Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Qupperneq 12
Matthildur Hannesdóttir
ljósmóðir
Hun var fædd i Gunnasundsnesi við
Stykkishólm 18. október 1898, lést i
Reykjavik 5. des. 1981. Foreldrar hennar
voru hjónin Einbjörg Þorsteinsdóttir og
Hannes G. Kristjánsson járnsmiöur —
járnsmiðameistari, myndi hann vera
kallaður nú, þvi að hann útskrifaði smiða-
nema, sem hann kenndi. Það gerði lfka
faðirhans, Kristján Jónsson frá Snóksdal.
Bæði föður- og móðurætt Matthildar voru
úr Breiðafjarðardölum og Snæfellsnes-
sýslu. 1 ættinni var margt hagleiksfólk og
fór Matthildur ekki varhluta af þvi,og
gerði hún ýmsa listræna smáhluti strax á
bernsku- og unglingsárum. Æskuheimilið
mótaðist af guðsótta og góðum siðum,
ásamt iðjusemi, og þeirri listgáfu sem
okkur tslendingum er mörgum i blóð bor-
in. Þar var okkur lika kennt að bera lotn-
ingu fyrir lifinu og öllu þvi fagra sem það
hefur að bjóða.
Búskap stunduðu foreldrar okkar einn-
ig. Kindur, kýr og hestar voru vinir heim-
ilisins, en sérstaklega urðu það hestarnir
sem Matthildur dáöi. 1 barnaleikjum sin-
um lét hún hestana oftast hafa forustu-
hlutverkið og fullorðin átti hún fjöruga,
fallega, góða og vitra hesta sem voru fé-
lagar hennar i feröalögum og einnig i
heimahögum.
málarameistari, kvæntur Asgriði Ólafs-
dóttur, Asmundur, húsasmiðameistari,
kvæntur Ingibjörgu Kristinu Kristjáns-
dóttur, Aðalsteinn, skrifstofustjóri,
kvæntur Eygló Viktorsdóttur og Jóhanna
Sólveig, gift Guðmundi Vigni Jósefssyni,
g jal dh ei m tu st j óra.
Með Guðlaugi Jónssyni er nú horfinn af
sjónarsviðinu einn hinna merkustu, sjálf-
menntuðu aldamótamanna, sem oft hafa
svo verið nefndir, og lifað hafa mestu
breytingati'ma mannkynssögunnar, og
skilað hafa æviestarfi sinu með mikilli
sæmd. Það hefur þvi verið mikill styrkur
lögregluliði Reykjavikurborgar að njóta
starfskrafta hans svo lengi sem raun varð
á.
Eftirlifandi konu hins láta, börnum
þeirra og öðrum vandamönnum sendi ég
hugheila samúðarkveðju.
Hinn látna heiðursmann, Guðlaug Jóns-
son kveð ég svo hinstu kveðju með mikilli
virðingu og þökk fyrír áratuga farsælt og
gott samstarf.
Blessuð sé minning hans.
Ingólfur Þorsteinsson.
Matthildur kaus sér starf er hún var
fullþroskuð kona. Hún fór I Ljósmóður-
skólann i Reykjavik árið 1932 og útskrif-
aöist þaöan árið 1933. Sama ár varð hún
ljósmóðir i Borgarfirði — Reykholtsdai,
Hvitársiðu, Hálsasveit, Norðurárdal og
viöar. Það var stórt umdæmi.
Fyrst átti hún heima á Kleppjárns-
reykjum og hafði þá á hendi auk ljósmóð-
urstarfsins hjúkrun sjúkra, hjá Magnúsi
Agústssyni lækni, sem þar hafði sjúkra-
skýli. Þaðan fluttist hún að Reykholti og
var skólahjúkrunarkona við héraðsskól-
ann þar i rúman áratug, en hélt jafnframt
áfram sinu yósmóðurstarfi.
A þessum timum var i Borgarfirði eins
og i öðrum sveitum þessa lands ljósmæðr-
anna leitað, ef læknir var ekki heima við
er slys eða bráðan sjúkdóm bar að hönd-
um. Það kom einnig i hlut Matthildar, t.d.
má geta þess að eitt sinn var hennar vitj-
að til manns sem skarst mikið og illa á
glerbrotum, þaö var lifshættulegt sár.
Hún varð ein að gera að þvi, taka fyrir að
stöðva blóðrennslið, sauma saman skurð-
inn og búa um sárið. Maðurinn lifði mörg
ár eftir þetta og lækni.inn lofaði ljósmóð-
urina fyrir verkið.
Marga erfiðleika þurftu ljósmæður að
yfirstiga, er þær voru sóttar til hinna óliku
heimila i stórum héruðum, en eins nutu
þær i fullum mæli og það var þakklætisins
og gleðinnar yfir þvi, að maður var far-
sællega i heiminn borinn og þess naut
Matthildur i rikum mæli, þvi að hún var
lánsöm ljósmóðir.
Arið 1947 vildi svo illa til að mænuveiki
hafði borist i Reykholtsskóla og höfðu
flestir nemendur þar tekið veikina. Þá
varð hún að vaka og hjúkra nótt og dag
með aðstoð nokkurra kennara. Loks varð
hún sjálf veik og náði sér aldrei að fullu
eftir það.
Arið 1956 lét hún af ljósmóðurstörfum
vegna heilsubrests og flutti til Reykjavik-
ur. Þar naut hún hjálpar Kristjáns læknis
bróður sins og önnu konu hans, á heimili
þeirra. En hjá Ingibjörgu systur sinni og
Flosa Jónssyni mági sinum átti Matthild-
ur lengst heimili sitt i Reykjavik. A sumr-
in dvaldi hún oftast hjá Guðbjörgu systur
sinni á Jörfa i Kolbeinsstaðahreppi. Hjá
Þorsteini bróður dvaldi hún um skeið. Sið-
an flutti hún að ,,Asi” i Hveragerði og var
þar um 2 ár. Að siðustu dvaldi hún á Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund, þar til yfir
lauk.
Með þakklátum huga minntist hún
ávallt systkina sinna sem alltaf réttu
henni hjálparhönd er hún þurfti með.
Enginn getur fórnað meiru fyrir aðra en
lifi og heilsu.
Matthildur var dugleg og fórnfús —
enda virt og vel látin ljósmóðir. Far þú i
friöi, systir min, og ég þakka þér fyrir
allt. Guðs blessun fylgi þér. Ég kveö þig
með orðum Jónasar Hallgrimssonar til
Tómasar vinar hans.
,,Flýt pér vinur, I fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
nteira aö starfa guðs um geim.”
Kristjana V. Hannesdóttir
Æ
; | .Jt
w
12
islendingaþættir