Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Blaðsíða 16
85 ára Jón Kerúlf Guðmundsson Hann er fæddur að Glúmsstaðaseli í FljótsdalS-Múlasýslu þann 13. aprll 1895. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Frið- rikka Þórarinsdóttir ættuð úr Breðdal S- Múlasýslu og Guðmundur Guðmundsson, af Fljótsdalshéraði ættaður. bau hjónin voru um þessar mundir í vinnumensku að Melum. Kært var meö þeim hjónum og húsbændunum, iétu þau þvi drenginn heita nafni húsbóndans sem þakklætis- vott. Vindtta gamla fólksins varði stundum ævilangt og var vottuö á þann hátt að ekki gleymdist. Þegar Jón var misseris gamall flytja þau foreldrar hans meö drenginn sinn á Norðfjörð. Faðirhans byggirsérþar hús, sem þau nefna Mel. Hann var smiður bæði á járn og tré, 6 urðu börn þeirra hjóna Jón ólst upp há foreldrum sinum á Norð- firði. Hann byrjaði að vinna alla algenga vinnu 10 ára gamall. Það var metnaðarmál unglinga þess tima aö geta orðiö þeim eldri að liði vi.6 hin daglegu störf. Þannig komst hinn ungi maöurfljótt f snertingu viö lifsbaráttuna, sem var mörgum erfiö á þeim árum, hjá fátækri þjóð.sem treysta mátti fyrst og siðast á eigin mátt og þolgæði. Atvinnu tækin voru fábrotin, iikamsorkan var það afl sem afköstin byggðust á. Ekki var komin vél i fiskibátinn, billinn var ókominn, bakið og handbörumar voru flutningstækin. Ekki voru flökunar eða flatningarvélar, frystihús né annar nútimatæknibúnaður til i huga nokkurs manns, hvaö þá meira.Flatningshnífurinn og hausingarsveðjan voru áhöldin. Bóndinn baröist fyrir sinu lifibrauði með handverkfærin ein, orfið, hrifuna, reipin, reiöinginn á hestinn, rekuna, pálinn, ristuspaöann og torfljáinn o.fl. lfk tæki. Allt var þetta margra alda gömui fátækleg og fábrotin verktækni, og þó var séð fyrir öllu og margt sást listasmfðið hugur og hönd voru hugnæm og hög. Margur listagripur gamla timans, sem geymdur er, ber þessuöllugott vitni, um ókomna tið. Afmælisbarnið, sem þetta spjall er helgað, lærði ungur að hagræða þessum hlutum i hendi sér og varð vel hlutgengur. Oft er búiö að minnast i ræöu og riti á þau straumhvörf, framþróun og vakningu sem varö með þjóðinni á nýbyrjaðri öld. Islendingar komu úr ánauð erlendra manna. Islenskur ráðherra settist í valda- stól á Islandi 1904, hugsjónamaður og skáld, sem opinberaöi sinn stórhug f ógleymanlegumljóölinum. Tækniöld var I garö gengin, um það var ekki aö villast. Vélar komu i fiskibátana 1906, togara útgeröin hófst um lfkt leyti. Landssiminn kom i góðar þarfir, bilarnir fóru aö flytjast til landsins og akvegakerfi veröur smám saman aö veruleika, þannig mætti áfram telja. Alla tið.sem af þessari öld er liðin, hefur framþróunin verið að verki. Stundum hægfara, i' öldudal fátæktar og getuleysis, en á öðrum tímum i' stór- stigum stökkum, svo ævintýri er líkast. Fátæk, nægjusöm og lifseig þjóð rífur sig af stórhug og dugnaöi uppúr eymd og volæði, verður meira en vel bjargálna, telst til þeirrabetur stæöu og lifir viö ein þau bestu lifsskilyrði em þekkjast í heim inum , I dag. Ekki kom þetta allt fyrir ha&iarlaust upp i hendur okkar, þarna þurfti meira til, ótakmarkaöa þraut- seigju,dugnaö, stórhug og hyggindi fólks- ins, sem bar þann manndóm i' brjósti aðsækja fram til sigurs og bregðast af áræði viðhverjum vanda. Liggja aldrei á liði sinu, heldur efla herhvötina fyrir stórum sigrum tii loka dags. Einn þeirra heiðurs manna.sem Islendingar hafa átt i þessari fram- sóknarbaráttu og aldrei hefur látiö sinn hlut eftir liggja, varö 85 ára sunnudaginn 13. april. Ilann byrjaði að vinna 18 ára með þekktum aflakóngi á Norðfiröi. Jóni Benjaminssyni.og var meö honum sam- fellt i 11 vertiðir.lengi landformaöur. Hann stofnaöi útgerðarmannafélagið SCN á Norðfirði ásamt tveim öðrum, ölver Guömundssyni og Siguröi Hindriks- syni árið 1928 og gerði út bát sinn, Skúla fógeta, 8 tonna mótorbát til 1938, i 10 ár. Þetta var upphafiö að útgerðarfélagi sem nú er rekið með miklum blóma á Norö- firði. ölver var i forustuhlutverki þeirra þremenninga. 4. mai 1918 giftist Jón sinni elskuiegu konu, Hjálmfriöi Andreu Hjálmarsdóttur, móöir hennar hét Andrea en faðirinn Hjálmar. Þau voru búsett i Kuöungi í Vestmannaeyjum. Heimili sitt stofnuðu þau á Noröfirði. Þeim varð tveggja dætra auðið, Guðrúnar Friörikku, fædd 1921, gift Ingólfi Þórðarsyni kennara og skipstjóra, þeirra börn eru 3, og Hrefnu fædd 1927, dó 7 vikna gömul. Þau hjónin ólu upp systurdóttur Jóns, Guönýju Aðal- björgu Guðnadóttur. Hún kom 2 mánaöa f fóstrið, móðir hennar dó frá nýfæddum tvíburum. Þessi fósturdóttir giftist Arinbirni Kúld,þau eiga 3 börn. Þessar konur báðar, einkadóttir og uppeldis- góttir, dóu fyrir tæpu ári með fárra vikna Framhald á bls. 15 16 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.