Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Side 1
9SLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 10. mai 16. tbl. 1980 TIMANS Hjónin Margrét Þórarinsdóttir og Einar Einarsson Ormsstöðum i Fellum N-Múlasýslu Kynning manna á æsku og unglingsár- um, veröa lengst minnisstæö i huga aldr- aös manns. Fölskvalaus og björt er hún jafnan. Stutt bæjarleiö er á milli bæjanna Refs- mýrar og Ormarsstaöa og var þaö ein fyrsta bæjarleiöin er viö systkinin f Refs- mýri tróöum. Gott var þar á milli granna, hvort sem um var aö ræöa eldri kynslóö- ina eöa þá sem enn voru á bernskuskeiöi ogminnist ég jafnan þeirra Ormarsstaöa- systkina meö hlýhug er hugurinn reikar aftur til bernskuáranna. Magga á Ormarsstööum var yngst þeirra systkina og varö hún snemma leiksystir og góöur félagi okkar krakkanna i Refsmýri. Margt var til erinda bæjar á milli I þá daga ogsnemma var farið aö senda okkur krakkana á milli bæjanna ef koma þurfti skilaboöum milli fulloröna fólksins. Ósjaldan kom þaö lika fyrir aö leita þyrfti aö kúm og hestum og eins og gefur aö skilja vorum viö krakkarnir sjálfkjörnir i slika leiöangra. Þá má heldur ekki gleyma sifelldu rápi meö bæjarrekstra eftir aöra göngu á haustin, stundum fram undir jól ef veörátta var góö. Má af þessu sjá aö samband okkar viö yngri kynslóö- ina á Ormarsstööum var talsvert mikið og ótalin sporin sem viö áttum ipilli bæj- anna. Marga stund á góövirðisdögum lékum viö Magga okkur saman á klettun- um fyrir utan Ormarsstaöi, en þar átti hún haglega geröa kindakofa enda snill- ingur i höndunum. Hornin hennar voru itka mörg enda heimiliö stórt og bræöur hennar mikli eldri, upp úr þvi vaxnir aö stunda slikan búskap og búiö aö fá þeim önnur störf i hendur. Þama 'á klettunum var þvi ekki rekinn neinn kotbúskapur og eins og á öllum stórbúum er mörgu aö sinna enda vissum viö oft á tiöum áreiö- anlega ekki hvernig timinn leiö. A Ormarsstöðum var oft gripiö til spila. Fjölskyldan öll var mjög unnandi þeim leik, ekki hvaö sist húsfreyjan Guö- rúnog bæri gest aö garöi á Ormarsstööum yfir vetratimann var aldrei svo mikiö annriki aö Guörún húsfreyja tæki ekki slag viö gestina. Krakkarnir uröu lika snemma fullgildir spilamenn og haföi Magga alla tiö gaman af aö taka slag hvort heldur var viö gesti sem aö garöi bar eöa nú 1 seinni tiö barnabörnin sem sóttust eftir aö fá aö spila viö ömmu sína. Margrét var fædd á Ormarsstööum 17. október 1905, foreldrar hennar voru hjón- in Guðrún Árnadóttir frá Olafsstööum i Framhald á bls. 2

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.