Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Blaðsíða 15
Guðrún Eyjólfsdóttir frá Hvammi í Landssveit Fædd 5. mal 1895. Dáin 5. april 1980. Sumt fólk er eins og heilar þjóöfélags- stofnanir. Allir vita af þvi, þaö er ávallt til reiöu og flestir tengja þaö veruleikanum eins og dagur kemur á eftir nótt. Þannig finnst mér þaö hafa veriö meö ömmusystur mina, Guörvinu Eyjólfs- dóttur eöa Gunnu frænku eins og ég heyröi hana jafnan nefnda, sem 17. april s.l. var kvödd hinstu kveöju. Ekki man ég eftir mér ööruvisi, en hUn væri einhversstaöar nálæg. Hvort sem stóö til einhver framkvæmd i fjölskyld- unni, prjóna átti peysu eöa jafnvel bara aö fara niöur i bæ, þá var komiö viö hjá Gunnu frænku á Skeggjagötunni og málin rædd. Alltaf voru allir guövelkomnir og alltaf var heitt á könnunni hennar Gunnu. Svo ekki sé minnst á alla molana, sem rötuöu uppi munna yngri borgaranna. Gunna frænka var fædd aö Hvammi á Landi 5. mai 1895. Dóttir hjónanna Guö- bjargar Jónsdóttur frá Skaröi á Landi og Eyjólfs Guömundssonar, hreppsnefndar- oddvita I Hvammi. Gunna ólst upp I foreldrahúsum I stór- um systkinahóp. Þau eru I aldursröö: Guöriöur húsfreyja á Selfossi, Guöjón, dó barn, Guömundur, dó barn, Agúst, bóndi og kennari I Hvammi, Öskar, verkamaöur I Reykjavik, Margrét, dó barn, Guörún húsfreyja i Reykjavik, Sæmundur, vinnumaöur I Hvammi, Einar, kaupmaöur I Reykjavik og Armann, kaupmaöur I Reykjavik. Einnig voru tveir uppeldisbræöur, Guöni Arnason verslunarstjóri I Reykja- vik og Sigurgeir Guöjónsson, byggingar- meistari I Reykjavik. Þá dvöldu lengi á uppvaxtarárum i Hvammi Elin G. Illugadöttir, húsfreyja á Syöri-Vatnahjáleigu I A-Landeyjum, Katrin Sæmundsdóttir, húsfreyja i Aust- vaösholti á Landi og Ragnheiöur Páls- dóttir húsfreyja I Breiödalsvík. Af þessum stóra hóp lifa nú óskar i hárri elli á Landakoti, Sigurgeir bygg- ingameistari I Reykjavik og Ragnheiöur húsfreyja i Breiödalsvik. Um þritugt fluttist Gunna aö heiman og ræöur sig I vist til systur sinnar og mágs I Tryggvaskála á Selfossi. Slöan fór hún til Reykjavlkur og gerist ráöskona hjá bróöur slnum Einari. Ariö 1934 gengur hún aö eiga Brynjólf Einarsson, bifreiöarstjóra hér I borg, frá Islendingaþættir Olvisholti I Hoitum. Skeggjagötu 8 meö bjuggu þar æ slöan. meö fádæmum Brynjólfur lézt áriö Aö Gunnu stóö Austanfjalls. Voru Reistu þau sér hús aö systrum Brynjólfs og Hjónaband þeirra var hamingjurlkt, en 1954, langt fyrir aldur. mikill frændgaröur ættir hennar mest I sýslunum, sem Þjórsá skilur. Má þar nefna Vlkingslækjar-og Presta- Högnaætt i Rangárþingi og Reykja- og Fjallsætt I Arnesþingi. Þarf ekki aö fjölyröa þaö, aö margt skyldmenniö átti leiö til Reykjavíkur. Stóö heimili Gunnu og Brynjólfs jafnan öllum opiö meö þeirri gestrisni og rausn sem þeim var áskapaö aö heiman. Nú viö lát yndislegrar frænku veit ég aö vlöa er skarö fyrir skildi og saknar margur öruggs hlés. Sérstaklega hef ég veriö beöinn aö