Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Qupperneq 11

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Qupperneq 11
Guðlaugur Jónsson lögr egluþj ónn Guðlaugur Jónsson, fyrrverandi lög- regluþjónn andaðist i Landsspitalanum 3. þ.m. áttatiu og sex ára að aldri. Hann var fæddur á ölviskrossi i Kolbeinsstaða- hreppi i Hnappadalssýslu 31. mars 1895. Foreldrar hans voru, Jón Guðmundsson, bóndi þar og kona hans, Sólveig Þórhalla- dóttir. Guðlaugur ólst upp á heimili foreldra sinna og stundaði svo hin algengu land- bdnaðarstörf i sveit sinni fram yfir tvitugs aldur, eða til ársins 1918, en þá flutti hann til Reykjavikur. Eftir að hafa unnið þar um það bil eins árs skeið við beykisstörf, eða hinn 1. april 1919 gerðist hann svo lögregluþjónn i hinu þá fámenna lögregluliðiborgarinnar. Var þar meðhið litrika ævistarf hans ráðið, en þvi lokið hinn 1. april 1966, og munu fáir, ef nokkur hafa lokið svo löngum starfs- aldri i þessu starfi, fram til þess tima hér- lendis. Guðlaugur Jónsson var rikulega þeim kostum búinn, sem best henta hverjum góðum lögreglumanni. Hann var prúð- menni hið mesta i allri framkomu. Greindur vel, gjörhugull og gætinn. Ekki hafði hann á æskuárum átt þess kost, að njóta skólalærdóms umfram það reikninga sem tengdir voru honum, sem veigamestu reikninga þjóðarinnar og við það miðaði hann starf sitt. Haraldur hafði þau drengilegu og ánægjulegu vinnubrögð i þessu starfi, að gæta jafns réttlætis er varðaði rikið og einstaklinga. Rétt beggja aðilja bar að meta að jöfnu ogá hvorugan aðhalla, svo var að unnið á þeim árum, sem ég vann með áðurgreindum mönnum að þessum störfum. Það var mér sönn ánægja að kynnast og starfa meðHaraldi Péturssyni. Auk þess sem maðurinn var þeim kostum búinn, sem ég hefihér gertgrein fyrir, var hann fróður og skemmtilegur, léttur i' lund og hlýr i allri framkomu. Það gat þvi ekki á annan veg farið en að milli okkar rikti hlýja og vinsemd. Ég vil nú er leiðir skilja votta þessum sæmdarmanni virðingu mfna og þakklæti fyrir þau kynni er ég hafði af honum á lifsleiðinni. Konu hans frú Margréti Þormóðsdóttur og afkomendum þeirra færi ég innilegar samúðarkveðjur. llalldór E. Sigurðsson sem þá gerðist hvað viðkom barnafræðslu i sveitum landsins. En eftir að hann hafði um nokkurra ára skeið unnið hin algengu lögregluþjónsstörf eins og þau þá gerðust kom það glögglega i ljós að hann var áberandi vel ritfær maður. Honum voru þvi eftir það, i si'vaxandi mæli falin á hendur hin vandasömustu störf við alls- konar skýrslugerðir og annaðist hann þau verk af frábærri kostgæfni. Rithönd hans var áberandi fögur og bar vott um hans ófrávikjanlegu vandvirkni i' öllum hans störfum. Þau vinnubrögð hans munu um langa framtið geymast i skjalasöfnum Lögreglustjóraembættisins og Saka- dómaraembættisins i Reykjavik, honum og báðum þeim embættum til mikils sóma. F^yrsta áratuginn ef tir að Guðlaugur hóf starfsitt i lögregluliðinu var þar ekki um neina deildaskiptingu að ræða eins og sið- ar varð með ört fjölgandi starfsliði, og hófst með stofnun Rannsóknarlögregl- unnar, sem þá var stofnuð sem sérdeild við Lögreglustjóraembættið. En áður en til þess kom hafði Guðlaugi einum verið falið að vinna sérstaklega við rannsóknir afbrotamála, og vann hann við þau störf á árunum 1929 til 1934. Hann máþvi teljast hafa verið fyrsti rannsóknarlögreglumað- ur hér á landi. Enda vann hann alla tið eftir það, við fyrrgreindar skýrslugerðir sem rannsóknarlögreglumaður, fyrst hjá Lögreglustjóraembættinu og siðan hjá Sakadómaraembættinu. Meðal merkustu og vandasömustu verkefna,sem Guðlaugi voruþannig falin og hann annaðist má vist telja, fyrstu sakaskrá rlkisins, allt frá árinu 1910 til 1939, og hagfræðilegar skýrslur um starf- semi Lögreglust jóraembættisins i Reykjavik á árunum 1930 til 1939, og Sakadómaraembættisins á árunum 1940 til 1966. En þótt Guðlaugur væri mestan hlutann af stárfsævi sinni með pennann i hendi við sin skyldustörf, lét hann þar ekki staðar numið. Mestum hluta af si'num fritima mun hann alltaf hafa verið til að afla sér fróðleiks, sjálfsmenntunar auk ritstarfa. Þótt út hafi komið eftir hann aðeins tværbækur og allmargar fræðandi grein- ar í timaritum, hygg ég að miklu meira megi finna i fórum hans af margskonar fróðleik i handritum, sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir. Bækur hans tvær eru: Bóndinn á heiðinni, sem kom út árið 1950 og Bifreiðar á íslandi 1956. Persónuleg kynni okkar Guðlaugs hóf- ust ekki fyrr en leiðir okkar lágu saman i lögregluliðinu er ég gerðist lögregluþjónn árið 1930. Aður hafði ég þó að sjálfsögðu veitt honum athygli sem ungum og glæsi- legum lögreglumanni á vaktgöngu sinni á götum borgarinnar. Minnistæður hefur mér alla ti'ð verið atburður, sem varð til þess að ég fyrst veitti honum athygli. Ég var þá nýlega fluttur til borgarinnar og staddur á Lækjartorgi. Þar var þá ölóður maður á götunni, sjáanlega að þvikominn að verða alveg ósjálfbjarga, og hafði nokkur hópur ungmenna safnast i kring- um hann. Guðlaug bar þá þar að á varð- göngu sinni og tók hann manninn og lyfti honum léttilega i handakrika sér og bar hann siðan undir annarri hendi, og gekk svo þannig með hann upp allt Banka- stræti. Maðurinn var að visu ekki stór vexti, eða þungur, en þó alltað því meðal- maður á vöxt.Eftir þetta vissi ég og raun- ar kynntist ég þvi betur slðar, að Guðlaugur var vel liðtækur að fást við fleira en pennann. Hinn 7. desember 1919 kvæntist Guölaugur eftirlifandi konu sinni, Helgu Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá Kaldár- bakka i Kolbeinsstaðahreppi f. 25. september 1892, og lifirhún nú mann sinn eftir sextiu og tveggja ára farsælt hjóna- band. Börn þeirra hjóna eru: Kristján, Islendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.