Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 16
80 ára: Pálína G. Jóhannesdóttir Fyrir fuglinn fljúgandi, sem velur sér beinustu leiö, er vegurinn frá Laugaseli i Reykdælahreppi aö Hrafn- istu i Rejícjavik ef til vill ekki nein óraleiö. Ekki samanboriö viö hina löngu veraldarvegi. Ekki þeim, sem hefur vængi tiltæka og veröur fátt til tafar á vegferö sinni. Ekki þeim, sem hefur engu aö sinna nema einu marki. En þvi jaröarbarni, sem litur fyrsta ljós dagsins á þessum heiöabæ, leggur 2 J/2 árs af staö aö heiman, fer krókótta leiö og kemur viö á fjöl- mörgum stööum, lendir ja&ivel i hrakningum, veröur án teljandi stuön- ings aö leita sér þroska, en um fram allt, veitir þjónustu fjölmörgu sam- feröafólki, og hefur þann hátt á, aö láta skyldurækni og fórn sitja í fyrir- rúmi eigin draumum og vonum, er ekkert undarlegt þótt leiöin veröi taf- söm og geti tekiö áttatiu ár. Þannig hefur fariö Pálúiu Guörúnu Jóhannes- dóttur. Fjölmarga vini hennar, sem hugsa til hennar áttræörar, mun hins vegar gruna, aö hún gleöjist yfir þvi, aö hafa „lifað svo langan dag” og minnist meö fögnuöi margra áfanga- staöa á langri leiö og margra unaös- stunda, þrátt fyrir þaö, aö enginn komist hjá að finna einhvern tima til i fótunum á svo langri lifsgöngu. Pálina fæddist i Laugaseli 4. september 1896. Foeldrar hennar voru Sesselja Andrésdóttir og maður hennar Jóhannes Sigurösson. Hún var yngst margra systkina og mun litill auöur hafa veriö i búi i Laugaseli, eins og á svo mörgum öðrum heimilum i þann tiö. Barnung fór Pálina meö foreldrum sinum aö Stórulaugum i Reykjadal, þar sem hún missti fööur sinn 7 ára gömul. Eftir þaö var hún i skjóli móöur sinnar, skamma hriö i Reykja- dal, en siöan á Húsavik, þar sem Sesselja naut frændfólks sins að ein- hverju leyti. A þessum árum naut Pá- lina einhvers barnaskólanáms i tvo vetur. Naumast var hún komin af barns- aldir er hún tók að vinna fyrir sér og var siöan I vistum á ýmsum stööum og i lausamennsku, þar til hún var tuttugu og þriggja ára. Ariö 1919 gekk hún að eiga unnusta sinn, Karl Kristjánsson, siðar ai- þingismann. Hófu ungu hjónin búskap álitilli jörð á Tjörnesi, Eyvik. Vegnaöi þeim þar vel. Ariö 1932 fluttust þau hjónin til Húsavikur og áttu þar heimiliallt til 1973. Siöari ár þess tima dvaldist þó Pálina meö manni sinum i Reýkjavik, er hann sat á alþingi, en heimili sitt fluttu þau ekki þangað fyrr en 1973. Nú dveljast þau á dvalar- heimili aldraöra á Hrafnistu. Þaö varö hlutskipti Pálinu G. Jó- hannesdóttur aö vera húsmóöir á heimili, sem alla tiö var i brennidepli. A mann hennar hlóöust þegar frá upp- hafi f jölmörg störf I þágu samborgar- anna. Viö hann áttu fjöldi manns erindi. Ekki var fátitt aö þeim erindum lauk viö kaffi- eða matar- borbiö hjá Pálinu. Aö vera húsmóðir á stóru heimili vandamanna og barna, er æriö starf hverri konu. Skyldurækni og fórnarlund Pálinu við þann hluta húsmóöurstarfsins var henni sjálf- sagöur hlutur, svo sem titt er. En þegar gestanauö og gestrisni og hjálp og umhyggja viö vandaiausa, langt innar of ofar allri gestrisni, bættist viö,var húsmóöurstarf Páltau oröiö aö þjónustu viö þjóðfélagiö. Samborgarar hennarogsamferöafólk á langri leiö á henni skuld aö gjaida, sem aldrei verður greidd, nema þá meö þeim hlý- hug sem fjöldi fólks ber til Pálinu, til viöbótar hljóöu þakklæti og viröingu. Ýmsir telja sér slikt til tekna, og mér er ekki grunlaust um aö Pálina sé ein af þeim. Þau hjónin eignuöust sex börn og eru fjögur á lifi. Pálina Guörún Jóhannesdóttir er greind kona I bezta lagi. Hún er Jestrarfús og bókhneigö og henni mundi hafa hentaö vel skólanám til viöbótar sjálfsnámi og öllu þvi, sem lifiö hefur kennt henni. En þótt bæk- urnar væru yndi hennar og stundum ef til vill freisting, var hún svo skyldu- rækin og trú lifsstarfi sinu, að hún 16t þær ætiö sitja á hakanum. Hún er vel hagmælt, þótt hún hafi litiö látiö á þvi bera, og visur hennar, sem hún lætur stöku sinnum vini sina heyra, glitra af skáldskap. Hún er listelsk og áhuga- söm hannyrðakona. Það eruhenni þvi harðir kostir, aö mörg undanfarin ár hefur hún þjáöst af sjóndepru, sem sifellt hefur ágerzt. Pálina er glæsileg kona, ljúf I fasi og vinföst. Til hennar munu fjölmargir renna heitum huga og þakklátum, á áttræöisafmælinu. Páll H.Jónsson Allir elska voriö og þrá þann góöagest, gleyma vetrarhörmum viö sól og blómaangan. En svona er það skritið, aö haustiö hreif mig mest. og hlýjast hafa laufvindar strokið mérum vangann. segir Pálína Jóhannesdótir, sem haustdaginn 4. september 1896 leit fyrst dagsins ljós i Laugaseli, heiðar- býli suður af Reykjadal i Suöurþing- eyjarsýslu. Foreldrar hennar voru bú- endur i Laugaseli, hj<kiin Sesselja Andrésdóttir og Jóhannes Sigurösson. Sessdja var dóttir Andrésar ólafs- sonar, smiðs i Fagranesi I Aðaldal, og konu hans Sesseiju Jónsdóttur, ljós- móður frá Sýrnesi I Aðaldal- Jóhannes, faðir Pálúiu var sonur SiguröarSveinssonar, Sultum I Keldu- hverfi, og konu hans Guðbjargar Danielsdóttur, sem var af svokallaöri Illugastaöaætt. Sveinn á Hallbjarnar- stöðum á Tjörnesi, langafi Pálinu var kynsæll maður. Af þekktum afkom- endum hans má nefna dótturson hans KristjánFjallaskáldog Jón Sveinsson, rithöfundinn Nonna. Pálina Guörún var yngst átta barna hjónanna i Laugaseli. Eins og fleiri bændur um aldamótin voru þau fátæk hjóninf heiðinni. Ogvar Pálína aöeins 7 ára þegar faöir hennar féll frá. Reyndi þá á dugnað og kjark hús- freyju, sem þurfti að koma börnum sinum tii manns. i þann tið var ekki um neina opinbera aöstoö aö ræða eins ogsiðarkom til. Pálína hefurlýst þvi, Frh. á bls. 15 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.