæirnir I þjóöbraut þeirra er fóru úr uppsveitum Borgarfjaröar á Seleyri og Akranes, var þá gesta- gangur mikill á þessum bæjum og þeir þekktir fyrir gestrisni. Var þá oft mannkvæmt á Miöfossum I litlum húsakynnum en þaö kom ekki aö sök rausn húsbóndans og hjartahlýja hús- freyjunnar bættu þaö upp. Þar voru allir velkomnir. Þetta hélt áfram hjá yngri hjónunum. Guöfinna naut þess, aö gera gott gesti og gangandi og Pétur naut þess aö fá gesti og var þá oft glatt á hjalla á Miöfossum og sá glaöasti var húsbóndinn. Pétur var mörgum góöum iþróttum búinn, glimumaöur ágætur og annálaöur hestamaöur. En snemma heimsótti gigtin hann löngu fyrir aldur fram, hann átti erfitt meö vinnu og búskap og Guöfinna átti einnig lengi viö heilsuleysi aö etja og svo endaöi sú barátta, aö þau hættu búskap og voru á Innribrekku. hjá Kristinu dóttur sinni, sem naut þess aö hlúa aö þeim er þau þurftu þess meö, ekki þar fyrir, þau nutu þess hjá öllum sinum börnum hvert veganesti þau höföu gefiö. Þaö veganesti sem er fólgiö i þeirri hljóö- látu gleöi aö gera gott hvenær sem 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.