Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Qupperneq 10

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Qupperneq 10
Eyrarbakki var þá einkennilegur staður, þar sem blandaðist norðurevrópsk meginlandsmenn ing, brimróðrar og sveitabúskapur. Þar var mikil verslun, útgerð og önnur umsvif, erfylgja stórum stöðum, enda Eyrarbakki um langa hríð verslunarstaður manna allt frá Selvogi austur undir Lómagnúp. Voru ibúar, að frátöldum aðkomumönnum og vertiðar- sjómönnum, um eitt þúsund um alda- mótin, sem var talsverður fjöldi, eða álfka margir og ibúar Reykjavikur um • miðja seinustu öld. En á þetta er minnst, til að minna a að þegar Haraldur Pétursson gerðist bóndi i Borgarholti i Biskupstungum árið 1921 og siðar i Stekk- holtii sömu sveit, hefur hann það umfram önnurungmenni isveitinni, aðhann hefur haft náin kynniaf fjölmenni, útróðrum, og þeirri menningu, er á heima i þéttbýl inu. En einmitt þessi reynsla, var honum síðará lífsleiðinni mikils virði, er hann fór að fást við ættfræði og skyldar greinar. Arið 1924 kvæntist Haraldur Pétursson, eftirlifandi konu sinni, Margréti Þormóðsdóttur, en hún er fædd i Holta- kotum 7. nóvember árið 1896. Dóttir hjón- anna Þormóðs, bónda þar Þormoðssonar (1862-1909) og konu hans Vigdisar Björnsdóttur (1867—1960) frá Helludal, Björnssonar bónda á Galtalæk (1828-1915). Var Vigdis af fyrra hjóna- bandi, en Björn giftist aftur eftir að hann missti konu sina Margréti Guðmunds- dóttur (1842—1876). Þau Margrét og Haraldur Pétursson, brugðu búi, eða hættu öllu heldur sveita- búskap árið 1925, en þá fluttust þau til Reykjavikur og bjuggu þar siðan allan sinn búskap, og eignuðust þau fjögur börn, en af þeim eru þrjú á lifi. Börn þeirra og afkomendur i aldursröð eru: Pétur Þórir Haraldsson fæddur 1922 i Borgarholti, en dáinn 1924 i Stekkholti. Pétur Ilaraldsson kaupmaður og fræði- maður i Reykjavík, f. 1925 Hans kona er Halldóra Hermannsdóttir frá Siglufirði. Þeirra börn: Sigriður Pétursdóttir, kennari f. 1953. Haraldur Pétursson f. 1955. d. 1972. Margeir Pétursson, laga- nemi og skákmeistari f. 1960. Vigdis Pétursdóttir f. 1962. Nemi i menntaskóla. Guðbjörg Haraldsdóttir f. 1928 húsfrú i Danmörku. Hennar maður er Axel Bay, framkvæmdastjóri. Þeirra börn: Haraldur Jóhannes Bay f. 1950, mennta- skólakennari Pétur Bay f. 1952, mennta- skólakennari og Hans Henrik Bay f. 1963, hljóm listarmaður. Er fjölskyldan öll búsett i Danmörku Þormóður Haraldsson f. 1932 starfsmaður hjá Alafossi hf. Hans kona er Agústa Jónsdóttir úr Reykjavik og eru þau búseít þar, barnlaus. -0- Haraldur Pétursson naut ekki mikillar skólagöngu, en aflaði sér menntunar sjálfur,og notaðitil þesshveria stund alla ævi. 10 Eftir að hann fluttist til Reykjavikur, vann hann ýmsa vinnu, en árið 1936 gjörðist hann hUsvörður við SafnahUsið i Reykjavik við Hverfisgötu, og var eftir það partur af þvi húsi til dauðadags, að heita má. Þarvann hann iifsverk sitt. Var þar safnhúsvörður i þrjá áratugi, eða til ársins 1965, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir það vann hann nokkuð á Skattstofunni, en eins lengi og heilsan leyfði, fór hann hvern morgun niður i safnahUs til að sinna fræðum sinum, sem voru helftin af hans lifi alla tið. Haraldur var vel metinn borgari og honum voru falin ýmis trúnaðarstörf. Hann var til dæmis kjörinn yfirskoðunar- maður rikisreikninga 1965 og endurkjör- inn til þessa starfs til ársins 1978. Auk þessa gengdi hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hann var gjaldkeri Verkamannafél. Dagsbrúnar i þrjú ár og ritari Fulitrúaráðs verkalýðsfél. i Reykjavík um skeið. Þá sat hann i stjórn Vinnum iðlunarskrifstofunnar i Reykjavik frá stofnun hennar 19351i 1 1951,þar af sem formaður fjögur siðustu árin. Hann sat i niðurjöfnunarnefnd Reykjavikur frá 1947 til 1962 og siðan i framtalsnefnd 1963 til 