Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Page 4
ekki alltaf hægt um gleðinnar dyr fremur en félagar hans sumir, hann var áhrifa- gjarn og stundum jafnvel nokkuð reikull i ráði. Þó var hann þvilikrar gerðar, að ómögulegt var annað en láta sér þykja vænt um hann og það var ævinlega upp- lffgandi að hitta hann og fá hann í heim- sókn. Hann var lundgæðamaöur sem kom öllum i gott skap meö sinni llflegu fram- komu og glaöværð. „Glaður og reifur/ skyldi gumna hver /unz sinn blöur bana”. bessi fornu orð eiga vel viö um Friðrik Hansen, hann var glaður og reifur unz hann hóf slna hinztu göngu. Frásagnargáfa var honum gefin i svo rfkum mæli að fátitt er og byrjaði strax I barndómi að bera á þeim eiginleikum hans. Þegar hann sagöi frá atburöum ýmiss konar var oft sem hann læsisögu áöur vel undirbúna og var skemmtilegt á aö hlýða. Gat hann þá stundum tekið nokkuð riflega til oröa þvi hann hafði gott skopskyn. Minnisstætt er lika mörgum hve fundvis hann var á orö og setningar, sem hæfðu þvi umræöuefni er var á dagskrá hverju sinni þegar hann ræddi við fólk og hve möguleiki hans á að túlka hugmyndir sem aðrir áttu I erfiöleikum meö var mikill einkum þó ef eitthvað var rætt um ráðgát- ur tilverunnar. Hann virtist eiga humoriskt vit hins verðandi heimsspek- ings — hann var skemmtilegur persónu- leiki. Rithöfundur hefði hann eflaust getað orðiö ágætur ef honum heföi enzt aldur til að sinna því hugðarefni sinu enda i ættum hans bæði fyrr og nú til afburðamenn á þeim vettvangi. Hann var búinn að skrifa talsvertiskáldsöguformi og sá ég sumt af þvi hjá honum, þó flíkaöi hann þvi ekki mikiö. Fannst mér margt forvitnilegt þar að finna og betra miklu en sumt af þvi, sem út er gefið núna og sagöur er skáld- skapur. Kom þar og viða vel fram á köfl- um hans rúma hugarflug. Þegar ungir menn deyja vetður okkur oft fátt til huggunar, við eigum erfitt með að átta okkur á rökum tilverunnar og þeirri forsjón er skóp okkur örlög. En aldri er vo svart yfir sogarranni aö eigi fái birt fyrir eilifa trú. Ég votta aöstandendum Friöriks heitins innilegustu samúö mina. Sigurjón Runólfsson, Dýrfinnustöðum, Skagafiröi. Sólin á lofti lækkar, laufin til jaröar falla. Haustið í heljargreipum hefur þá grósku alla. Gróskan á glöðu vori gælir við árdagsþrána. Ljóselska laufið væna lyftir sér upp á tána. 4 Júlíus Ingimarsson Bifreiðastjóri frá Akureyri Július Ingimarsson fæddist að Litla-Hóli í Hrafnagilshrqjpi I Eyjafirði 10. janúar 1903. Hann lézt i Landsspftalan- um I Reykjavik 30. april 1978. Otför hans var gerð frá Fossvogskapellu mánu- daginn 8. mai. Foreldrar Júliusar voru hjónin Sigur- björg Jónsdóttir og Ingimar Hallgrims- son, bóndi á Litla-Hóli. Ingimar var einn af stofnendum Kaupfélags Eyfiröinga. Hánn var einn stofnenda á lffi þegar minnzt var fimmtfu ára afmælis kaup- félagsins. Þau hjónin áttu þrjár dætur sem allar eru á lifi. Þær eru: Sigrún, búsett i Reykjavlk, gift Hans Jörgenssyni, skólastjóra. Birna, búsett á Akureyri, var gift norskum manni, Jóhannesi Væhle, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Helga, búsett á Akureyri, var gift Svafari Helgasyni, verksmiðjustjóra Smjörlikisgeröar KEA. Svafar lézt fyrir skömmu. Ingimar var tvikvæntur. Hann eignað- ist dóttur meö fyrri konu sinni. Eiginkon- an lézt fyrir aldur fram. Þessi hálfsystir Júliusar heitir Hrefna. Hún er á tiræðis- aldri og dvelur á Elliheimilinu Grund. Júlíus var i föðurgarði framundir tvi- tugsaldur. Ariö 1922 innritaðist hann I Bændaskólann á Hvanneyri og braut- skráðist þaöan vorið 1924. Aö námi loknu snerihann afturheim að Litla-Hóli til for- eldra sinna og starfaði við búreksturinn um nokkurra ára skeið. ' Frostnóttin fyrst á sumri fellir ung tré I valinn. Veldur þá tregatárum tóm eftir viðinn kalinn. Horfinn er ævierill, örlaganóttin gengin. Hjartað, sem brast i brjósti bróðurins skildi enginn. Veröldin velgir sfnum vinum, er striöið heyja. Guðirnir elska alla unga, sem falla og deyja. Oft mun að efsta hjalla erfiði göngumáðum. Gefi þér guð á hæðum gæfu á nýjum slóðum. Emma Hansen. Um þessar mundir var bila- og vélaöld að ganga i garö á Islandi. Eins og titt er með unga menn hreifst Július af þessari nýju tækni. Arið 1928 festir hann kaup á vörubil og tekur aö sér mjólkurflutninga fyrir bændur i Hrafnagilshreppi. Mjólkina flutti hann til Akureyrar. Július starfaði að þessum flutningum á annan áratug- Meðan á mjólkurflutningunum stóö haföi Július keypt sér fólksbil og stundaði hann leigubllsakstur á Akureyri um árabil. Arið 1930 kvæntist Júllus Jórunni Guð- mundsdóttur frá Urriðakoti f Garða- hreppi. Þau hjónin eignuðust einn son, Ragnar, skólastjóra og borgarfulltrúa I Reykjavik. Ragnar er giftur Jónu Guð- mundsdóttur, ættaðri úr Ólafsfirði. Ragn- ar og Jóna eiga fimm börn. Þá tóku þau Július og Jórunn til sin fósturbarn, Hildi Jónsdóttur. Dvaldi Hild- ur hjá þeim frá sjö ára aldri þar til hún giftist. Eiginmaður hennar er Jón Stefánsson, aðalbókari hjá Kaupfelagi Eyfirðinga. Július og Jórunn slitu samvistum árið 1954. Sama ár flyzt hann búferlum til Keflavikur og ræðst til starfa á Kefla- vikurflugvelli og vann þar til æviloka. Fyrstu árin syðra, vann Július hjá verktökum viö ýmis störf. Snemma árs 1957 hóf hann störf við afgreiðslu milli' landaflugvéia, fyrst hjá flugmálastjórn og siðar hjá Loftleiðum hf. Þessum störfy um gegndi hann óslitiö þar til hann náöi eftirlaunaaldri, en þá varð hann að hætta islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.