Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Side 10

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Side 10
Þorgeir Porsteinsson F. I. des. 1908 D. 5. febr. 1980 Við hið skyndilega Iráfall Þorgeirs föðurbróður mins sækja margar minning- ar á hugann. Ég er búin að þekkja Þorgeir siðan ég man fyrst eftir mér, og mér hefur þótt vænt um hann jafn lengi. Rg man fyrst eftir honum ungum heima hjá afa og ömmu, Þorsteini Sigurðssyni og Þórunni Eirlksdóttur á Hamri i Þverárhlið, en hann var yngstur fimm barna þeirra. Við áttum heima á Glitstöðum i Norðurárdal. Jarðirnar Glitstaðir og Hamar liggja saman og milli bæjanna er um klukku- tima ferð, gangandi eða riðandi yfir háls- inn. Þá voru ekki aðrar samgönguleiðir komnar til, en það var mikill samgangur milli þessara bæja. Fyrir kom, að ég fékk að fara suður að Hamri og dvelja þar nokkra daga. Það átti nú við mi g! 011 létu þau heilmikið með mig. afi og amma og bræðurnir Jón og Þorgeir og voru mér s vo einstaklega góö. Ég man hvað Þorgeir var lipur og hjálpsamur við ömmu, sem var þá orðin roskin. Timinn leið og Jón frændi kvæntist og tók viö búskapnum á Hamri Afiogamma á Hamri voru mikið hjá foreldrum minum á Glitstöðum siðustu a*viár sin og amma dó þar. Þá var Þorgeir nærstaddur. Hann var talsvert viöloðandi á Glitstööum á þeim árum og i miklu uppáhaldi hjá okk- ur, enda ávann hann sér vinsældir hvar sem hann fór. Hann var fremur hár vexti, ljós yfirlitum og laglegur, léttur I spori og glaðlegur og hafði til aö bera þetta ein- staklega notalega viðmót, sem kom fólki til að liða vel i návist hans. En svo syrti að. Þorgeir veiktist hastar- lega og átti lengi við þau veíkindi að striða náði sér raunar aldrei að fullu. Hann fluttist til Reykjavikur og leigði sér herbergi á Amlmannsstig 4. 17. nóvember I946brann það hus og tvö önnur til grunna. Þar missti Þorgeir frændi allt sitt, þar á meðal mikið al bokum, en hann kunni vel að meta góðar bækur og las mikiö. Hann var minnugur og fróður og haföi lifandi áhuga á þvi, sem var að ger- ast umhverfis hann og i þjóðlifinu. Eftir aö hann var oröinn nokkurn veg- inn vinnufær eftir veikindi sin fór hann að vinna við innheimtustörf hjá Reykja- vikurhöfn, þar sem Sigurður bróðir hans var hafnargjal ikeri < fiu t. i téll þe ■*> vinna vel enda sf.ipii umi Kki uiii si. rl upp frá þvi, en gegndi þ'. i uiis hann varð að láta af störfum f>rir aldurs sakir á 10 siðastliðnu hausti. Hann hafði þá enn starfsþrek og þótti miður að veröa að hætta að vinna. innheimtustörf eru að jafnaði ekki vinsæl en þessi vinna gaf Þorgeiri tækifæri til mikillar útivistar og hreyfingar sem átti vel við hann. Hann hitti margt fólk að máli og eignaðist mikið af góðum kunningjum i gegnum starfið. Til var að viðskiptavinir hafnarinnar til- kynntu, að ekki þýddi að senda neinn ann- an með reikninginn til sin en Þorgeir. Stærsta gæfuspor Þorgeirs I lifinu var að eignast hana Sigurbjörgu fyrir konu. Hún var þá ekkja með þrjú börn. Þau Þorgeir eignuðust ekki afkomendur en hann gekk börnum Sigurbjargar i föður- stað. Sigurbjörg er einstök mannkosta- manneskja sem varð honum alveg frábær lifsförunautur og stoð hans og stytta upp frá þvi, þegar þess þurfti með. Ragnar, sonur Sigurbjargar kvæntist og stofnaði eigið heimili. en dæturnar Guðrún og Kristin hafa alltaf att heima hjá Þorgeiri og Sigurbjörgu Allar þessar konur hjálpuðust að við að gera honum lifiö sem ánægjuiegast og hann mat það að verð- leikum. Samhentari fjölskyldu hef ég ekki kynnst. Fyrst bjuggu þau i leiguhúsnæði en fyrir