geta þess, aö móöir mín og systur hennar þakka nú aö leiöarlokum sinni kæru móöursystur alla hjálpsemina, umhyggj- una og góömennskuna. Einnig langar þær aö þakka af hjarta nöfnu hennar Guörúnu Guömundsdóttur, sem leigöi hjá henni, allt sem húh geröi fyrir frænku þeirra I veikindum hennar. Snáöinn, sem stóö svo oft meö útrétta hönd á tröppunum á Skeggjagötunni og fór glaöur heim, biöur Gunnu frænku sinni blessunar guös og eilifan friö I faömi hans. Guölaugur Tryggvi Karlsson. Jón Kerúlf Guðmundsson millibili, á góöum aldri. Þung raun öldnum manni, sem öörum ástvinum. Jón og Hjálmfriöur bjuggu á Noröfiröi frá 1918 til 1938 aö þau fiytja til Reykja- vikur. Þá fór Jón I sumarvinnu á Siglu- fjörö, vann viö netabætingar hjá Kriörik Guöjónssyni. Síöar fór hann sem vertföar- maöur til Keflavlkur. Eitt og hálft ár var hann verkstjóri I frystihúsi Eggerts I Nautabúi 1 Njarövikum.. Eftir aö Jon var oröinn Reykvlkingur vann hann samfleytt i tæp 24 ár hjá Sambandi islenskra sam- vinnufélaga sem lagei maöur. Einnig var hann um árabil meöeigandi I stóru fugla og svfnabúi viö Hafnarfjörö Þar hygg ég aö hann hafi oft lagt sina högu hönd aö verki viö smlöar og lagfæringar aö loknum fullum vinnudegi. Þau Jón og Hjálmfrlöur bjuggu í húsi sinuaöMeöalholti 21 Reykjavik. Ariö 1960 dó Hjálmfriöur eftir langvarandi vanheilsu. Þá seldi Jón hús þeirra og flutti lildóttursinnarog tengdasonar. Þar var honum jafnan sýnd umhyggja og ástúö þeirra góöu hjóna og barna þeirra Ariö 1973 flutti gamli maöurinn á Hrafn- istu og þar dvelur hann nú. Mér hefur borist sú fregn frá félögum hans þar, aö allra manna duglegastur og leiknastur áe Jón I veiöarfæravinnunni.sem þessar öldnu kempur hafa sér til dægrastytt- ingar. Þaö leynist lengi kjarni 1 gómlum kögglum. Jón hefur löngum veriö orölagöur dugnaöarforkur, áhugamaöur og verklaginn viö smiöar o.fi. Þetta síöasta á r hefur Jón búiö viö laka heilsu og oröiö aö dvelja á sjúkrahúsum. Þaöer eftirtekt vekur er þesi þrautseigja og óbilandi kjarkur. Upp úr öllu sleni er staöiö, þótt oft hafi sóttin veriö þung. Þaö skal þurfa nokkuö til aö standa hetju sleginn upp Ur hverri raun. Jón er aö eölisfari tápmaöur. allur hinn liölegasti á aö lita, beinvaxinn, sivalur, fríöur sýnumog hinn spengilegasti maöur, sem læturelli kerlingu ekki bera sig ofurliöi á meöan stætt er og kannski lengur. 1 24 ár hetur okkar kunningsskapur aö dafna og vaxa, vegna þess aö þessi drenglundaöi maöur hefur sýnt mér og minni fjölskyldu einlægan vinarhug I gegnum árin. Hann hefur oft veriö okkar gestur, unniö sér vinarþelhjá yngri sem eldri. Þvl er kveöjan sem ég flyt hon- um nú á þessum timamótum frá okkur öllum á Eystra-Miöfelli, okkur hjónum og börnum okkar. Megi honum auönast fagurt og friösælt ævikvöld. Kærar þakkir fyrir góö kynni. Beztu hamingjuóskir á afmælisdaginn. Liföu heill gamli vinur. Valgaröur L. Jónsson. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.