Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Qupperneq 7

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Qupperneq 7
starf býður upp á i litlu kaupfélagi sem ætlað var það hlutverk að annast flestar þarfir félagsmannanna, innkaup á öllum þeim varningi sem til heimilishalds og búskapar þarf, slátrun, frystingu og sölu á afurðum, auk margháttaðrar fyrir- greiðslu sem næróralangt Utfyrir skyldur sliks starfs. bá má ekki gleyma að minn- ast á þann þáttinn sem að samgöngumál- um laut. Ætið stóð heimili þeirra hjóna opið gestum og gangandi og ófáir voru þeirsemhraktir og slæptir nutu gestrisni þeirra og greiðasemi þegar norðanbylur- inn geysaði og allir vegir reyndust ófærir. Fljótamönnum var þvi ekki ljúft að sjá á bak kaupfélagsstjóra sinum vestur yfir fjörðinn árið 1963 þegar Helgi var ráðinn fulltrúi kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki. Góðar óskir og vinahugur fylgdu þeim vestur yfir vötnin og traust voru vinaböndin sem héldust æ siðan. Helgi Rafn starfaði sem fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga til 1. jUli 1972 er hann tók við starfi kaupfélagsstjór?. af Sveini Guðmundssyni sem gegnt hafði þvi starfi um fjölda ára. Reynslan frá Haga- nesvik kom nU að góðum notum. Hin far- sæla stjórn fyrirrennara hans gerði hon- um kleift að hefjast handa við miklar verklegar framkvæmdir sem segja má að hafi staðið óslitið siðan. Byggð voru bæði sauðfjár-og nautgripaslaturhús búin full- komnari og afkastameiri tækjakosti, byggð verslunarútibú, hiðsiðasta að Ket- ilási i Fljótum, en Samvinnufélag Fljóta- manna hafði þá verið sameinað Kaupfé- lagi Skagfirðinga. Endurskipulagt mjólk- ursamlag, tankvæðing kúabUanna i hér- aðinu hélst i hendur við nýtiskulegri flutn- ingatækni mjólkur til vinnsiustöðvar. bá kom hann á fót litlum iðnfyrirtækjum, bæði á Hofsósi og Sauðárkróki til að auka fjölbreytni atvinnulifsins á þessum stöð- um. Höfuðstöðvar félagsins hafa lengst af verið staðsettar i áratuga gömlum húsum Gránufélagsins við Aðalgötu. Langt er siðan það hUsnæði var ófullnægjandi fyrir þetta öfluga og vaxandi fyrirtæki. begar atvinnulifið i héraðinu hafði verið eflt til mikilla muna með margvislegum hætti hófst undirbúningur að byggingu glæsi- legs verslunarhúss sem húsa á verslunar- miðstöð og skrifstofur félagsins. bessi framtfðardraumur Helga Rafns var að taka á sig raunverulega mynd á liðnu hausti j*gar steypt var 1. hæð hússins, sern stendurviðSkagfirðingabraut. begar sú bygging verður fullgerð má vissulega lita á hana sem minnisvaröa um stórhuga leiðtoga samvinnufólks i þessu gjöfula og fagra héraði. Auk kaupfélagsstjórastarfsins hlóðust á Helga fjölmörg trúnaðarstörf tengd þvi. Hann sat i' stjórn Fiskiðju Sauðárkróks h/f frá 1973 og gegndi þar íormennsku frá árinu 1978. Var formaður stjórnar Land- flutninga h/f i Reykjavi'k. í stjórn Fram- Sigursveinn Karlsson F. 27. mars 1954 D. 17. des. 1981 Sigursveinn Karlsson bróðursonur minn lést þann 17. desember, 27 ára að aldri. Sigursveinn var næstyngstur af 6 syst- kinum, en þessi stóri systkinahópur óx úr grasi i Hófgerði 14 i Kópavogi, þó að eldri systkinin væru fædd annarsstaðar. Éghafði mikil samskipti við þessa fjöl- skyldu en þaö má segja aö tveir frændur, Sæmundur Andersen og ég, tækju út hluta af uppeldi okkar þarna i Hófgerðinu. Við Sæmundur vorum þó einstaklingar nokk- uð utan kerfisins og Katrin