Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Page 6

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Page 6
Hákon Guðmundsson fyrrverandi borgardómari 13. janúar s.l. var Hákon Guömundsson kvaddur hinstu kveöju i kirkjunni á Sel- fossi. Meö nonum er genginn þekktur og mikilsvirtur embættismaöur, mikilvirkur og traustur félagsmálamaöur á mörgum sviöum og sérstakur hollvinur allrar ræktunar og gróöurs. Hákon var fæddur á Hvoli i Mýrdal 18. október 1904. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Þorbjarnarson siðar bóndi á Stóra-Hofi á Rangárvöllum og Ragnhild- ur Jónsdóttir frá Hvoli. Ragnhildur var af skaftfellskum ættum, en Guömundur Rangæingur fæddur i Gíslholti i Holtum. Þau hjónhófubúskap sinn á Hvoli 1895, en fluttust aö Stóra-Hofi 1907 er þau höföu keypt þá jörð af Einari skáldi Benedikts- syni. Þar bjuggu þau siðan allan sinn bú- skap og þar ólst Hákon Guömundsson upp. Guðmundur á Stóra-Hofi var atorku- bóndi og stóð i allra fremstu röð i félags- málum bænda. Hann var sterkur fulltrúi stéttar sinnar af þeirri kynslóð, alinn upp jöfnum höndum við landbúnað og sjósókn, en hóf búskap á árdögum ræktunar og félagslegra framfara og var alla tiö i far- arbroddi i þeirri sókn, sem byggöi á þessu tvennu. Þessi var uppruni og bakgrunnur Há- konar, og þó að ævistarf hans væri ekki tengt sveitum eða búskap, mátti glöggt finna hvar ræturnar lágu, og var lif hans allt i góðu samræmi viö upprunann. Hákon fór ungur i skóla, lauk gagn- fræöaprófi frá Flensborg 1922 og stú- dentsprófi frá Menntaskólanum i Reykja- vik 1925 og lögfræðiprófi frá Háskóla Is- lands 1930. Hann stundaöi siðan fram- haldsnám i lögfræöi f Sviþjóð og Noregi og siðar Englandi 1946. Hákon starfaöi sem fulltrúi iögmanns i Reykjavik fyrstu árin, en áriö 1936 var hann skipaður ritari Hæstaréttar og gegndi þvi starfi til 1964 er hann var skip- aður i émbætti yfirborgardómara i Reykjavik, en af þvi starfi lét hann i byrj- un árs 1974 er hann nálgaðist aldurshá- mark opinberra starfsmanna. Þó að með þessu séu talin embætti þau, sem Hákon gegndi, gefur það aðeins tak- markaða mynd af f jölbreytni starfa hans i almannaþágu. Hann var forseti Félags- dóms frá stofnun hans 1938 til 1. okt. 1974 eöa i36árog má nærri geta að hann hefur með þvi mótað mjög starfshætti þessa þýðingarmikla dómstóls. Formaður Sigl- ingadóms i 10 ár frá 1964-1974. Þá var hann lengi formaður stjórnar Lifeyris- sjóðs starfsmanna rikisins. Auk þessa 6 kenndi hann vissa þætti i lögfræði á nám- skeiðum og varlengi prófdómari við laga- deild Háskólans. Hákon var margoft skip- aður i gerðadóma og yfirmatsnefndir til úrskurðar um kjaramál og fleira Hákon átti sæti i Náttúrverndarráði 1967-1972,og sem varamaðurfrá 1972-1975 og starfaði þá jafnan nokkuð fyrir það sem lögfræðilegur ráðunautur. Hann átti sæti i mörgum stjórnskipuðum nefndum til undirbúnings löggjafar. 