Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 4
Fræg tónskáld og konur þeirra:
Franz Lizst
— hreifst af
ráðríkum konum
ÞAÐ var ekki fyrr en hljóð varð i
áheyrendasalnum, að hann gekk inn á
sviðið. Hægt og þegjandi dró hann af sér
hanzkana, lét þá falla kæruleysislega á
gólfið og settist við pianóið. Hann neri
saman löngum, grönnum fingrunum,
strauk höndinni gegnum hárið, neri
fingrunum aftur saman og byrjaði siðan
loks að spila.
Þegar hann spilaði, endurspeglaði and-
lit hans tónlistina — stundum brosti hann,
stundum horfði hann reiðilega niður á
hljómborðið. Hann sló aldrei rangan
hljóm og lék ótrúlega erfið verk eins og
þau væru það auðveldasta sem til væri.
Þegar hann hafði lokið verkinu, var hann
vanur að sitja kyrr um stund, uppgefinn.
Siðan tók hann á móti fagnaðarlátunum
og yfirgaf sviðið með dauflegt bros á
vörum.
Áheyrendur einkum þó kvenþjóðin voru
einnig hálf uppgefnir eftir hljómleikana.
Franz Liszt var ekki aðeins frábær pianó-
leikari, heldur kunni hann að ná
áheryrendum á sitt vald með heillandi
persónuleika sinum. Margt fólk sagði, að
hann hefði hreint eins og sá vondi sjálfur,
eins og sagt var um fiðlusnillinginn
Paganini. Annað fólk vissi að hann var
upprunninn á sléttum Ungverjalands, þar
sem sigaunar flökkuðu um og léku villta
tónlist sina i bjarma varðelda og sumir
töldu, að hann væri af sigaunum kominn
— tökubarn.
Vissulega hafði hann heyrt sigauna-
tónlist sem barn. Faðir hans, Adam Liszt
var bústjóri á herragarði Esterhazy
fursta og fjölskyldan bjó i litlu þorpi. En
þegar Franz var ellefu ára, fór faðir hans
með hann til Vinar, til tónlistarnáms.
Hann hafði þegar leikið á pianó fyrir
furstann og hóp aðalsmanna, sem kom
siðan saman um að kosta nám hans i
planóleik og tónsmiðum.
Eftir eitt ár i Vin fór fjölskyldan til
Parisar.A þessum tima, — um 1820 —var
Paris miðstöð evrópsks tónlistarlifs. Upp
frá þessu átti Paris eftir að vera heima-
borg Liszts og Frakkland föðurland hans.
Hann lærði frönsku fullkomlega, gleymdi
móðurmáli sinu og kunni siðar meir að-
eins nokkrar, illskiljanlegar setningar á
ungversku.
Hann nam pianóleik og tónsmiðar, en
hann var þegar orðinn mikill planóleikari,
undrabarn.
í æsku gekk hann óreglulega i skóla og
átti aldrei vini á sama aldri og hann sjálf-
ur. Að miklu leyti var það þetta sem olli
þvi, að hann varð hæglátur mjög og inn-
hverfur. En þrátt fyrir það, sagði faðir
hans við hann á banasænginni nokkur orð,
sem áttu eftir að standast. Þá var Franz
16 ára. Mörgum árum siðar skrifaði
Franz vini sinum: — Hann sagðist vera
hræddur um að konur yrðu mér vandamál
I lifinu og hefðu mig á valdi sinu. Undar-
legt að hann skyldi sjá þetta fyrir, þvi þá
vissi ég tæplega hvað kona var.
En hann komst fljótlega aö þvi. Eftir
dauða föðurins kom Franz móður sinni
fyrir I þægilegri Ibúð I Paris og tók að
vinna fyrir þeim báðum. Milli hljóm-
leika kenndi hann á pianó og uppgötvaöi
að einhver ósköp af ungum stúlkum höfðu
fengið áhuga á pianóleik.
Einn nemenda hans, Coroline de
Saint-Cricq, var rétt 16 ára. Þau léku
saman og hún kenndi honum auk þess að
meta ljóö og lét hann lesa allar eftirlætis-
bækur sinar. Þegar móðir Caroline lézt,
tengdust þau fastari böndum, en þegar
faðir hennar komst að þvi að
pianótimarnir stóðu fram undir morgun,
þakkaði hann Liszt kærlega fyrir og
sparkaði honum á dyr. Caroline átti að
giftast d’Artigaux greifa, sagði hann.
Verum hvort öðru allt!
Þetta var mikið áfall fyrir veslings
Liszt. Hann sneri baki við tónlistinni um
tima og gældi við þá hugmynd að gerast
Franz Liszt hinn ungi varð eftirlæti allra kvenna.
4