Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 14
Fjárhús Gunnars i Súðavik.
Sextugur
Gunnar Gíslason
65 árum. Voru foreldrar hans hjónin
Egill Benediktsson frá Brekku hjá
Viðimýri og Jakobina Sveinsdóttir,
sem var að föðurkyni húnvetnsk, en
ólst upp á Sveinsstöðum. Þóttliöin séu
16 ár frá dauða Egils, en 28 ár siðan
Jakobina dó, er þeirra beggja gjarnan
getið, þegar minnzt er merkra manna
hér um sveitir. Voru þau gædd sterk-
um persónu-einkennum, hvort á sinn
hátt. Hann einkum friður og ljós I
svipnum, glaðvær og vel aö sér, enda
hafði hann notið skóla heima og er-
lendis. Gegndi hann trúnaðarstörfum
fyrr á árum, en lifði nær 30 ár lamaður
að likamsþrótti, dulrænn og hugall.
Jakobina þótti og vel gerö og menntuð
að hætti þeirra tima. f sérkenniiegum
svipbrigðunum sú festa, er dró fólk að
við kynni. öll bera börn þeirra,
Sveinsstaðasystkinin, einkenni for-
eldranna i góðum gáfum og vinsæld-
um, og er oft jafnað til höfðingslegs
svipmóts þeirra og framgöngu.
Þannig var Sigurði ekki sizt farið, en
hann var friður og fagurhentur, en
glaður svipurinn lýsti fjörmikilli
hugsun. Hann gleymist þeim ógjarn-
an, er sáu og heyrðu. Það var tiðum
spurt, hver hann væri þessi hvatlegi
maður, er var svo vel farinn f andliti,
en rómurinn mikill yfirmálinu. 1 starfi
safnvarðar i Glaumbæ naut hann sin
hið bezta, mælskur og mannblendinn,
en fróður um allt, sem þar var að
skoöa, og persónu-sögu allra þeirra, er
helzt koma við héraös sögu fyrr og sið-
ar. Svo glæddi hann frásögu sina hnitt-
inni ferskeytlu eöa fallegu ljóði. Og
viðmælandanum fannst mikiö ljós
vera yfir þessum manni. Úti á Lang-
holti var hann og heimamaður, þvi að
hann ólst upp á Grófargili á árunum
1919-1925 hjá Jóni föðurbróður sinum
og Sigurlaugu Brynjólfsdóttur, en þá
voru þau Sveinsstaöahjón búlaus.
Minntist hann ungu áranna með
frændfólkinu á Grófargilii heils hugar
gleði og þakklæti og hélzt æ siðan
sannasta vinátta með honum og
dætrum Jóns og Sigurlaugar. Nam
Siguröur bókvisi i þessari hollu vist, en
amma hans, móðir Jóns og Egils, Ingi-
björg Einarsdóttir, systir Indriða rit-
höfundar. Er það þekkt fræðafólk
margt og iistvinir. Jón Benediktsson
dó 1925 og fór Sigurður þá aftur heim i
Sveinsstaði, en fermdur, einn sér
barna, hjá sira Hallgrimi Thorlaciusi i
Viðimýrarkirkju seint á slætti þetta
sumar. Ekki er grunlaust, aö sira
Hallgrimi þætti drengurinn kunna skil
á barnalærdóminum. Foreldrar hans
voru nú að hefja búskap að nýju á jörð
sinni, og átti hann þar heima upp frá
þvi, til þess er hann fluttist á nýbýlið
Stekkjarholt, sem hann hafði reist i
Sveinsstaöalandi með konu sinni Bertu
Karlsdóttur, fyrir 13 árum. Alla tið
14
Blómsturvöllum,
Súðavík
Fjárhirðir góður og greindarmaöur.
Afmælisósk.
unni hann stöðvum bernsku sinnar og
föðurkyns úti I Seyluhreppi, þó að eigi
fölskvaðist átthagatryggð hans við
Tungusveit við það eða stoltið yfir hlý-
leik og búsæld Skagafjarðardala.