Gamaliels- dóttir, mágkona min brauðfæddi okkur langtimum saman og það var alltaf pláss i Hófgerðinu til aö sofa þrátt fyrir þá átta manna fjölskyldu sem þarna bjó. í Hófgerðinu var gott að vera á þessum árum. Menn trúðu á framtiðina og rök- ræður voru endalausar um mjög marga þætti mannlifsins. Sumir fjölskyldumeð- limir gripu i að mála, aðrir skrifuðu og svo var sungið en Karl bróöir minn er vel liðtækur á ýmis hljóðfæri. I þessu góöa andrúmslofti óx Sigur- sveinn upp. Hann var gáfaður unglingur, listfengur og næmur og er mörg merki þess að finna i verkum hans. Nú eru tirhamót. 1 huganum eru þakkir fyrir samveruna og óskir um betri byr. Sigursveinn lætur eftir sig fjögur mann- vænleg börn. Hrafn Sæmundsson leiðsluráðslandbúnaðarinsfrá 1973-1977. 1 varastjórnSambands isl. samvinnufélaga frá 1975 og svo mætti lengi telja. bá var Helgi virkur félagi i Lionshreyf- ingunni og einn af stofnendum Lions- klúbbs Sauðárkróks. í mörg ár sat hann i stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar og var öflugur liðsmaður U.M.F. Tinda- stóls enda þátttakandi i íþróttum m.a. I frjálsiþróttadeild K.R. og og staðið þar i fylkingarbrjósti við félagsmálastörf. Helgi Rafn var einlægur trúmaður og mátti merkja það i allri hans breytni og umhyggju fyrir samferöafólki sinu. Hann sinnti safnaðarmálum af mik-lum áhuga, lagði áherslu á að þáttur kirkjunnar i menningarlifi staðarins væri sem öflug- astur. Hann var formaður Sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju frá árinu 1972 og sat Kirkjuþing frá 1976. bar voru ráð hans og störf m ikils metin semannars staðar. Hér að framan hefiég rakið i stórum dráttum lifhlaup ungs athafnamanns sem skilað hefur dagsverki sem hver öldungur hefði getað verið stoltur af að leiðarlokum. En Helgi Rafn gekk ekki einn þessa löngu og gæfuri'ku leið á svo skömmum tima. Hans hamingjusól reis hæst þ. 12. október 1957 þegar hann gekk að eiga unn- ustu sina Ingu Valdisi Tómasdóttur. öll- um stundum, alltfrá fyrstu tið hefur Inga Valdis staöið við hlið eiginmanns sins, stutt hann og hvatt i störfum, æfinlega reiðubúin að létta honum róðurinn og taka þátt i áhugamálum hans, jafnt sem á- hyggjum, bera með honum byrðarnar sem oft hvildu þungt á ungum heröum þeirra. En það er huggun harmi gegn að hún á og varðveitir mikinn fjársjóð. Fjár- sjóð unaðsstunda og fagurra minninga sem enginn getur frá henni tekið. Inga Valdisstendur heldurekki ein, trú hennar er sterk. Minningunum deilir hún meö 5 einstaklega mannvænlegum börnum sem tekiö hafa i' arf hina fjölþættu mannkosti glæsilegra og góðra foreldra. Sá arfur mun reynast þeim drjúgt veganesti. Trausti Jóel er elstur systkinanna, fæddur 21.10. 1958, starfar nú á skrifstofu kaupfélagsins á Höfn i Homafirði. Hans kona er Asta Búadóttir. Rannveig Lilja, fædd 06.03. 1960 starfar hjá K.S. Maður hennar, borsteinn Hauks- son er vélstjóri á togaranum Skafta. Tómas Dagur, fæddur 26.10. 1961, stundar flugnám. Guðrún Fanney, fædd 28.11., 1963, starf- ar hjá K.S. Hjördis Anna, fædd 08.08. 1966, nem. i Grunnskóla Sauðárkróks. Góði vinur. A kveðjustund þakka ég þér vináttu þina og samfylgd. Fjölskyldan öll minnist hinna mörgu ánægjustunda á heimilum okkar og ferðalögum. Megi þessi ferð þin veröa eins og til er stofnað. Góður Guð veri með þér og veiti Ingu og börnunum styrk I þeirra miklu sorg. Helgi Ingi. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.