Heimilistíminn - 31.10.1974, Page 32

Heimilistíminn - 31.10.1974, Page 32
T Sjónvarpsvélin só meira en mannleg augu Afgreiðslustúlkan sá skyndilega konu á sjónvarpsskjá verzlunarinnar, klædda í krínólín og greiðandi hár sitt .... NOTKUN lokaöra sjónvarpskerfa i verzl- unum er stöðugt að aukast og er kerfiö gjarnan notað til að koma i veg fyrir búöarhnupl. Þá situr eftirlitsmaður i sér herbergi og horfir á viðskiptavinina i hinum ýmsu deildum, án þess að þeir hafi hugmynd um. Þannig kerfi hafði verið komið fyrir i kjallara nýrrar verzlunar i verzlunarmið- stöðinni i Chatham i Kent i Englandi. Þarna var verzlað með dýra hluti og þótti þetta sjálfsögð varúðarráðstöfun. En i sjónvarpstækinu sást nokkuð, sem vakti mun meiri athygli en búðahnupl. Það var i desember 1969, sem ein afgreiðslustúlkan var að horfa á tækið niðri i kjallaraherberginu, að hún sá á skjánum konu eina standa við kjólahengi i verzluninni uppi. Hún virtist ekki hafa áhuga á vörunum, en var niðursokkin i að bursta á sér hárið. Þótt ýmis sérkenni- legur fatnaður væri til sölu i verzluninni, fengust þar ekki krinólin, en þessi kona var klædd einu slíku. Stúlkan varð undrandi, en hugsaði svo með sér, að liklega væru stúdentar að gera einhver prakkarastrik og flýtti sér upp, en þá var enginn einasti viðskipta- vinur I verzluninni. Hún fór aftur niður og sá þá dularfullu konuna enn á skjánum og enn var hún að bursta hár sitt. Stúlkunni varð nú ekki um sel, en kallaði á hitt starfsfólkið, sem var að búast til heimferðar. Tvær aðrar stúlkur náðu að sjá konuna á skjánum, en leit i verzluninni bar engan árangur. Sjón- varpskerfið var rannsakað, en reyndist i fullkomnu lagi. Nokkrum mánuðum siðar, þegar tvær afgreiðslustúlkur voru að prila niður brunastigann i hádegismatartimanum, sáu þær konu birtast i glugga á efstu hæð- inni, þar sem þær vissu, að var tómt her- bergi. Sú var einnig að bursta hár sitt. Verzlunin er i 19. aldar húsi og starfs- fólkið er þeirrar skoðunar, að það hafi séð vofu, sem heldur til i húsinu. En er slikt mögulegt? Að vofur sjáist i sjónvarpi? Sumir halda þvi fram, að minnsta kosti ein vofa hafi haft fleiri sjónvarpsáhorf- endur en þessi kona. Eamonn Andrews, þekktur sjónvarpsmaður hafði árum saman séð unfi þátt, sem hann nefndi „Þetta er lif þitt” og engum datt i hug að setja hann i samband við draugagang. En árið 1956 var rithöfundurinn IDA COOK aðalefni eins þáttanna. Hún hafði á striðsárunum stjórnað hópi fólks, sem smyglaði fórnarlömbum nazista út úr Þýzkalandi, ásamt systur sinni. Meðal aöstoðarmanna þeirra systra var Clemens Krauss, forstjóri Vinaróper- unnar og kona hans, sem var óperusöng- kona. 1 þættinum heilsaði Ida Cook aftur upp á söngkonuna, sem tjáði henni að eiginmaður hennar hefði látizt fjórum árum áður. Um það bii ári eftir útsendingu þáttarins, var vinur Idu að minnast á hann við hana. Þá sagði vinurinn allt i einu. — Heyrðu annars, hver var hái, myndarlegi maðurinn, sem virtist vera aðalmaðurinn i þættinum. Mér finnst, að þið hefðuð mátt kynna hann. Ida varð hissa, en náði loks i mynd af Krauss sem þá hafði verið látinn i fimm ár. — Já, þetta er hann, sagði vinurinn. — Hver er hann? Siðar hitti Ida tvær manneskjur, sem minntust á manninn i sjónvarpsþættinum. Þessar manneskjur bjuggu sin á hvoru landshorni og höfðu aldrei hitzt. Gætu þær haft á röngu að standa? Gætu þær hafa séð annars konar draug, venju- íegan sjónvarpsdraug, sem kemur fram, þegar tæki er illa stillt? Eða getur verið, að sjónarpsmyndavélin geti séð eitthvað, sem mannlegt auga greinir ekki? Enginn getur sagt um það, en kannski einhverjir liti sjónvarpsskjáinn öðru auga eftir þetta. 32

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.