Sigurður naut þvi miöur ekki lang-
skólanáms, en lærdómsframi hans
heföi án efa orðið mikill svo frábært
sem næmi hans var og skilningur.
Þess i stað gekk hann að ýmiss konar
vinnu og hneigðist áhuginn brátt að
vélum, þótt ótrúlegt megi virðast.
Stundaðihann akstur þegarum 1930 og
vélstjórn með flotgröfuna á Staðar-
mýrum. Til þess tima má rekja veik-
indi hans, sem háöu honum i áratugi.
Þá var hann og við smiðar, enda
prýðilega lagtækur og vandvirkur, en
bóndi á Sveinsstöðum 1945-1950 og
aftur siðar og svo nokkur ár i
Stekkjarholti af áhuga og vilja, en
háður vaxandi heilsuleysi, studdur
ósegjandi dugnaði og myndarskap
eiginkonunnar og dætra hennar af
fyrra hjónabandi, er ólust upp með
þeim.
Fyrif fáeinum árum létu þau hjón
jarðnæðið af höndum við dóttur Bertu
og tengdason, en heimili áttu þau
áfram i Stekkjarholti. Stundaði Berta
lengst af vinnu i Skjaldarvik við Eyja-
fjörð með Guðlaugu Egilsdóttur mág-
konu sinni, er þar var árum sa/nan
ráðskona, en Sigurður lagði gjörva
hönd á margt þau misseri eftir þvi
sem kraftar ieyfðu. A sumur var hann
safnvörður i Glaumbæ, eins og þegar
eraö vikið, og var þar réttur maöur á
réttum stað. Lagði hann alúð við þetta
eftirlætisstarf sitt og hlaut mikiö lof
Hljóttu yndi, hæsta gengi,
hræðstu ei vindana.
Eltu kindur ennþá lengi
upp á tindana!
safngesta. útvarpsmenn fóru með
honum um bæinn þjóðhátiðarsumarið
og vakti frásögn hans óskipta athygli,
fróðskapur og fagurt málfar. Þá skal
pess einnig getið, að Sigurður var rit-
færi bezta lagi, sem raunar er ekki að
undra um svo viðlesinn bóka- og
menntavin. Skrifaði hann minningar-
greinar um gengna samtiðarmenn og
sveitunga i blöð og bar fram snjallar
ræður i afmælisveizlum og á héraðs-
fundum Skagafjarðarprófastsdæmis,
en siðustu árin var hann safnaðar-
fulltrúi Goðdalasóknar og meðhjálpari
kirkju sinnar. Þar var gott með honum
að vera sem ávallt endranær, þessum
lifsglaða, bjartsýna manni, sem langæ
veikindiog vistirá sjúkrahúsum höfðu
hvergi bugaö.
Birtan i sál Sigurðar Egilssonar kom
að ofan, andinn, sem þeir Grimur
Thomsen höfðu báðir fundið og skilið,
þó a ð eðli hans verði eigi skýrt á lifsins
vegi, hversu djúpt, sem vér leitum við
sjálfar uppspretturnar. En lifsvegur-
inn heldur áfram eftir lausnir dauð-
ans, hins milda þjóns eilifs veruleika
æðri birtu og aukins þroska. Þar er
hann nú kominn með ljóð reynslu
sinnar og hugsjóna til fundar við Guð,
— þar sem aðrar lindir aftur spretta
upp til svölunar i geislum hins guð-
dómlega vilja, sem ljóma um sál hins
framliðna manns á vegi eilifrar veru
og birtan á allt riki við sitt eigið upp-
haf.
1 fyrra umhverfi eru vinir, sem
sakna. Það er svo hljótt eftir þennan
mann, þvi að sérkennin tóku yfir.
Agúst Sigurðsson á MælifelL
íslendingaþættir
Auðunn Bragi Sveinsson.