Íslendingaþættir Tímans - 19.04.1980, Side 2
fyrstu árin eftir striöiö. Veröfalli fylgdi
erfitt viöskiptaárferöi. Þegar Guöjón
haföi keypt Hest og rýmkaöist um jarö-
næöiö var skammt aö biöa kreppunnar
miklu. Þessu öllu saman hlutu aö fylgja
margs konar vonbrigöi. En Guöjón Guö-
jónsson var jafnan hress og léttur í máli
þó aö syrti i álinn.
Enn er þess ógetiö sem verulegu máli
skiptir i sögu þessara hjóna, aö tvö börn
þeirra sem lifa fæddust heyrnarlaus og
heyröu þvi ekki fyrir sér máliö svo aö þau
mættu læra þaö eins og önnur börn. Samt
rættist eftir atvikum vel ár málum þeirra.
Þau Guöjón brugöu búi á Hesti 1956.
Hagur þeirra haföi vænkast viö batnaöar-
búskaparárferöi og aukna tækni, enda
börnin uppkomin. En leiöir þeirra lágu
annaö og aldurinn segir til sln. Þau Guö-
jón höföu litla dvöl á Flateyri en fluttu sfö-
an til Reykjavikur. Enda þótt þau ættu aö
baki 30 ára búskap og heföu komiö upp sjö
börnum var enn eftir drjúgur tími af
starfsævi þeirra. Guöjón vann fyrst i tré-
smiöju en siöan varö hann starfsmaöur
borgarinnar.
Systkinin frá Hesti eru þessi: Þorvarö-
ur framkvæmdastjóri i Reykjavik, Her-
vör húsmóöir i Hafnarfiröi, Marla verka-
kona i Reykjavik, Helga húsmóöir i Hafn-
arfiröi, Svava húsmóöir I Reykjavlk, Haf-
steinn klæöskeri i Reykjavik og Svein-
björn bifvélavirki I Kópavogi.
Á slöustu árunum og einkum eftir aö
Guöjón var kominn út af vinnumarkaöi
kom glöggt i ljós hve römm er sú taug er
rekka dregur fööurtúna til. Þá var honum
ljúfast aö dvelja á Hesti og búa þar i hag-
inn fyrir framtiöina. Margs var aö minn-
ast. Systkini hans öll höföu lengur eöa
skemur veriö nágrannar hans þar á full-
oröinsaldri, auk alira minninga bernsku
og æsku. Verulegur hluti af starfsævi
þeirra var helgaöur firöinum heima. Sllkt
bindur og þau bönd sjást gjaman best
þegar dagleg umsvif hætta aö halda huga
föstum viö Höandi stund hverju sinni.
Sumum kann aö viröast aö Sveinfriöur
á Hesti hafi veriö ein þeirra kvenna sem
ekki fengu notiö sin svo sem efni stóöu til.
Hún haföi til aö bera handlagni og snyrti-
mennsku móöurfrænda sinna og ágætar
námsgáfur og hneigö til lestrar og bóka.
Þaö er trúa min aö allt hafi þetta komiö aö
góöum notum I lifstarfi hennar og átt sinn
þátt i þvi aö risiö varö undir erfiöu hlut-
skipti meö sæmd. Viö rýmri efnahag,
fleiri tómstundir og frjálsara lif heföi aö
vissu leyti mátt leggja meiri rækt viö
þessar góöu gáfur og auglýsa þær betur út
á viö. Þar meö er þó engan veginn sagt, aö
konan heföi I raun notiö sln betur. Eins og
á stóö held ég aö Sveinfriöur á Hesti hafi
notiö sin vel og unniö sina sigra þar sem
mest var I húfi og ekki öllum hent aö
standa.
— H.Kr.
Knut Otterstedt
rafveitustjóri
Fæddur 11. des, 1891.
Dáinn 1. aprO 1980.
9. aprfl s.l. var til moldar borinn Knut
Otterstedtrafveitustjóri, sem léstá Fjórö-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. aprll,
eftir alllanga legu á 89. aldursári. Meö
honum er horfinn einn elsti starfsmaöur
bæjarins, og um leiö sá maöur, sem var
einnaf frumherjunum i rafvæöingu hans
þar eö hann haföi stjórn þeirra mála á
hendi um 40 ára skeiö.