1966. Þá var hann i lýðveldiskosninga- nefnd i' Reykjavik 1944 og i' undirbúnings- nefnd Reykjavikursýningarinnar 1949. Um langt árabil vann Haraldur að ýmsum fræðistörfum i tómstundum sinum. Hann tók m a. saman ritið Kjdsar- menn, æviskrár, sem komu út 1961, og Ljósmæðratal 1762—1953. Hann var kjör- inn heiðursfélagi Ljósmæðrafélags tslands 1979. Seinustu árin, sem hann hafði heilsu, vann hann mikilsverð ættfræðistörf og fræðistörf, meðal annars fyrir erfðafræði- nefnd, er starfar á vegum Háskólans, en þar eru arfgengir sjúkdómar kannaðir m.a. með ættartölum. Til þessara starfa naut hann fyllsta trausts þeirra er hann vann með og fyrir. Kemur hann með ýmsum hætti við sögu margra rita. Menn sóttu til hans fróðleik er hann oftast lét i té af ljúfmennsku og hjartans örlæti. -O- ’ Ég kynntist Haraldi Péturssyni föður- bróður mfnum og Margréti konu hans áðuren ég byrjaði að muna eftir mér. ef það er annars mögulegt, en við bjuggum i sama húsi i nokkur ár að Bræðraborgar- stig53, i Verkamannabústöðunum, en þar bjuggu þau hjón til ársins 1939, er þau fluttu að Grettisgötu 51, þar stóð heimili þeirra til ársins 1959, er Haraldur reisti hús ásamt Pétri syni sinum að Sólheim- um 34, þar sem hann bjó til hinstu stundar. Ég kynntist þessum góðlega manni fyrsti bernsku.en síðan á nýjan leik, eftir að ég óx Ur grasi. Um visst árabil bar fundum okkar að visu sjaldnar saman. Ég á sjó og hann fluttur annað. Gaman var að hitta hann á góðum dögum, annaðhvort með fjölskyldunni, ellegar á götum Uti, þegar hann leiddi hjól sitt m eð heimsmenninguna á böggla- beranum. E n ég vissi aðeins um tvo menn er það gjörðu, Markús tvarsson sem flutti malverk eftir fræga menn á pedal- anum á hjólinu sinu, og Harald, er sótti dularfullar bækur er safninu bárust úr fjarlægum álfum. Árin liða og smám saman gengur vor saga á brott, og hljótt fellur myrkur að siðum. Á nýjársnótt gengur hann einn. Undir alstimdum himni slökknar lifsljós- ið sjálft. Að ferðast þannig, með skipi heiðrikj- unnar úr þessum heimi, fer þó mönnum misvel, en vel var það við hæfi þessa frænda mins, er alla daga fékkst við leitir að uppruna að mæta á svo eilifðinni á slikri nóttu. Útför hans verður gjörð frá Fossvogs- kirkju i dag 12. janúar, kl. 15.00 Ég sendi konu hans, Margréti og fjöl- skyldunni samúðarkveðjur og þakka góða samfylgd. Jónas Guðmundsson, rith. t Á nýjársnótt s.l. andaðist á sjúkradeild DAS Haraldur Pétursson, fyrrverandi húsvörður Safnahússins i Reykjavik, á áttugasta og sjöunda áldurs ári. Haraldur var Árnesingur fæddur að Arnarstöðum i Hraungerðishreppi. Foreldrar hans voru Pétur Guðmunds- son, skólastjóri á Eyrarbakka, og Ólöf Jónsdóttir. Atvikin höguðu þvi svo til, að við Haraldur urðum samstarfsmenn um nokkurt áraskeið á lifsleiðinni, þess vegna sendi ég þessi kveðjuorð, er leiðir skilja. Hér verður ekki um æviágrip að ræða eða minningagrein með venjulegum hætti. Kynni okkar náðu aðeins til eins starfs- þáttar i lifinu, og við það eru þessi fáu kveðjuorð miðuð. Árið 1964 vorum við Haraldur Péturs- son ásamt Sigurði Óla Ólafssyni, þáver- andi alþingismanni, kosnir yfirskoðunar- menn rikisreikninganna og störfuðum saman aðþeim verkum til vors 1971, er ég lét af endurskoðuninni. Áður hafði Sigurður Ólihættstarfi árið 1968, en i sæti hans var kosinn Pétúr Sigurðsson. al- þingismaður. 1 þessu starfi kynntist ég Haraldi Péturssyni vel mér til gagns og gleði. Haraldur sótti starf sitt af kappi og nákvæmni. Hann lét aldrei á sér standa eða i neinu sinn hlut eftir liggja. er verkið varðaði. Þá lagði hann ekki siður kapp á það að leysa verkið vel og samviskusam- lega af hendi. Hann var glöggur á tölur og meðferð þeirra. átti þvi auðvelt með að levsa verkið fljótt og vel af hendi. Hann leit réttilega á rikisreikninginn og þá ísiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.