Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Page 8
Óskar Gunnarsson
- vinir kveðja -
f. 21./7. 1929 —d. 14./12. 1981
Fölvi haustsins færðist yfir landið,
fölnað blóm, sem prýddi okkar leið.
Horfinn, dáinn, — helga vinabandið
hefur brostið, runnið æviskeið.
Ó, hve svipul gæfa heims og gengi,
geislar vors og heiðbjart sólarskin.
Bera hljóðlát brostna hjartastrengi
börn,er misstu föður sinn og vin.
Fáa daga vorið skrauti skartar,
ski'n í heiði sólin litla stund.
Liða framhjá ljúfar myndir, .bjartar.
Lif, sem tengt var þinni glöðu lund.
Bestu kostum búinn varst til ferðar,
bjóst þú okkur hlýjan ævidag.
Virðing hlaustu, varstu þeirrar gerðar,
viðmót ætí"ð blítt og hjartalag.
Þig við syrgjum, traustur vinur varstu,
vildir jafnan tótta allra störf,
heill og glaður byrðar okkar barstu,
bjóst i haginn, hvar sem þess var þörf.
011 við þökkum gengnar gæfustundir,
glaða, sanna tryggð og kærleiksþel.
Heið þó sólin hafi gengið undir,
hún þér ljómar bak við timans hvel.
Kvaddir þú með kærleiksorð á vörum,
kæri vinur, söm var enn þi'n lund.
Var þérljóst, aðvarstu senn á förum,
var þvi kveðjan heilög reynslustund.
Huggar orðið, heyrum Drottin tala:
Hrygga barn, ó lit mit kærleiksráð.
Leystur andinn leið til æðri sala,
lifið þar ei hverfulleik er háð.
J.S.
Valgeir Guðjónsson
á Daufá
Valgeir á Daufá andaðist 21. des. s.l..
Fráfall hans var óvænt og sláandi. Skarö-
ið eftir hann stórt bæði í fjölstyyldu hans
og umhverfi. Hann var fæddur 17. jan.
1929, elsti sonur hjónanna á Tunguhálsi
þeirrar Valborgar Hjálmarsdóttur og
Guðjóns Jónssonar. Valgeir giftist
Guðbjörgu Felixdóttur og eignuðust þau 4
börn: GuðjónSvein, Ingibjörgu Margréti,
Sigriði Rósu og Efemiu Fanneyju.
Þegar góður nágranni og vinur er allt i
einu horfinn af sjónarsviðinu, fer ekki hjá
þvi, að minningar frá liðnum árum leiti
fram ihugann. Það varárið 1957, sem þau
fluttu i Daufá, Valgeir og Guðbjörg. Þá
strax höfs þar uppbygging, fyrst endur-
bætur á ibúðarhusi og Utihúsabyggingar.
Siðar kom ibúðarhússbygging samhliða
ræktun og auknum vélakosti eftir þvi sem
aðstæður leyfðu. Og þá er ótalin hitaveita
sem gengið var fró i sumar. En Valgeir
var i huga okkar nágrannanna meira en
framkvæmdamaður. Hann var góður
nágranni, sem gott var að leita til með
margs konar fyrirgreiðslu og munu þeir
margir nær og f jær, sem nutu hjálpsemi
hans og útsjónarsemi. Vörubilaakstur
stundaði Valgeir langan tima og var
félagi i samtökum vörubilstjóra i Skaga-
firði.
Sveitungar og sýslungar Valgeirs fólu
honum mörg trúnaðarstörf. Hann var
formaður i sóknarnefnd Reykjakirkju
meðan mikil endurbygging stóð yfir á
kirkjunni fyrir endurvigslu hennar 1976.
Valgeir var kvaddur til starfa fyrir Tón-
listarféiag Skagafjarðarsýslu þegar það
var stofnað fyrir nokkrum árum og var nú
i stjórn þess. Nú á siðustu árum hafa um-
fangsmestu störf hans á sviði félagsmála
verið i' þágu veiðimála i héraðinu. Það
voru einnig brautryðjendastörf, en nýlega
hefur komist á samband veiðifélaga i
Skagafirði og Valgeir var þar kosinn til
formennsku. Hann var einn helsti hvata-
maður að byggingu laxeldisstöðvarinnar
að Hólum i Hjaltadal. Sá staður var hon-
um kærfrá skólaárunum hans þar svo hér
sameinaði hann tvö áhugamál sin. Hann
sá þörfina á aukinni uppbyggingu at-
vinnulifs ihéraðinu og vann heilshugar að
efBngu þess. Störf hans nýttust vei. Hann
islendingaþættir
8