Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 5
Sigurgeir Runólfsson F. 17.11. 1905. D. 10.9. 1976. ,,Þótt fögur séu fjöllin vor, feikn þau marga geyma. Um fannir liggja freOin spor, feigðin á þar heima.” G.Th. I hliOum Arnarfells hins mikla er ab finna eina fegurstu gróburvin á öræf- um lands vors. Arnarfellsbrekka heitir hún og horfir móti landsubri. Þar er fjölgresi og blómskrúö meO eindæm- um og minnir helzt á fagran blóma- garb. örskammt frá þessari vin, þar sem skjóli fjallsins sleppir, taka við grásvartir lifvana sandar og grýttir aurar. Aö baki þrymur jökullinn, grettur og kuldalegur. Óviöa er aö finna jafn snögg og skýr mörk milli gróöurs og auðnar, lifs og dauöa. A þessum slóöum átti vinur minn Sigurgeir Runólfsson siðustu sporin, er þaö hörmulega slys varö í fjallferð aö hann féll i helkalt og hyldjúpt jökul- lón og varð ekki bjargað. öræfi og óbyggðir voru á ýmsan hátt unaösheimur Sigurgeirs, þar dvaldi hann vikum saman vor og haust viö störf fyrir sýslunga sina og sveitunga. Hann þekkti fegurð og töfra óbyggö- anna i nóttleysi sólmánaöar en einnig ýgglibrún þeirra i hretviðrum hausts og vetrar. Viö óbyggðir batt hann órofa tryggö getib, aö Einar var samvinnumaöur fram i fingurgóma og einbeittur stuön- ■ngsmaöur Framsóknarflokksins frá þvi fyrsta. Þingmenn Framsóknar i Suður-Múlasýslu og siðar I Austurlandskjördæmi áttu i Einari traustan og góðan stuðningsmann, þött hann léti ekki hátt á fundum. En ég hygg, aö sumar visur hans, sem þá urðu til og siuöust út á milli manna, hafi ekki verkaö siöur, en þó aö i ræöu- formi væri. Ég hef hér i fáum dráttum drepið á uppruna og ævistarf þeirra Eyjahjóna, Katrinar og Einars. Þau bárust ekki mikið á i gegnum h'fiö, en Guö blessaði sfarfþeirra og gaf þeim barnalán. Þaö er arfur framtiðarinnar. Þökk sé þeim fyrir störf og kynni. Friörik Jónsson. ÞorvaldsstöOum. íslendingaþættir og þó hann yröi stundum á feröum sin- um að þola erfiöi og hrakninga, sem reyndu á þolrifin til hins itrasta, þá var þrek hans og bjartsýni slik, aö lengst af mun honum hafa hlegið hug- ur i brjósti i hvert sinn er ný öræfaferð var undirbúin. Um áratuga skeiö hafði Sigurgeir á hendi grenjavinnslu i einum viölend- asta afrétti landsins og iöulega tókst hann á hendur eftirleitir siöla hausts eða í vetrarbyrjun. Reyndu þær feröir hvaö mest á þrek hans, þrautseigju og ratvisi. Á annan tug ára var Sigurgeir fjall- kóngur á afrétti Gnúpverja en þar eru lengstar leitir á landinu. í þvi vanda- sama starfi reyndist hann allt i senn stjómsamur og úrræöagóður, virtur og vinsæll. Sigurgeir var uppalinn viö sveita- störf og stundaöi þau alla ævi. Hann var harðduglegur og jafnvigur á öll verk. Lengst af bjó Sigurgeir i Skálda- búöum i sambýli við bróöur sinn, Sigurberg, en siöar meö systursyni sinum, Ella R. Guömundssyni, en i Skáldabúöum fæddist hann og átti heima alla tið. Sigurgeir var skepnuvinur og orö- lagður skepnuhirðir. Þó haföi hann mest dálæti á góöum hestum og kunni manna bezt með þá að fara. Tamningar hrossa stundaöi hann um alllangt skeiö og var mikið keppt eftir þviað fá hann til aö temja tryppi, þvi ekki þurfti aö kviöa þvi aö hann of- byöi ungviði á nokkurn hátt eöa brysti þolinmæöi, þar sem hennar var þörf. Sigurgeir var fremur hávaxinn maöur og karlmannlegur. Hann var hlédrægur og hógvær I öllu fasi og framgöngu. I vinahópi var hann hrók- ur alls fagnaöar, smáglettinn og haföi á hraöbergi fjölda af skopsögum og visum. Þjóðleg fræöi voru honum hug- stæö, og kunni hann kynstrin öll af sög- um og sögnum ýmiskonar bæöi Ur heimabyggð og öörum héruðum. Ferðamaður var Sigurgeir frábær, athugull, ósérhlifinn og fyrirhyggju- samur. Þaö sem þó var ef til vill mest áberandi á ferðum hans var góövild, nærgætni og greiðasemi viö menn og málleysingja. I 1-2 vikur á hverju sumri i rúman áratug átti ég Sigurgeir aö feröa- félaga. Slöari hluta júlimánaðar lagði sami vinahópurinn venjulega upp úr byggðinniog saman nutum viö þeirrar eftirvæntingar og seiömagnaöa unaö- ar, sem tengdur er hestaferðum um óbyggöir þessa lands. í þessum ferö- um var Sigurgeir hinn siglaði og hjálpáami félagi, sem kunni ráð við hverjum hlut. Þó aö kynni okkar væru að mestu i leik á hestum um landiö I sumar- skrúöa þá var Sigurgeir fyrst og fremst maöur starfsins. Fáir áttu lengri vinnudag en hann og fáir voru ó- sérhllfnari og vinnufUsari. Aö koma verkum fram og vinna þau vel var hans boðorð. Að siðustu féll hann mitt i önn starfsins, þaö var honum likt. A liönu sumri fórum viö eftirminni- lega ferð um kunnar slóðir. Leiðir skildu undir Armannsfelli, viö héldum I vestur, þeir félagarnir Sigurgeir og Lofúir i Steinsholti austur. Er vib höföum skipzt á kveðjum, vatt Sigurgeir sér léttilega i söðulinn glaður að vanda og fákur hans dansaði á kostum kringum lausu hrossin. Enn einu sinni dáðist ég að leikni þessa sjötuga hestamanns, knapi og hestur virtust eitt, svo milt var vald hans á hestinum. HeimfUs hrossin tóku götuna og fóru greitt. Von 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.