Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 12
Lena Zavaroni NÝRRI barnastjörnu hefur skotið upp á pop-himninum. Lena Zavaroni og „Ma, He’s making Eyes at me” hafa klifiB upp vinsældalistana i Bandarlkj- unum og Evrópu meB methraBa. bessi fyrsta plata hennar seldist geysilega og i stórum upplögum, og allt bendir til þess aö Lena litla veröi annaö og meira en dægurfyrirbæri i poppinu. Lena er aöeins tiu ára, en þegar maöur hlustar á hana, hvarflar ekki aö manni að þetta sé barn, sem syngur. Hún hefur geysimikla rödd, stórt tónsvið og syngur auk þess lög, sem eiga ekki alveg heima i lagavali barns. Hún syngur m.a. „Rock-a-bye your baby with a Dixie Melody”, sem Judy Garland geröi frægt á sinum tima, og auk þess hefur hún gert sina eigin útgáfu af „River deep, Mountain high”, sem við þekkjum frá Ike & Tinu Turner. Ekki nóg meö það. Hún syngur lika „Help me make it through the night”, sem Gladys Knight söng. Þessi lög eru öll á fyrstu LP-plötu Lenu, sem heitir „Ma, He’s making eyes at me”. Nýlega hélt Lena hljómleika i Kaup- mannahöfn, og eftir þá sögðu gagn- rýnendur, að það væri hvorki meira né minna en hræðilegt aö sjá tilburöina og hugsa sér, að þetta væri barn. Hún hreyfði sig eins og Eartha Kitt eða ein- hver álika þaulvön á sviðinu og röddin væri engin barnsrödd. Lenu er spáð mikilli framtið, en hennar er vandlega gætt. Foreldrar hennar kæra sig ekki um að hún ofþreyti sig eða verði dekurbarn. En Lena tekur þessu öllu með ró. Hún elskar að syngja og segist aldrei verða þreytt á þvi. Lena Zavaroni fæddist 4. nóvember 1963 i Rothesay i Skotlandi. Eftirnafn hennar hljómar ekki mjög skozkt, en það er vegna þess að afi hennar var Itali. Báðir foreldrar hennar eru fæddir Skotar, og bæði eru þau elsk að tónlist, en hafa haldið sig i hópi áhuga- fólks til þessa. Lena byrjaði að syngja opinberlega, þegar hún var þriggja ára. Fljótlega fréttist það um nágrenni heima- bæjarins, að barnið hefði alveg einstaka rödd, og hún dró fólk að, þar sem eitthvað var um að vera. Fjöl- skylduvinur kom henni i samband við umboðsmanninn Philip Solomon, og hann þurfti ekki að hlusta lengi á Lenu til þess að vita, að þarna var ný barna- stjarna á ferðinni. Við fáum þvi áreiðanlega eitthvað að heyra frá Lenu I framtiðinni. 12 v

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.