1 félögum áhugamanna og frjálsum félagsskap lét Hákon að sér kveða á svo ólikum sviðum sem félagsmál iögfræð- inga, flugmál — kirkjumál, skógræktar- og landgræðslumál eru. Hann var for- maður Dómarafélags lslands i sex ár og siðan kjörinn heiðursfélagi þess er hann lét af starfi yfirborgardómara. Hann var I stjórn Flugmálafélags Islands 1951-1959 og forseti þess 1957-1959 og sótti á þess vegum alþjóðafundi flugmálafélaga. Þá var hann formaður starfsráðs Flugfélags tslands við stol'nun þess 1959 og I.oftleiða frá 1961. Hákon tók um skeið allmikinn þátt i kirkjulegu starfi, var safnaðarfulltrúi f Bústaðasókn, i stjórn kirjubyggingasjóðs Reykjavikur um skeið og fulltrúi á kirkju- þingi 1960 og 1962. Siðast en ekki si'st skal hér getið áhuga- starfs Hákonar að skógræktar og land- verndarmálum. Sá er þetta ritar kynntist Hákoni fyrst persónulega á aðalfundum Skó^ra'ktarfélags lslands i kringum 1960, en það hef ég fyrir satt að hann sótti þá alla f rá 1949og þar til að heilsa hans leyfði ekki að hann kæmi til fundarins á siðast- liðnu sumri. Hann var lika stoltur af þvi að vera einn af stofnendum Skógræktar- félags lslands 1930 og sagði frá þvi að fað- ir hans hafi látið skrá hann i félagið við stofnun þess á Alþingishátiðinni 1930. Arið 1957 kom Hákon inn i aðalstjórn félagsins og gegndi tiðum formannsstarfi þar næstu ár vegna forfalla Valtýs Stefánssonar. Formaður Skógræktar- félags Islands var hann frá 1961-1972 er hann lét af þvi' starfi að eigin ósk. Hann hafði þá fyrir þremur árum tekið til upp- fósturs, nýgræðing á sama áhugasviði, félagsskapinn Landvernd, Landgræðslú og náttúruverndarsamtök Islands. Landvernd var stofnuð 1969 og stóðu að þvi margir ungirog áhugasamir menn úr fjölda félagasamtaka en Hákon var þeirra bakhjarl og þótti ekkert ráð nema undir hann væri borið. Þegar að þvi kom að velja formann fyr- ir hin nýju samtök kom það af sjálfu sér, að leitað var til Hákonar og gekkst hann undir það með þeim orðum, aö hann skyldi reyna að styðja samtökin á legg en eðlilegt væri aö siðar tækju yngri menn við. En það urðu fleiri skrefin,sem Hákon leiddi Landvernd,hann var formaður i 10 ár rétt og munu það siðustu félagsmála- störfin sem hann gegndi. Þó að hér sé komin löng upptaining á embættisstörfum, öðrum störfum I al- menningsþágu og störfum aö marghátt- uöum félagsmálum erhún langt frá þvi að vera tæmandi. Slik upptalning segir heldur aldrei allt þó að hún gefi upplýs- ingar um það hverju manninum hefur veriö til trúað, og af þvi megi ráða mikið um persónuna. Eftir er þá að lýsa henni nánar. Hákon Guðmundsson var á allan hátt gildur maður. Hann var stór og fyrirmannlegur á velli, fasið var traustvekjandi, en við- mótið jaf nframt hlýtt og aölaðandi. Hann var kátur ogskemmtinn i' góðra vina hópi• Hann var jai'nan hógvær i málflutningi hvort sem var á fundum eöa i samræðurn, en að baki bjó nægur þungi og alvara til Þess að fylgja málunum vel fram. Hann mun hafa verið maður skaprlkur, en svo var hann stilltur að aldrei minnist ég þess aðheyra hann mæla reiðiorö eöa hvatvis- leg. Hann var mikill mannasættir og hafðt lag á með rósemi sinni, yfirveguðum orð- um og hlýju brosi að fá menn til að ræða málin af stillingu þó að kapp væri hlaupi® i kinnar. Éger að sjálfsögöu ekki færum aö meta störf og hæfileika Hákonar sem lögfræð- ings og dómara, en ég þykist þess fullviss að hann hafi oftar en margir aðrir lei!1 deiluaðila i málum tilsátta þannig að ekki yrðu úr málaferli. Hákon Guðmundsson kunni vel að fara með islenskt mál, og var frábærlega skýr islendingaþættii'

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.