Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Qupperneq 15

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Qupperneq 15
95 ára Andrea Jónsdóttir frá Litla-Fjarðarhorni 20. september siöastliöinn varö móöursystir min Andrea Jónsdóttir frá Litla-Fjaröarhorni i Strandasýslu 95 ára. Mig langar til aö senda henni stutta afmæliskveöju og um leiö minnast smáatvika, sem koma i hug minn frá liönum dögum á hennar löngu ævi. Ég man hana fyrst unga og nýgifta konu, hún var há og grönn, fallega vaxin lagleg kona meö kastaniubrúnt hár, sem fór vel viö islenzka búninginn hennar. Hún var fædd aö Hliö i Kollafiröi og var yngst systkina sinna. Foreldrar hennar voru Guörún Jónsdóttir, ættuö úr HUnavatnssýslu og Jón Andrésson Jónssonar Hjálmarssonar prests i Tröllatungu. Tveggja ára gömul misstihún fööur sinn og var þá heimil- iö leyst upp og börnunum tvistraö I ýmsar áttir. Ung komst hún I fóstur til séra Arnórs Arnasonar og fyrri konu hans Stefaniu Stefánsdóttir aö Felli i Kollafiröi, og svo siöari konu hans Ragnheiöar Eggertsdóttur. Þar ólst hún upp viö gott atlæti. Um tvitugt giftist hún Franklin Þóröarsyni frá Stóra-Fjaröarhorni og ári siöar hófu þau búskap i Þrúöardal i sömu sveit, bjuggu þar i eitt ár. Þaöan fluttu þau svo aö Litla-Fjaröarhorni og bjuggu þar allan sinn búskap, þar til Franklin lézt áriö 1940. Þau eignuöust 13 börn, sem öll eru á lifi, vel gefiö og gott fólk, sem vel hefur komizt áfram i lifinu. Eins og nærri má geta hefur gangan oft veriö erfiö, og ekki alltaf veriö mikiö fyrir framan hendurnar á ungu konunni, en hún var kjarkmikil og tök lifinu meö sinni léttu lund og slárró. Þetta blessaöist allt vel, hún vissi aö alltvar öruggt i drottins hendi, hún treysti honum, og nú á þessum merku timamótum ævinnar getur þú frænka min litiö meö gleöi yfir farinn veg og yljaö þér viö minningarnar. Oftmanéghvaögottvaraökoma til þin i búriö þitt, þú áttir þar alltaf eitt- hvaö gott til aö seöja svangan maga, og hjá þér fékk ég i fyrsta sinn að boröa bláber og rjóma og þaö er þaö bezta sælgæti, sem ég hef bragöaö á minni ævi aö öllu ööru góðgæti ólöst- uöu. Þaö var allt svo gott úr höndunum íslendingaþættir á þér, þú miölaðir af gleöi þótt fátæk værir. Þar var ekki vol eöa vil. Ég hitti þig aldrei nema glaöa og káta með spaugsyröi á vörum, og i kringum þig og stóra barnahópinn þinn rfkti ávallt gleöi og hlátur. Eftir aö Andrea missti mann sinn hefur hún búið hjá börnum sinum, lengst hjá Guöborgu, yngstu dóttur sinni á Siglufirði, hjá henni leið henni eins velog bezt varöá kosiö. Nú dvelur hún á elliheimilinu á Siglufiröi og ber ellina vel. Ég kom til Siglufjarðar fyrir nokkr- um árum og hitti þá frænku mina hjá Guðborgu. Hún var að vanda vel ern og hress I anda, mjög vel minnug á allt sem á dagana haföi drifiö. Var gaman að minnast margs frá liönum árum. Þau hjón áttu tvo góða reiöhesta og komu oft riðandi i heimsókn til pabba og mömmu. Þaö var gaman að sjá til- þrifin þegar Skjóna brá sér á skeiðið eftir grundunum heima meö Andreu á bakinu, hún sat hestinn vel og var fal- leg f söðlinum sinum. Já, svona mætti lengi telja, þvi af miklu er aö taka, en ég læt hér staöar numiö. Ég óska þér svo hjartanlega til ham- ingju meö afmæliö og biö guö aö gefa þér bjart og fagurt ævikvöld. Ég enda svo þessar linur meö visu eftir Steingrim Thorsteinsson: Elli þú ert ekkí þung, i anda guöi kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Ragnheiöur Jónsdóttir frá Broddanesi. © Tryggvi Hjálmarsson Þrátt fyrir náin kynni af Tryggva Hjálmarssyni þá hef ég þó ekki komiö auga á nema einn umtalsveröan galla, verður sú gallafæö aö teljast meö ólik- indum. En galli Tryggva er sá, aö hann skuli totta þennan árans pipu- stert sinn, — en árans er ljótasta oröiö, sem hann notar, á hverju sem gengur. Ekki er þaö samt ætlun mfn aö fara fram á þaö viö Tryggva vin minn aö hann hætti að totta þennan pipustert, nei, þaö sé fjarri mér, enda heföi hann þá lftið aö gera meö öll þessi flottu tæki, sem tilheyra faginu, svo sem pípustativ og reykingaborö, sem hann nú hefur meötekiö sem afmælisgjafir. Svo óska ég Tryggva Hjálmarssyni innilega til hamingju meö afmælis- daginn, og biö honum allrar farsældar á óliðnum árum. Og ég vona aö hann afsaki þetta ávarp mitt — illa framsett og fátæklegt. Biö ég nú alla viðstadda aö rlsa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir af- mælisbarninu. Valdimar Kristjánsson, Sigiuvik. Leiðrétting 134. tölublaði lslendingaþátta birtist grein um Þórð Gislason sextugan. I greininni var Þóröur sagöur Staöar- sveitungur, en á aö sjálfsögöu aö vera Staösveitingur. Eru viökomandi beön- ir velviröingar á þessum mistökum. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.