Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 36
1 skilur eftir í þvottahúsinu, hefur hann alveg fata- skipti í hvert skipti. En í guös bænum ekki segja honum, að ég haf i sagt ykkur það, bætti hún við. Ray kom nú til þeirra ásamt stúlkunni. Hann var einkar ánægjulegur á svipinn og Janet varð glöð. — Manstu eftir þessum tveimur? Hann leit á Neil og Luke. — Ég er ekkert að kynna þig fyrir þeim, þið getið spjallað saman seinna. En ég vil að þú hitt- ir mágkonu mína. Janet þetta er Antoinette Reeves. AAörgum sinnum um kvöldið horfði Janet á þau dreymandi augum. Það leyndi sér ekki, að Ray var ástfanginn af stúlkunni og greinilegt var, að það var gagnkvæmt. Janet var kynnt f yrir f jölda fólks og allir sem hún haf ði áður kynnzt voru þarna líka. Þegar Neil dans- aði við hana fyrsta dansinn, var hún undarlega ánægð. Þetta var í fyrsta sinn, sem þau dönsuðu saman og bæði voru undrandi á leikni hins, en hvor- ugt nefndi það. Janet þagði, hún áræddi ekki að skemma neittog vildi helzt njóta þess ótrufluð, að hann hélt utan um hana. Neil fannst eins og hann heldi utan um f jöður, svo létt var hún og hann velti fyrir sér, hvers vegna hann hafði aldrei fyrr boðið henni út að dansa. Það var líka hægt að halda dans- leik á Burnettia. Ray átti af mæli í næsta mánuði og það var jaf n góð ástæða og hvað annað til að halda veizlu. Hann skyldi sannarlega minnast á það við Janet seinna í kvöld. Janetskorti ekki dansherra og dansaði hvern ein- asta dans. Hún var að dansa við Luke, þegar Ijósin voru minnkuð, og Neil sat og horfði á þau. Þangað sem hann sat, var eins og frændi hans hvíldi vang- ann við hár konu hans og hann hrukkaði ennið. Það leit ekki út fyrir að Janet hefði neitt á móti því, hugsaði hann argur. Hún lyfti höfðinu og hló fram- an i hann. Neil kreppti hnefana og tautaði eitthvað um hvað það væri barnalegt að dansa svona í hálf- myrkri og f lýtti sér að bjóða Louise upp. Þau höfðu dansað mikið saman um árin og hún hafði þekkt hann síðan hann var smástrákur í stuttbuxum og þess vegna f annst henni hún geta sagt honum mein- ingu sína, hvað hún gerði líka. — Janet virðist skemmta sér vel, sagði hún. — Já, það ber ekki á öðru. Hann horfði út á gólf ið. — Neil, af hverju læturðu ekki svolítið vel að henni, þegar þú dansar við hana? — Læt vel að henni? Neil sleppti Louise og starði alveg dolfallinn á hana. — Um hvað í ósköpunum ertu að tala? Hún hló. — Ö, Neil, sagði hún stríðnislega. — Þú veizt vel, hvað ég meina. AAaðurinn minn á það enn til að narta í eyrað á mér og kyssa mig á hálsinn, þegar við erum að dansa... — Heimskulegf af honum, tautaði Neil. — Og AAac heldur enn þá utan um AAary eins og hún sé dýrmætur f jársjóður og þau hafa verið gift í tvö ár. En þið haf ið bara verið gift i nokkrar vikur og þegar maður horf ir á ykkur er engu líkara en þið séuð dauðhrædd við að láta sjá, að þið eruð ástf ang- in. Þið hljótið að vera það fyrst þið giftuð ykkur á svona rómantískan hátt. — Æ, þú talar of mikið eins og venjulega, sagði hann snöggt og allt í einu rann upp f yrir honum, að 36 hann yrði að láta sem hjónaband hans væri afskap- lega hamingjusamt. — Janet er ekkert hrifin af svoleiðis og ég ekki heldur. — Þú getur varla kallað það neitt voðalegt að halda svolítið þétt um konuna þína, þegar þú dans- ar við hana. — Þú er óforbetranlega rómantísk eldri kona, svaraði hann stríðnislega. Tónlistin þagnaði í sama bili og hann fylgdi Louise aftur að borðinu, þar sem hún sat. Hann var feginn að sitja ekki þar líka. Louise var góðhjörtuð og vingjarnleg, en hún var laus við alla varkárni og athugasemdirnar, sem hún lét stundum út úr sér, gerðu fólk oft kindarlegt á svipinn. Hann sat næsta dans og drakk eitt glas af bjór í þungum þönkum. Hann var að velta fyrir sér, hvernig það væri að halda Janet í f angi sér og „láta vel að henni" hann hafði aldrei hugsað um það fyrr. Hún var svo lítil og grönn. En hún var falleg í kvöld með rjóðar kinnar og augu sem Ijómuðu næstum eins og demantarnir. Svo hristi hann höfuðið. Það hafði ekki verið með í samningnum að „láta vel að" og hann varð að standa við það. Ekkert annað hafði hann sagt og auk þess, hafði hann löngun til að faðma hana? Hann komst ekki að niðurstöðu. Ef hann elskaði hana átti hann auðvitað að langa til þess, en hann hugsaði ekki um hana þannig. Að vísu var hún konan hans og hún var reglulega góður og hjálpsamur félagi þar að auki. Þeim kom ágætlega saman og hvers vegna að spilla því? Louise og allt þetta rómantíska bull hennar gátu farið norður og niður. Hann horfði út á gólf ið og hnyklaði brúnirnar þegar hann sá, að enn var Janet að dansa við Luke. Hann hefði sjálfur átt að vera að dansa við hana núna. Janet hafði enga hugmynd um þetta alit. Hún var ánægðog gerði sér grein fyrir að hún gat ekki dans- að hvern einasta dans við Neil og hún skemmti sér vel með hinum. Þarna var líka annað hægt að gera, ýmis spil voru þarna, farið í leiki og einnig fóru fram bráðfyndnar danssýningar og hún tók þátt í einni og fékk konfektkassa. AAatnum var ekið inn á litlum vögnum. Ljósin i loftinu slökkt og kveikt á kertunum. Ray var vin- gjarnlegri við Janet en nokkru sinni áður. Kannske var Antoinette ástæðan, en hvað sem það var, gladdi það hana. En svo datt henni annað í hug. — Ég þarf að tala við f rú Stack áður en við förum heim, ég þarf að biðja hana að hjálpa mér með nýju gluggatjöldin sagði hún hugsi og skildi ekki af hverju Luke fór að skellihlægja. —- Ný gluggatjöld! Á miðjum dansleik á Como- bella situr þú og hugsar um gluggatjöld! Ö, Janet geturðu ekki gelymt Burnettia bara í nótt og hugsað um mig? spurði hann stríðnislega. 10. kaf li. Kvöldið hafði verið eitt það skemmtilegasta á ævi hennar, það var Janet viss um, þegar hún sat við hlið Neilr á leiðinni heim. Indælt og vingjarnlegt fólk, hugSaði hún syfjuð. Tónlistin var ágæt líka. Hún lokaði augunum og hugsaði um þá dansa, sem hún hafði dansað við Neil. Annars var hún að hugsa

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.