Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 6

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 6
Gunnlaugur Pétur Sigurbj örnsson F. 18/2 1893 D. 16/1. 1969 Gunnlaugur fæddist að Hvoli f Vestur-Hópi: Foreldrar: Sigurbjörn Björnsson frá Völlum i Skagafirði, og Sigurlaug Nielsdóttir. Þau byggöu ný- býlið Geitland i Miöfiröi, og bjuggu þar lengi. Gunnlaugur ólst upp á hrakningi. Sjálfsagt hefur örbirgðin komið þar viö sögu. Gunnlaugur sagði mér sjálf- ur, að hann hefði alizt upp á átján stööum. Sú ganga var honum örðug, en hann kom úr þeirri þrautagöngu ókal- inn á hjarta. Gunnlaugur byrjaði búskap sinn á Ytri-Torfustöðum i Miðfirði vorið 1916. Fyrri kona hans, Agnes Magnúsdóttir Ólafssonar á Bessastöðum, f. 16/10. 1893. Þau Gunnlaugur og Agnes giftust 1918. Þeim hjónum varðþriggja barna auðið. Elzt þeirra systkina er Guð- björgSigurlaug f. 18/5. 1919. Guöbjörg giftist Valdimar Danielssyni, bónda að Kollafossi i Miðfirði, mætum manni og drenglunduðum. Valdimar Danielsson erdáinn. Guöbjörg (seinni kona hans) byr áKoliefossi með börnum sinum. Næst elztur þeirra systkina, er Magnús, bóndi á Ytri-Torfustöðum, giftur Margréti Sóleyju Guömunds- dóttur. Magnús Gunnlaugsson er góður búþegn og veimetinn dreng- skaparmaður. Yngst bama þeirra Gunnlaugs og Agnesar er Skarpheiður, gift Þórði Jónssyni, ágætismanni. Þórður Jónsson er ættaöur úr Húna- vatnssýslu. Heimili þeirra hjóna er aö bráðar hurfu menn og hestar sjónum i dökkva hraunsins. Sfzt grunaði mig þá að þetta væru siðustu fundir okkar. Nú er vegir skilja að sinni þökkum við ferðafélagarnir Sigurgeir margar glaöar samverustundir og samfylgd um fegurstu ferðaslóðir þessa lands. Við erum þess fullvissir aö hinum margreynda feröamanni mun vel greiðast hin mikla för. Þeim sem nú eiga um sárt að binda sendum við hugheilar samúðarkveðj- ur. pán a. Pálsson. Stillholti 15 Akranesi. Gunnlaugur missti konu sina Agnesi, árið 1923. — Þá stóð Gunnlaugur einn eftir með börnin sin þrjú: Guðbjörgu 4 ára, Magnús 3 ára, Skarpheiði 2 ára. Förunauturinn trausti og tryggi var horfinn af sjónarsviðinu, yfir landa- mærin. Þung spor sem Gunnlaugur átti ógengin voru framundan. Gunnlaugur Pétur brást ekki börnum sinum i einu né neinu. Nú kom Gunnlaugi að haldi barátta bernsku- og æskuáranna. Hann hafði lært þá lexiu, að slá af, en halda þó i horfinu. — Það er andæfa eftir megni. Gunnlaugur var greinur maður og fjölhæfur smiðurgóöur, verklaginn og lundin og framkoman slik, að þar af mátti margur læra. Slikum manni sem Gunnlaugi varð margt til hjálpar i hans raunastrfði. Guð og góðir hjálpendur komu Gunnlaugi til styrktar. — Guðbjörg dóttir hans, var áfram á Ytri-Torfu- stöðum, hjá Magnúsi afa sinum. Halldóra Magnúsdóttir, afasystir Skarpheiðar, tók hana til sin,ól hana upp. En hvað varð um drenginn, Magnús Gunnlaugsson? Næsti bær, utan við Ytri-Torfustaði, eru Bergsstaðir. Bóndinn þar hét Jens, (hans er getið i sögu „Landpóst- anna.”) Dóttur átti Jens, Soffiu að nafni. Seytján ára að aldri tekur Soffia Jensdóttir dreng i fóstur og annast um uppeldi hans. Slik fórnarlund er fátið. Fóstursonur Soffiu, sá er hér um ræðir, hét Haraldur Sigvaldason. Haraldur Sigvaldason er fæddur 8/3 1900 d. 1966. Haraldur var heilsutæpur alla ævi. Ég get um Harald vegna þess, að ekki sæmir að þessa fóstur- sonai Soffiu sé að engu getið. Hún átti eftir að annast um fleiri fóstursynina seinna á ævinni. Þegar Agnes deyr og Gunnlaugur á i erfiöleikum, þá er það auðvitað hún Soffia Jensdóttir, sem býðst til þess að taka Magnús litla i fóstur. Þetta þáði Gunnlaugur með þökkum.Hann þekkti Soffiu að öllu góðu. Soffia var f nágrenni Ytri-Torfustaöa. Auk þess voru þær, Soffia og Agnes, vinkonur frá fyrri tið. Næstu fjögur árin vann Gunnlaugur að smiðum, á ýmsum stöðum. Gunnlaugur lét ekkert tæki- færi ónotað, sem honum bauðst til bjargar sér og sinum. Arið 1927 18. febrúar giftast þau, Gunnlaugur og Soffia Jensdóttir. Sofffa var þá búin að vera ráðskona I tvö ár á Ytri-Torfustööum, hjá Magnúsi ólafssyni, tengdaföður Gunnlaugs. Auðvitað fylgdi Magnús Gunnlaugsson fóstru sinni eftir að Ytri-Torfustöðum, er hún fór þangað ráðskona, Nú var fóstran góða oröin stjúpa barnanna hans Gunnlaugs Péturs. Hvernig reyndist Soffia stjúp- börnum sinum? Ég hef svarið viö spurningu þessari tilbúið. Tel mig þess umkominn að geta sagt þetta svar stjúpbarnanna hennar Soffíu. Svariö yrði þessu likt: Stjúpmóöurstaðan breytir engu. Soffia er okkur öllum sem bezta móðir. A búskaparárum sinum á Ytri- Torfustöðum tóku þau, Gunnlaugur og Soffía, tvo drengi til fósturs, Björn Mattías Tryggvason, er kom til þeirra, 4ra ára og Braga Friðriksson, 6 ára — Birni Mattiasi, fóstursyni þeirra, hef ég ekki kynnzt. En um séra Braga Friðriksson mun ég fullyrða, að hann minnist fóstra sins og fóstru meö ævarandi þökk og virðingu. Það mun hinn fóstursonurinn óefað lika gera. Fátæktin var mikil hvað efnahaginn snerti fyrstu búskaparár þeirra hjóna, Gunniaugs og Soffiu. En rikidæmi andans var þvi meira. — Þau hjón munu engan synjandi hafa látiö frá sér fara. Þetta mun ekki ofmælt. Það 6 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.