Heimilistíminn - 03.04.1975, Qupperneq 9
þú komið, Lási lest? Veizlan
byrjar klukkan tvö og stendur
sennilega til kukkan fimm.
— Geturðu komið spurði
Kalli kanina og leit upp á
Lása.
— Ég má eiginlega ekki fara
út úr húsinu minu einn, en ég á
fri á sunnudaginn og skal
reyna að læðast út dálitla
stund, svaraði Lási.
— Gott, sagði Kalli og stökk
svo inn i skóginn aftur.
Þegar Pétur kom aftur,
sagði Lási honum ekkert frá
því að hann hefði talað við
kaninuna á teinunum.
Pétur setti i gang og þeir
héldu ferðinni áfram gegn um
skóginn.
Á hverjum degi þá vikuna
var Lási að hugsa um veizl-
una, á meðan hann ók gegn
um skóginn frá Litlabæ til
Stóruborgar og frá Stóruborg
til Litlabæjar.
Loks kom sunnudagurinn og
Lási stóð inni i eimreiðarhús-
inu sinu og beið þess að klukk-
an yrði hálf tvö, svo hann gæti
lagt af stað i veizluna.
Á minútunni hálf tvö, lagði
hann af stað. Varlega ýtti
hann upp hurðinni og gægðist
út. Nei, það var enginn i
grenndinni og hann renndi
sér eins hægt og hljótt og hann
gat út svo enginn heyrði til
hans. Sem betur fór, voru hjól-
in vel smurð, svo enginn
heyrði til hans. Hann renndi
sér varlega framhjá stöðvar-
húsinu þar sem Pétur átti
heima og brátt var hann kom-
inn inn i skóginn og enginn sá
til hans lengur. Hann jók hrað-
ann og flautaði eins og hann
gat af eintómri ánægju.
Lási fór lengra og lengra inn
i skóginn og loks kom hann
þangað, sem Kalli kanina
hafði hitt hann á teinunum.
Beggja megin teinanna stóðu
nú dýrin i röð og biðu hans.
— Velkominn! hrópuðu þau i
kór, þegar hann hemlaði og
nam staðar hjá þeim.
Björninn steig fram, þvi
hann átti að bjóða gestinn vel-
kominn með ræðu.
— Kæri Lási lest, byrjaði
hann. — Við dýrin i skóginum
erum ákaflega glöð yfir að þú
gast komið i veizluna okkar.
Við höfum séð þig draga alla
vagnana hérna fram hjá og
9