Heimilistíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 11
Rodney sex ára stjarna
— elskaður um öll Bandaríkin
Hann er milljónamæringur i dollurum, sá
yngsti I heiminum sem hefur orðið það af
eigin starfi. Upphafið var það, að hann
var valinn til að borða hamborgara i aug-
lýsingakvikmynd. Hann gerði það af svo
mikilli innlifun, að áður en hann vissi af,
var hann orðinn frægur. Fólki I skemmti-
iðnaðjnum skildist að ný stjarna hafði
bætzt i hópinn. Nú hefur hann verið i ótal
auglýsingamyndum, komið fram sem
gestur i vinsælustu sjónvarpsþáttunum
þar vestra, sungið inn á plötu og leikið i
fyrstu alvöru kvikmyndinni.
Faðir hans er götusópari og hefur 90
dollara á viku i laun. Móðir hans heitir
Flossie og er bezti vinur hans. Hann á tvö
systkini.
— Ég gæti hætt að vinna og lifaö af
tekjum Rodneys, segir faöir hans, — en
það væri ekki rétt. Ég hef séð fjölskyld-
unni ágætlega farborða alla tið og þetta
gengur áreiðanlega lika framvegis. Tekj-
ur Rodneys eru lagðar i sjóð, þvi ,ég vil að
börnin min njóti allra möguleika, sem
þeim bjóðast.
Þegar hefur komið i ljós, aö Rodney er
ekki aðeins listamaður frá náttúrunnar
hendi, heldur einnig kaupsýslumaöur.
Þegar börnin i götunni eöa skólafélagarn-
ir vilja að hann syngi fyrir þau, krefst
hann 10 centa af hverjum, áöur en hann
opnar munninn.
Þegar hann var að syngja inn á plötu
nýlega, sagði stjórnandinn eftir að þeir
höfðu lengi glimt við ákveðna hljóma: —
Þú færð dollar, ef þú getur það næst.
— Láttu mig fá tvo, þá get ég það áreið-
anlega, svaraði snáöinn.
Mamma er nú best af öllum.
11
..Taktu lifinu svolitiö léttar,” stendur á skyrtunni hans.