Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Síða 4
hann þarað minnsta kostií ein átta ár,
eða til 1912 og undi hag sinum vel, enda
geðprýðismaöur á heimili, útsjónar-
samur og farsæll starfsmaður, sem
þeir feðgar Sigurður og séra Jón
kunnu vel að meta, og létu hann njóta.
Tókst lika meö þeim Sigurði og Einari
hin einlægasta vinátta, sem aldrei
slitnaði meðan báðir lifðu. A Stafafelli
kynntist Einar konuefni sinu, Katrinu
Einarsdóttur.
HUn var fædd 1. ágúst 1884. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Einar bóndi á
Brekku i Lóni og Berufirði Jónssonar.
bónda i Byggðarholti, og Steinunnar
Jónsdóttur I Tunguhlið í Alftafirði.
Systir Jóns i Byggöarholti var Sólveig
kona séra Björns Þorvaldssonar I
Holti. (Ættir Austfirðinga). Katrln
hafði að nokkru alizt upp hjá séra
Benedikt Eyjólfssyni i Berufirði og
farið með honum að Bjarnarnesi, en
var nú á Stafafelli,er hér var komiö
sögu. Það var þvi likt á komið með
þeim Einari, að bæði höfðu um árabil
dvalið á fyrirmyndarheimilum.
Voru það I raun og veru alþýðuskólar
þeirra tima og hinir gagnlegustu.
Arið 1912 genga þau i hjónaband,
Katrin og Einar, og hófu þegar sjálf-
stæðan búskap, þó að efnin væru ekki
mikil. Fyrstu tvö árin voru þau i Vik i
Lóni. Þaðan lá leiöin upp i Breiðdal
með búsetu á Anastöðum i tvö ár og
Skriðustekk i fimm ár. Vorið 1921
fluttu þau að Viöilæk 1 Skriödal og
þaöan 1928 að Vaöi i sömu sveit. A öll-
um þessum jörðum hafði Einar verið
leiguliöi með ómegö og óvissa ábúö en
1936 urðu hér þáttaskil. Þaö ár er góö-
býlið Eyjar i Breiödalauglýsttil kaups
og ábúöar. Þar þurfti að visu allt að
gera til að svara kröfum hinna batn-
andi tima, rækta og byggja, en hins
vegar landkostir óumdeilanlegir. Að
athuguöu máli var ráðizt i þessi
jarðarkaup með aðstoð og atbeina
systkinanna er heima voru, enda
reyndist þessi ráðstöfun hin far-
sælasta. 1 höndum þessa fólks var
jörðinni hinn mesti sómi sýndur,
ræktað og byggt yfir fólk og fénaö
samfara þvi, að efnahagurinn batnaði
stórum. Börnin voru nú lika hvert af
öðru að komast upp og studdu heils
hugar þessa uppbyggingu.
Katrin var ágætlega greind kona, i
meðallagi að vexti, hljóðlát og blið-
lynd, einstaklega góð og umhyggju-
söm manni sinum og börnum eins og
eftirfarandi ljóðlinur Einars bera meö
sér.
„Min var gæfa aö eignast ást
og alla bliðu þina
sem eiginkona aldrei brást
og umbarst galla mina.”
4
Hún var prýðilega verki farin,
hirðusöm og nýtin húsmóðir og sivinn-
andi meðan heilsan leyfði, en sfðari
huta ævinnar var hún heilsutæp. Mátti
næstum segja.að siðasta áratuginn
væri hún meiri og minni sjúklingur. í
þeirri löngu sjúkdómsraun sýndi hún
bæði hugrekki og þolinmæði. Góð-
málmurinn i eðli manns hennar kom
kannski aldrei betur i ljós en i þeirri
miklu umhyggju er hann sýndi henni,
þá mest á reið. Hún lézt á sjúkrahús-
inu I Neskaupstað 17. mai 1971. A
heimili þeirra Katrinar og Einars þótti
öllum gott að koma. Þau voru bæði
gestrisin og viðmótshlý og framúr-
skarandi hjálpsöm ef til var leitað og
ekki drógu systkinin þar úr eftir að
þeirra fór að njóta við.
Börn þeirra Katrinar og Einars eru:
Hjörtur kvæntur Jóninu Bjarnadóttur
fósturdóttur Vilborgar á Þorvalds-
stöðum. Þau byggöu fljótlega nýbýli út
úr Eyjalandi og nefndu Lágafell. Þar
hafa þau búið siöan, hinu fallegasta
búi og unað glöö við sitt. Dætur þeirra
eru Vilborg og Erna Þórey, báðar hús-
freyjur í Breiðdal. Kristin giftist
Eyjólfi Halldórssyni bónda i Haugum.
Hann lézt árið 1944. Þau áttu tvo syni,
er þá voru enn á barnsaldri, Reyni lic.
pharm. Reykjavik og Kjartan, nú
búsettan i Breiðdalsvik. Kristln átti
heimili i Skriödal með sonum sinum i
allmörg ár eftir fráfall manns sins.
