Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Side 7
Guðmundur Pálsson sannaðist á þeim Gunnlaugi og Soffiu, þetta : „Allt verður þeim til góðs, sem guð elska.” Þau, Gunnlaugur og Soffia, fluttu frá Ytri-Torfustöðum, suður á Akranes, árið 1965. Leigðu fyrst ibúö á Suðurgötu 104. Kaupa svo kjallaraibúð, aö Stillholti 15 Akranesi. Þar heimsötti ég, sem þessi orö rita, þau heiðurshjónin, Gunnlaug og Soffiu. Mér er lika þökk i huga. — Margthef ég að þakka og margs góðs að minnast. — En þaö ersvo jafnan, að hið góða verður litt tjáð i orðum. Þessi orö, sem hér eru skráð, segja litið, en þó vildi ég minnast ykkar, Gunnlaugur og Soffia. Þú, Gunnlaugur, varst góður þegn þinni þjóð, starfssamur, trúr og ósér- hlifinn. Léðir jafnan góðum málstað þittliðsinni. Einnig varstu skáld. Tvær ljóðabækur komu út eftir þig. Daggir I og II. Málvöndunarmaður varstu. Islenzkan lá þér létt á tungu. Þú varst vinur og verndari þeim smáu, það ber eftirfarandi visa vott um: „Ekki þurfa að óttast dóm æðstu máttarvalda þeir, sem fyrir börn og blóm björtum skildi halda.” (Daggir II) G.P. Þannig varstu, Gunnlaugur Pétur, sannur heiðursmaður i sjón og raun. Sofflu Jensdóttur hefur þegar verið lýst, lítið eitt. Sem húsfreyjan, i kjall- araibúðinni að Stillholti 15 kom hún fram sem hin prúða, hlýja og góða kona, manni sinum til sóma og gestun- um tilánægju. Ég efast ekki, að heima á Ytri-Torfustöðum, hefur hún einnig valdið húsfreyjuhlutverki slnu, með prýöi. Fyrri konu þlna, Agnesi, sá ég aldrei, en ég heyrði þig, Gunnlaugur og einnig Soffiu, seinni konu þina, minnast Agnesar, með virðingu og þökk. Hér hefur verið stiklað á stóru, °g fátt eitt sagt um þessi merku hjón, Gunnlaug og Soffiu. Þessu skal við bætt: Gunnlaugur Pétur samdi lög, þar á meðal lagið sem þessi texti er saminn við. Textinn er eftir Gunnlaug, sem og lagið. Vorkvöld „Drýpur gróðrardögg á völlinn, dúrar blærinn, allt er hljótt. Blessuð sólin baðar fjöllin býður öllu góðan nótt.” (G.P.S.) Daggir II Árið 1971 fluttist Soffia til Guðbjargar stjúpdóttur sinnar, húsfreyju á Kollafossi. Soffia þráði að ^omast norður I átthagana, og lifa Þar siðustu æviárin. Gunnlaugur maður Soffiu lézt árið 1969 sem fyrr segir. Soffia var orðin þrotin að þreki, Húsafelli Með sér jafnan birtu bar bóndi orðs og verka snar, Góðar átti gáfurnar, garpur mesti allsstaðar. Lék á tungu ljóðamál, ljóst bar vitni stórri sál. Rímhög vel og stillt sem stál stóðu orðin skýr og þjál. enda gömul orðin. Þau hjónin, Þórður Jónsson og Skarpheiður, (stjúpdóttir) Soffiu, er bjuggu i sama húsi, vitjuðu um Soffiu og veittu henni alla þá aðhlynningu, sem i þeirra valdi stóð að veita, og voru henni nærgætin og hlý. Stjúpbörnin öll elskuðu þessa hjarta- hlýju konu, sem hafði veriö þeim sem bezta móðir. Nú uppskar Soffla, þaö sem hún hafði til sáð. Nú var áðursýnd umhyggja með ástúð endurgoldin. Soffia Jensdóttir andaðist 3/7 1976. Nú eru þið hjónin horfin héðan sjón um vorum, en minningarnar lifa. Minningarnar mörgu, fögru og góöu, sem bera okkur öllum sem kynntust ykkur yl og fegurð. Það var mikils virði að kynnast ykk- ur. Hjónaband ykkar var til fyrir- myndar. Það geislaði af ykkur gleðin hvar sem þiö sáust saman,úti eða inni. Samhugur, samhæfður innileiki. Þið voruð i sannleika sagt, samgeislandi sálir. Nú eruö þið kvödd af vinum og vandamönnum, með kærleiksrikri þökk. Afram hljótið þið aö lifa saman I hinum himnesku bústööum friðar og sælu. Kveöjur frá öllu mfnu fólki. Eftirlifandi ástvinum ykkar flyt ég samúðarkveðjur minar og minna. Fel ykkur öll gæzku guðs. Þórarinn Elis Jónsson t Ræktunarmörg rækti störf reist á bóndans margri þörf. Hans var löngum dáða djörf dirfska þó af ráði gjörf. Sár er missir, munum þó minnisvarða sér hann bjó^ Andans vara eilif gró, eftir lifir minning nóg. Frá minningunum daggir drjúpa Döggin gæðir lifi jörð. Ykkar lifir dyggðin djúpa. Dyggðin um oss haldi vörð. Kærar þakkir. Þessa biðjum þýðum rómi. Lifi dyggð. Drengilega um ævi iðjum, eins og þið, i Húna-byggð. i Liföu bæði langan aldur ljúf og traust, og hrein i lund. Þó brattur reyndist bárufaldur bliknuðu ei á þrautastund. Viö ykkur drottinn guð var góöur. Geislaði beggja sálin hrein. Kærleiksrlkur ævióður. Astin græddi sérhvert mein. Farsæl reyndust, fátækt vafin. Friður rikti i beggja sál. Andinn mildi hátt upp hafinn. Hjörtun skildu reynslubál. Af mannúð rik og mild i orðum. Manndáð vex á reynslutiö. Er geystist aldan brött, með boröum var bænin með, þá háö var strið. Minninganna leiftur lifa lýsa hér á ævibraut. Ykkar mun á skjöldinn skrifa skýru letri. Unnin þraut. Bæði elsku voru vafin, vott um bar, sem til var sáð. Bæði i himin-veldi hafin. Heilög ástin tær er skráð. Þórarinn Elis Jónssson. Þórarinn Helgason. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.