allmörgum árum festu þau kaup á ibúö að Hörðalandi 14 i Fossvogi. Liklega hefur Þorgeir aldrei notið sin betur en eftir að þau fluttu i Hörðalandið og eign- uðust varanlegan samastað i ibúð sem þau voru ánægð meö. Það var honum mikils virði að hafa allt á traustum grunni. Þorgeir hélt alla tiðóvenjulega sterkum tengslum við æskustöðvarnar og frænd- fólkið i sveitinni. Hann var bæði trygg- lyndur. ættrækinn og vinfastur. Ég held hann hafi ævinlega haft fyrir reglu að fara upp i Rorgarfjörð i sumarfriinu sinu. Framan af árum kom hann einn, — siöar með Sigurbjörgu og dætrunum. Eftir að bill-kom á heiinilið var Kristin óþreytandi að aka þangaö sem Þorgeir langaði að fara og þa fjölgaði heimsóknunum, okkur ættingjunum til óblandinnar ánægju, en helst hefðum við viljað sjá þau miklu oft- ar Allt heimilisfólkið hlakkaði til ef frétt- íst, að von væri á Þorgeiri og Sigurbjörgu. Þessar heimsóknir voru á seinni árum mikil upplyfting og fagnaðarefni fyrir aldurhnigin systkini Þorgeirs, pabba og Þói'hildi i llrekku, enda ('flausl farnar ■ k . i h\. sisl i þ\ i sk.< in að gleðja þa i l'visvai lorum við elslu systurnar og eiginmenii okkar i nokkuð löng ferðaliig um landið með pabba. Þorgeiri og.Sigur- björgu. Þaö voru ákaflega ánægjuleg ferðalög og þeir bræðurnir nutu sin vel saman. Einnig kom fyrir að við hjónin færum með Þorgeiri og Sigurbjörgu i skemmri feröir. Þau voru alveg einstak- lega goðir og skemmtilegir ferðafélagar. Þorgeir hafði yndi af ferðalögum og tók vel eftir og mundi það sem fyrir augu og eyru bar. A siðustu árum ferðuðust þau hjónín meðal annars til Noregs og fleiri Norðurlanda og höfðu mikla ánægju af. Þorgeir fylgdist vel með ættingjum sin- um I Reykjavik og hafði mikið samband viö þá og þeirra fólk. Og þegar frændfólk og venslafólk hans úr Borgarfirðinum kom i bæinn, var þaö alveg sjálfsagður hlutur aö heimsækja Þorgeir og Sigur- björgu hvenær sem tækifæri gafst enda var til þess ætlast. Þetta fólk á mörg spor- in um stigana aö ibúð þeirra i Hörðaland- inu og alltaf var tekið á móti þvi með sömu elskulegu gestrisninni. Fallega heimilið þeirra bar þess vott, aö þar var hugsaö vel um hvern hlut og fjölskyldan var öll svo samtaka um aö láta gestunum liöa vel. Við fundum strax þegar við kom- um inn úr dyrunum, aö við vorum vel- komin og svo var dekrað við okkur á allan hátt á meðan við stóðum við. — Þaö var alltaf gaman að hitta Þorgeir að máli. Hann var hlýlegur og notalega kiminn, haföi sinar ákveðnu skoöanir á hlutunum og var fastur á meiningunni. Hann þurfti stundum margs að spyrja þvi að hann fylgdist ákaflega vel með þvi sem geröist hérna uppfrá og ekki var ótitt að hann gæti fremur miðlað okkur fréttum ofanað en við honum. Ég heimsótti Þorgeir frænda siöast 5. janúar siðastliöinn. Ég hitti á fjölskyldu- boð i Hörðalandinu. Þorgeir var glaður og reifur eins og venjulega. Ég var meðal annars að kalsa við þau hjónin að verða okkur samferða i ferðalag næsta sumar. En nú hefur hann lagt upp i aðra lengri ferð. Við vissum, að heilsa hans var orðin veil en vonuðumst til að geta fengiö að njóta hans lengi enn. Þaö er huggun, að honum var hlift við langvarandi veikindastriði. Slikt heföi orðið honum þungbært. Við andlát hans hefur einn þáttur i lifi okkar oröið fátæk- legri en áður. Við eigum ekki framar von á að hitta Þorgeir frænda. Vertu sadl, írandi minn og þakka þér lýrir allt og allt. Sigurbjörgu og fjölskyldu hennar fær- um við innilegar samúðaikveðjur. Þórunn Kirfksdóttir islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.