Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Page 16

Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Page 16
p f f 1 11 NG Jón Kr. Guðmundsson skósmiður á Akranesi F. 8. des. 1892 D. 16. mal 1978 „Bognar aldrei — brotnar I bylnum stóra seinast”. I. Mér koma I hug framangreindar ljóö- llnur Stefáns G. um greniskóginn, þegar minnst skal ævi JónsKr. Guömundssonar skósmiðs á Akranesi, sem varö bráö- kvaddur viö heimili sitt 16. maí s.l. 85 ára aö aldri. Þar hné aö velli grein af sterkum stofni. Hann haföi veriö hraustur um dag- ana og boðið Elli kerlingu byrginn ótrii- lega vel, þrátt fyrir svo mörg ár aö baki. En því lögmáli veröur hver aö liíta, aö eitt sinnskal hver deyja. Með Jóni Kr. Guö- mundssyni er genginn mikill kjarnamaö- ur og sérstæður persórfuleiki, sem veröur samferöamönnum slnum lengi minnis- stæöur. Hann var jarösettur aö Stóra-Vatns- horni í Haukadal 26. mai — á einum feg- ursta degi vorsins — aö viöstöddu fjöl- menni. Kveöjuathöfn fór fram I Akranes- kirkju þann 23. maí, sem einnig var fjöl- sótt. Fékk hann veröug og sönn eftirmæli hjá sr. Birni Jónssyni á Akranesi viö at- hafnir þessar . II. Jón Kristbjörn Guðmundsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur 8. des. 1892 aö Hornsstööum i Laxárdal i Dala- sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guö- mundur Jónsson frá Hornsstöðum og Þor- geröur Jónsdóttir frá Lækjarskógi, Jóns- sonar. Stóöu ættir þeirra beggja I Dölum vestur. Auk Jóns voru börn þeirra hjóna: Ólafur, er bjó um tima á Giljalandi i Haukadal, en var slðar búsettur á Akra- nesi og stundaði dýralækningar um sunnanveröan Borgarfjörö, og Steinunn húsfreyja og ljósmóöir aö Þorgeirsstaöa- hiiö i Miödölum. Sonur Guömundar áöur en hann kvæntist, var Sigurður, sem lengi átti heima aö Gilsbakka I Miðdölum. Jón lést siðastur sinna systkina. AfiJóns —Jón Ólafsson bóndi á Horns- stööum 1868-’88 — stundaöi lækningar viö góöa aösókn og þótti heppnast vel. Hann flutti til Vesturheims 1888 og var ástæöan m.a. talin sú, aö nokkuö var farið aö am- ast viö lækningum hans og tók hann það óstinnt upp. Hann átti 13 börn og fóru fjög- ur meö honum vestur — þrir synir og ein dóttir. Ýmsir afkomendur þeirra eru kunnir menn þar vestra, eins og Stefán Stefánsson formaöur Þjóöræknisfélags Islendinga i Kanada. Guöný móöir hans og Jón voru bræðrabörn. HUn er enn á lffi. Þau ræktu frændsemi sina vel, skiptust á bréfum, auk þess sem hUn heimsótti Jón og ennfremur nokkur börn hennar. III. Þegar Jónerl5áraaö aldri, fer hann til Jóns föðurbróöur sins sem var skósmiður I Bolungarvik. Hjá honum lýkur hann sveinsprófi i skósmlöi. Veturinn 1912-’13 dvelst hann viö nám i Grindavik hjá sr. Brynjólfi Magnússyni. Hafði hann hug a þvi aö komast i verslunamám, en fjár- hagurinn leyföi ekki shkt. Skólaganga þessi — þótt stutt væri — kom honum samt aö góöum notum. Jón gerðist bóndi aö Giljalandi f Haukadal 1917 og býr þar til 1921. A næsta ári flytur hann til Akra- ness og ræöst sem skósmiöur til Jóns I Ás- byrgi, sem rak á þeim árum verslun og skósmiðavinnustofu á Akranesi. Ariö 1926 stofnar Jón eigin vinnustofu, sem hann rak til dauöadags. Jón kvæntist hinni ágætustu konu — Björgu Jónasdóttur — frá Stóra-Vatns- horni i Haukadal þann 5. jUli 1940. Hefur hjónaband þeirra einkennst af ástriki og gagnkvæmu trausti, frá þvi fyrsta og til hinsta dags. Þau hafa verið hvort ööru góðir lifsförunautar. IV. Jón Kr. Guðmundsson var ágætur félagsmálamaður— virkur og áhugasam- ur — þar sem hann kom viö sögu. Hann var heill og óskiptur I störfum sinum- Baröist jafnan af eldmóöi fyrir þeim mál- um, sem hann haföi áhuga fyrir og taidi horfa til heilla. Þar sýndi hann oft stórhug og fórnfýsi, umfram marga aðra. Hann var lengi gjaldkeri Iönaöar- mannafélags Akraness og einnig um tima gjaldkeri Stangaveiöifélags Akraness og heiöursfélagi þess mörg undanfarin ár. Vann hann mikiö og óeigingjarnt starf fyrir féiagiö á frumbýlisárum þess. Jön var laxveiðimaður af lifi og sál allt frá æskudögum, enda uppalinn I héraöi, þar sem „laxar leika i hyljum, létt með sporðaköst”. Hann var eindreginn tals- maöur fiskiræktar i ám og vötnum. Með- an ádráttur og netalagnir voru helstu veiðiaðferöirnar, lét hann sér nægja stöngina sina og haföi ekki yndi af öörum veiöum. Hann var skemmtilegur og um- hyggjusamur veiðifélagi. Kunni góð skil á lifinu I ánum og leyndardómum þess- Gliman við þann „stóra” voru honum unaðsstundir. Lengstog bestmunégminnast Jóns Kr- Guömundssonar fyrir hinn mikla pöli' tiska áhuga og þrotlaust starf og fórnfýsi á þeim vettvangi. Hann var einnig allra manna best aö sér I stjórnmálasögu þjóö- arinnar frá byrjun aldarinnar, svo vel hafði hann jafnan fylgst meö mönnum og málefnum. Hann haföi óvenjulega gott minni, svo hann gat rakið málfærslu á fundum, sem hann sótti fyrir áratugum, eins og hann heföi verið þar áheyrandi Framhald á bls. 15- 16.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.