En, er aldur og þreyta færðist yfir
foreldra hennar, fluttu þau Kjartan að
Eyjum, og á þeim hvildi búreksturinn
þar um mörg ár og uppbygging
heimilisá Breiðdalsvik, eftir að horfið
var að þvi ráði að breyta til áriö 1973.
Björn f.v. bóndi Skjöldólfsstöðum
Breiðdal. Kona hans var Svava
Þórlindsdóttir (skildu), börn þeirra:
Unnar Viðir Djúpavogi og Sveinbjörg
Svana húsfreyja á Breiðdalsvik.
Ragnheiður giftist Árna Bjarnasyni
frá Borg. Þau hafa aldrei úr Skriðdal
farið og búiö i Birkihlið, Hátúnum og
Litla Sandfelli, alls staðar með sér-
stökum snyrtibrag. Synir þeirra: Sig-
urður starfsmaður hjá Búnaðarsam-
bandi Austurlands, búsettur á Egils-
stöðum, Bjarni bóndi i Litla Sandfelli,
Einar og Sigurbjörn sem ásamt
foreldrunum byggja upp eyðibýlið
Hryggstekk i Skriðdalshreppi. Unnar
Sigurbjörn fórst i bilslysi um tvitugs-
aldur. Jón, búsettur á Breiðdalsvlk.
Hann var kvæntur öldu Hansen
(skildu). Þau áttu einn son Jóhann
Sigurð. — Halldór, búsettur I Reykja-
vlk, vinnur hjá Hæstarétti. Hann er
kvæntur Sigrúnu Stefánsdóttur og
börn þeirra eru: Stefán lögfr., Unnur
húsfrú og Halldór, 12 ára. Einn son
misstu þau, Einar á fyrsta ári.
Sffiari ár Einars 1 Skriðdal unnum
við saman I stjórn Bústofnsleigusjóös
Skriðdalshrepps, sem var eins konar
hjálparstofnun, eins og nafnið bendir
til, fyrir hina efnaminni bændur_
sveitarinnar, á vegum Kaupfélags
Héraðsbúa og hreppsins. Varð þessi
starfssemi til á hinum svokölluðu
kreppuárum og kom að góðu gagni-
Mér er þetta samstarf einkar kært i
minningunni, fyrir skapfestu hans og
trúmennsku. Hann vildi, aö allt væri
pottþétt frá okkar hendi, hvar og
hvenær sem við værum kraföir sagna,
og fylgt væri settum reglum út i yztu
æsar, hver sem i hlut átti. Þeir menn,
sem þannig vinna heils hugar, eru lofs
verðir og hollt og þakkarvert að eiga
með þeim samleiö þegar það og við
bætist, að þeir eru einkar skemmtileg-
ir félagar, eins og Einar var.
Honum þótti gott aö bragöa vin, en
allt var það i hófi. Samt varð hann
miklu opnari og glaðari, einkum þó, er
hann var kominn á hestbak, en á þeim
árum mátti segja, að hesturinn væri
eina farartækið bæja á milli. Einar var
hestamaöur f orðsins beztu merkingu-
Það var ánægjulegt, og i senn lær-
dómsrikt, að sjá Einar meðhöndla
hesta, hvort heldur var i húsi inni, eða
úti undir beru lofti, tygjaða til reiðar.
Hann strauk þeim og klappaöi og tal-
aði við þá. „Var likast þvi sem blessuð
skepnan skildi”, svo orðalag Grlms
Thomsens sé notað, hvers hann ætlað-
ist til af þeim, þvi hann var ekki fyrr
kominn i hnakkinn, en hesturinn hafði
gripið „hýru sporið”. Ég held, að ekki
séofmæltaö segja, að Einar hafi verið
i fremstu röð reglulegra hestamanna.
En það voru fleiri skepnur, sem Einar
hafði gaman af aö meðhöndla. Mátti
segja, að hann legði alúð við allar
skepnur sem tilheyrðu þeirra tlma
sveitabúskap, og fóðraði og hirti eftir
beztu getu. Hann var enginn brask-
maöur I búskap og bjó aldrei stóru búi,
fyrr en þá kannski á slðari árum i
Eyjum, að hinum vinnandi höndum
fjölgaði.
Það átti vel við Einar, ef hann var
vel fyrir kallaður, og helzt einn með
manni, aö rifja upp eitt og annað frá
æskuárunum. Það fór ekki á mill'
mála, aö bjart var yfir Stafafellsveru
hans I minningunni. Kom þar margt
til. Húsbændurnir hinir mikilhæfustu,
heimilið mannmargt og skemmtilegt
og orðlagt fyrir menningarlega
heimilishætti. Þar fékk hann vinnu
sina llka það vel borgaöa, að hann sá
sér fært að gerast sinn eigin húsbóndi,
er hann fór þaöan, og slðast en ekki
sizt, komst hann þar I snertingu viö þá
vakningaöldu, sem átti sér stað I hinu
islenzka þjóöllfi um þær mundir og
reis kannski aldrei hærra, en á fyrstu
árum eða áratugum aldarinnar. Og af
þvl aö það er I beinu framhaldi af þvL
sem hér hefur verið sagt, skal þess
íslendingaþættir