Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 3

Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 3
ALvitur. , svaiar brétum Svar til Námfúsu Næpunar: Þú færö allar upplýsingar scndar til þín, ef þær eru þá ekki þegar komnar, frá réttum aðilum Stöðugir baugar undir augunum geta tæpast stafað af of miklum svefni. Skriftin ber vott um að þú skrifar ekki mikið, en hún er vel læsileg og rétt. Sennilega ertu ekki gefin fyrir að trana þér fram. Alvitur Kæri Alvitur! Mér finnst þessi þáttur góður og vonast þess vegna eftir góðu svari frá þér. Þannig er mál með vexti, að augnahárin bókstaflega hrynja af mér. Ég er ailtaf með flösu í þeim og þegar ég hreinsa hana úr, koma hárin með. Þetta er mjög ljótt og ég er alltaf með eldrauða hvarma ef gola er. Ég hef ekki málað mig um augun I hálft ár, en það virðist ekki skipta máli. Er hægt að fá eitthvaö flösueyðandi krem á augnahár? Hvaö lestu úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gömul. Ein augnaháralaus. Svar: Ég er alls ekki viss um að þetta sé flasa og þori ekki að gefa nein ráð nema það að fara til læknis. Ég les úr skriftinni, að þú sért dugnaðarforkur hinn mesti og líklega ertu 17-18 ára. Alvitur. Kæra blað. Ég er að hekia kringlótta púðann í 5. tbl og mynstrið kemur ekki rétt út. Skekkjan er i 8. umferð eða svo, að ég held. Geturðu leiðrétt þetta fyrir mig? Helga. Svar: Það er búið að fara yfir upp- skriftina og það er að minnsta kosti ekki prentvilla i henni, svo hún hlýtur þá að vera skökk frá upphafi. En lik- lega ertu annaðhvort búin með púðann, eða hætt við hann, þegar þetta birtist. Alvitur. Kæri Alvitur! Ég ætla að byrja á þvi að þakka þér allt gamalt og gott, sem komið hefur i blaðinu. Ég er hérna með nokkrar spurningar, sem ég vona að þú getir svarað: 1. Getur þú sagt mér heimilisfang eða einhvern stað, þangað sem ég get skrifað til Bill Bixby, sem leikur töfra- manninn i sjónvarpinu? 2. Hvaða menntun þarf til að verða lögreglumaður? Er eitthvert sérstakt aldurstakmark? 3. Or hvaða merki eiga stelpuljón að velja sér maka og hvað er happalitur ljónsmerkisins? 4. Hvernig er skriftin? Ein I vanda. Svar: Þvi miður hef ég hvergi rekizt á upplýsingar um Bixby, en það má reyna að skrifa til framleiðanda myndflokksins. Utanáskriftina sérðu væntanlega i lok hvers þáttar ef að llkum lætur. 2. Til að verða lögregluþjónn þarf að útskrifast úr Lögregiuskólanum i Reykjavik. Aldurstakmörk eru 20 til 30 ár og krafizt er gagnfræðaprófs. 3. Or krabbamerkinu, meyjarmerkinu eða vatnsberamerkinu. Litur ljóns- merkisins er gulur. 4. Skriftin og stafsetningin er ágæt, þó finnst mér skriftin likjast forskriftinni úr skólabókunum einum of. Þig vantar kannski þjálfun. Alvitur. svar til K.S.R. Það þarf stúdentspróf til handavinnukennaranáms. Vatns- berastrákur og tviburastelpa geta hæglega verið ástfangin alla ævina, þótt þau liti ekki alla hluti sömu aug- um. Ég les barnaskap og fljótfærni úr skriftinni og stafsetningin er nokkuð góð, (vonandi skrifarðu nafniö á heimabæ þinum venjulega rétt). Alvitur. AAeðal efnis í þessu blaði: FranzLiszt............................Bls. 4 Hvað veiztu?............................ — 7 Þegar Lási lest fór í veizlu............ — 8 Rodney —sexára stjarna.................. — 11 Pop — Johnny Rivers..................... — 12 Ég er hamingjusöm nútímakona............ — 13 Einkastjörnuspáin ...................... — 16 Spé-speki .............................. — 19 Börnin teikna .......................... — 20 Þegar frænku langaði aðdansa............ — 22 Sittaf hverju í svanginn................ — 25 Þannig litur lygi út................... — 28 Eruþæreins? ................... —30 Heimatilbúin handsápa.................. —30 Móðirmin, Ijóð......................... — 30 Ljótu karlarnir........................ — 31 Ferðir Marco Polo....................... —32 Pabbi, mamma og börn, f rh.saga barnanna............................... — 33 Endurf undir, frh.saga.................. —35 Ennf remur krossgáta, Alvitur svarar, pennavin- ir, skrítlur og fleira. 3

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.