Þegar vér litum á þessi atriði sjáum vér
best, hversu Islensk rafvæöing og sú iön-
þróun er henni fylgdi, er ung. Knut
Otterstedt kemur hingaö þritugur aö
aldri, gerist fyrsti rafveitustjórinn, og
hefir þannig lifaö alla þróunarsögu þessa
mikla fyrirtækis, sem undir hans stjórn
þróaðist frá smáorkuveri viö Glerá upp I
hina mikluLaxárvirkjun, sem var nýreist
eitt af stærstu orkuverum landsins. Með
starfi slnu um áratugi varö Knut Otter-
stedt þannig einn frumherjanna I rafvæö-
ingarsögu landsins, og þar lagöi hann
fram krafta sina og kunnáttu meöan
starfsdagur entist, en um leiö varö hann
einn þeirra manna, er sköpuöu sögu
Akureyrar um áratugi á fyrri hluta
þessarar aldar og fram yfir hana miöja,
einmitt á þeim árum, sem vöxtur bæjar-
ins var brastur, og hann óx úr viðjum
gelgjuskeiösins yfir I fullmótaöan bæ.
Fátt er þaö, sem átt hefir meiri þátt i
þeim vexti en rafvæöing bæjarins,en þau
mál voru I hinum traustu höndum Knut
Otterstedts.
Knut Otterstedt fæddist 11. desember
1891 i Dalsland i Sviþjóö, þar sem faöir
hans var kornmyllueigandi. Var hann
fjóröi Irööinnii lOsystkina hóp, en af hon-
um lifa nú þrjár systur.
Otterstedt lauk raffræðingsprófi frá
Chalmers tekniska Institut i Gautaborg
1919. Næstu árin starfaði hann við ýmis
rafveitustörf einkum i Helsingborg og
veitti þá um skeið forstöðu Helsingborg-
ardeild fyrirtækisins J.L. Eriksen. Til
Akureyrar fluttist hann 1922, og þar varö
siöan starfsvettvangur hans og saga.
Rafveita Akureyrar varö til á árunum
1921-1922, meö þvi aö virkja Glerá sunnan
viö Bandageröi, sem enn má sjá merki til.
Ekki var þá islenzkri verktækni lengra
komiö en fá varö sænskt fyrirtæki til aö
byggja virkjunina, sem ekki mundi þykja
nú stórt mannvirki, enda var orka hennar
einungis 330 hestöfl, en var samt næst
stærsta virkjun i' landinu á þeim tima.
Fyrir atbeina umsjónarmanns verksins,
er Sandell hét var Otterstedt ráöinn til
aö sjá um lagningu bæöi háspennu- og
lágspennulina, en linubygging mun hafa
veriö sérgrein hans. Þegar rafveitan siö-
antók tilstarfa haustiö I922varhann ráö-
inn rafveitustjóri. Þaö mætti ef til vill
þykja undarleg ráöstöfun, aö ráöa út-
lendan mann til sliks trúnaöarstarfs, en
þar kom til, aö naumast var um nokkurn
tslendingaöræöa á lausum kili, sem heföi
kunnáttuog færni tilaö takast þann vanda
áhendur, og þann stutta tlma, sem Otter-
stedt haföi starfað hér haföi hann skapað
sér traust og vináttu þeirra, sem honum
kynntust, og sýnt aö honum var lagiö aö
setja sig inn i' islenska staöhætti og viö-
horf. Og Otterstedt brást ekki trausti þvl,
er honum var sýnt Hann var fram-
kvæmdarstjóri Rafveitu Akureyrar I rúm
40 ár eöa til ársloka 1962, og frá þvi
Laxárvirkjun var gerö var hann einnig
framkvæmdastjóri h<*nnar til ársloka
1965. Hann var þamíig i fararbroddi um
rafmagnsmál Akureyrar og nærsveita I
meiraen fjóra tugiára. Undirhans stjórn
óx fyrirtækið úr litlu Glerárvirkjuninni
meö sin 330 hestöfl i Laxárvirkjun II er
gaf 11500 hestafla orku. Þessar tölur gefa
nokkra hugmynd um hversu umsvif og
ábyrgö rafveitustjórans uxu frá ári til
árs, en þó kemur þaö ef til vill enn betur
fram, er vér athugum. aö á sama tima
meira en fjórfaldaöist fjöldi bæjarbúa, og
notkun rafmagns varö sifellt viötækari
eöa frá þvi aö vera nær eingöngu til ljósa,
iþaöaö veröa meginorkan til hverskonar
iðnaöar, sem óx upp á Akureyri i' rikari
2
Islendingaþættir