Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Qupperneq 11

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Qupperneq 11
Sextugur: r Arnór Arnason Yöðlum ARNÓR Arnason á Vöðlum i önundar- firði varð sextugur á þessu sumri. Hann er fæddur i Reykjavik 13. júni 1916. Foreldrar hans hjónin Árni Brynjólfsson og Hansina Guðjónsdótt- ir, voru bæði vestfirzk. Hansina var dóttir Guðjóns Amórssonar á Brekku á Ingjaldssandi og Rakelar Sigurðar- dóttur konu hans. Árni er fæddur á Tjaldanesi i Arnarfirði, sonur hafa byggt öll hús sem á jörðinni eru , aukið tún hennar mjög og komið sér upp heimilisrafstöð. Má þó heita að þetta hafi þeir gert án þess að stofna nokkurn ti'ma til skulda. Móðir þeirra bræðra stóð fyrir búi innanstokks þar til Brynjólfur kvænt- ist 1957 en kona hans er Brynhildur Kristinsdóttir frá Vifilsmýrúm. Arnór er hins vegar ókvæntur og hefur alltaf verið. Það á eflaust veigamikinn þátt i góðri afkomu þeirra bræðra að þeir hafa aldrei þurftað kaupa vinnu við byggingar sinar. Rafstöðina byggðu þeir lika sjálfir, en frá henni hafa þeir orku til ljósa, suðu, upphitunar o.fl. Arnór á Vöðlum er nefnilega frábær hagleiksmaður og náttúraður fyrir vélvæðingu hvers konar. Hér hefur verið minnzt á búskap þeirra bræðra á Vöðlúm svo að sjá má að sveit þeirra er styrkur að slíku búi og slikum mönnum. Hins erþó ógetið hversu Arnór hefur oft og viða orðið hjálparmaður utan heimilis. Má þar bæði nefna ýmislegar viðgerðir og lagfæringar á vélum og tækjum og margs konar heilræði í þvi sambandi, þvi að ýmsir vilja heyra álit Arnórs og hlita leiðbeiningum hans. Og þó að heilsa hans hafi sett honum nokkur takmörk við vinnu seinni árin er áhuginn hinn sami og vakandi athygli á sviði tækninnar. Okkur nágrönnunum þóttu það góð- ar fréttir, að þeir bræðúr á Kotnúpi kæmu að Vöðlum. Svo mikið þekktum við til fólksins á Kotnúpi. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum i því sam- bandi. Og nú þegarArnór á Vöðlum hefúr fyllt sjötta tuginn og verið On- firðingur i 30 ár eigum við honum margt að þakka. H.Kr. Fimmtugur: Björn Jónsson kaupmaður Brynjólfs Brynjólfssonar og Jóninu Arnadóttur konu hans. Sigriður systir Arna giftist Brynjólfi Einarssyni brærðrungi sinum. Þau bjuggu á Brekku á Ingjaldssandi 1904-09og voru þá foreldrar hennar og Arni bróðir hennár með þeim. Það var löngum fleirbýli á Brekku. Siðar lærði Hansina ljósmóðurfræði en Árni vann i vélsmiðju i Reykjavik um það leyti sem þau giftust. Þau fluttu vestur aft- ur 1920ogfóru þá að búa i Litla-Garði i Dýrafirði en fluttu að Kotnúpi 1923. Þar ólust synir þeirra upp með þeim, Arnór og Brynjólfur, sem fæddur er 1921 Vorið 1946 festu þeir bræður, Arnór og Bry n jðlfur, kaup á Vöðlum i önund- arfirði: Bernharður Halldórsson, sem átti Vöðla og bjó þar, andaðist 1937 og hafði þá verið þroíinn að heilsu nokk- ur ár. Siðan var jörðin i leiguábúð til 1945 en óbyggð ciít ár. Þeir bræður fluttu með fólk sitt að Vöðlum vorið 1947 og hafa búið þar siðan. Er sú bú- skaparsaga mjög merk, þvi aö þeir 25. ágúst 1976hélthinn siungi, fram- sóknarmaður og vinur minn, Björn Jónsson, framkvæmdastjóri upp á fimmtugsafmæli sitt. Þessi tryggi vin- ur vina sinna ber það þó ekki utan á sér, að slik kippa ára séu að baki Mörgum verður eflaust hugsað til hans með þakklæti, þvi að marga hefur hann glatt og mörgum hjálpað á lifs- göngu sinni til þessa. Björn hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana og þá sérstaklega sem starfsmaður Sam- bands isl. Samvinnufélaga. Um nokk- urt skeið sá hann, ásamt öðrum, um utgáfu tslendingasagna, og stuðlaði hann þannig að bókmenntaþroska landsmanna. Mér undirrituðum tók hann fádæma vel, er ég fór i f jörur við dóttur hans, enda lauk þeim byrjunar- kynnum okkar þannig að ég varð tengdasonur hans. Siðanþá hefurhann eflt okkur með ráð og dáö, þó af þeirri lipurð, sem þeim einum er gefið, sem kann að vera mátulega afskiptalaus. Veit ég, að'ég mæli fyrir munn allra, semhann þekkja, þegar honum er ósk- að innilega til hamingju meö þetta merkisafmæli. Persónulega bið eg hann vel að lifa og lengi, auk þess sem ég óska honum allrar hamingju i framtiðinni. Stefán Jóhannsson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.