Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 10

Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 10
okkur datt i hug, að það væri gaman ef þú gætir hitt okkur og við þig. Við höfum lika tek- ið eftir að þú ekur ósköp var- lega, þegar dýr ganga yfir teinana og þess vegna er þessi veizla eiginlega haldln þin vegna. Það var nú það, sagði björninn. — Húrra! Veizlan er byrjuð! hrópuðu dýrin og tóku að hoppa og dansa umhverfis Lása og hann blés i flautuna sina. — Nú skuluð þið koma upp i, sagði hann svo. —Ég skal aka ykkur aftur og fram. Þið hafið liklega aldrei ekið i lest áður. Dýrin voru ekki lengi að gera eins og Lási sagði þeim. Kaninurnar, hérarnir, rán- dýrin, greifingjarnir og bjórarnir stukku inn i vagn- inn, refurinn settist upp á höfuðið á Lása, sem var þakið á vagninum og allir fuglarnir hreyktu sér á strompinn, sem var hatturinn hans Lása. Elgurinn klifraði upp i vöru- vagn og moldvarpan settist framan á höggvarann, þvi hún var svo nærsýn. — Heyrðu Lási, sagði björn- inn. — Má ég ekki vera lestar- stjóri? Mig hefur dreymt um það siðan ég var pinulitill, en mönnunum finnst ekki hægt að hafa björn fyrir lestarstjóra. — Jú, gerðu það, svaraði Lási og flautaði svolitið. Þá varð björninn glaður, því hann hafði alltaf staðið við teinana og horft á Lása, þegar hann ók framhjá og hugsað um, hvað það væri gaman að fá að aka með lest. Nú var komið að því og björninn steig upp i eimvagn- inn, setti á sig húfuna hans Péturs og togaði i öll hand- föng, sem hann sá. — Mokið kolum, strákar, kallaði hann til úlfanna, sem 10 voru kyndarar og þeir mokuðu kolum inn i magann á Lása. Lási ók eins hratt og hann gat og nú var hann ekki hræddur um að einhver yrði fyrir á teinunum, þvi nær öll dýrin i skóginum voru i lestinni. Þar næst fóru þau i siðasta- leik, en Lási gat ekki verið með, þvi hann þurfti að standa kyrr á teinunum. En dýrin þutu út og inn um Iestardyrnar með slikum hraða að Lása kitlaði i magann og hann hló hátt. Þegar klukkan fór að nálg- ast fimm, sá Lási, að hann varð að fara að hugsa til heim- ferðar. Hann varð að gæta þess að Pétur vissi ekki að hann hefði farið að heiman og dýrin skildu það vel. En þegar Lási ætlaði að aka aftur á bak, komst hann ekki almennilega i gang. ,,Púff, púff, púff” heyrðist bara og þá komst hann að því að þau höfðu notað svo mikið af kol- um, að það var nær ekkert eft- ir. Hvað átti hann nú að gera? Hugsa sér ef Pétur færi út i húsið hans og fyndi hann ekki? Kannske héldi hann að Lási hefði strokið, eða að einhver hefði stolið honum. „Dudd, dudd, dudd” flautaði hann dapurlega. — Hvað er að? spurði björn- inn. — Ég hef ekki nóg kol til að komast heim, kjökraði Lási. — Hm, látum okkur nú sjá, tautaði björninn. — Jú við getum notað við, sagði hann svo feginn. — Ef við hefðum hann þá, sagði Lási. — Við björgum þvi í hvelli, sagði Björn björn og hrópaði: Allir bjórar. Af stað með ykk- ur. Lása vantar við. Bjórarnir hlupu inn i skog- inn eins hratt og þeir gátu, þó það væri ekki sérstaklega hratt. Þeir voru vanastir að synda i lóninu sinu. Þeir tóku til við að naga sundur trjá- stofnana með sterku tönnun- um sinum og trén féllu til jarð- ar. Siðan bútuðu þeir þau nið- ur i hæfilega búta og hin dýrin hjálpuðu þeim að bera þá nið- ur til Lása. Nú fengu úlfarnir nóg að gera, því þeir kyntu upp. Þeir stungu viðarbútunum inn í magann á Lása og bráðlega var hann kominn vel i gang. Þegar hann var búinn að fá nægan við til að komast heim i eimreiðarhúsið sitt, flautaði hann í þakklætisskyni við dýr- in fyrir hjálpsemina og veizl- una góðu. Honum tókst að komast heim án þess að Pétur yrði þess var og daginn ettir óku þeir á ný eftir teinunum eins og venjulega. Frá Litlabæ til Stóruborgar og aftur til baka. Það eina, sem Pétri og farþeg- unum fannst svolitið skrýtið, var að öll dýrin í skóginum stóðu i röðum beggja megin teinanna, þegar Lási ók fram- hjá. En Lása fannst það ekk- ert skrýtið, dýrin voru vinir hans. „Dudd, dudd!” flautaði hann og þaut framhjá með Pétur og farþegana og alla vagnana á eftir. — Velkomin inn.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.