Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 12
ÞEGAR Johnny Rivers kom aftur
fram á tónlistarsviðið I árslok 1972 var
honum vel fagnað. Þá hafði hann ekki
komið fram I eitt ár. I fyrsta lagi hafði
hann langað til að hvila sig eftir þreyt-
andi liferni og i öðru lagi ætlaði hann
að komast að þvi hvort hann ætti að
gera tónlist að ævistarfi sinu. Hann
ákvað að gera það og sneri aftur með
plötuna „Blue Suede Shoes” og LP-
plötuna „L.A. Reggae”. Þeim var
báðum vel tekið og fólk tók að hlakka
til að fá meira.
Rivers lagði upp i mikla hljómleika-
ferð um Evrópu og gekk vel. Gamlir
og nýir aðdáendur létu ekki á sér
standa að fagna honum, en einhvern
veginn staðnaði þetta svo allt saman.
Fleiri plötur hafa ekki komiö frá
Rivers, en vera kann, að það sé tima-
bundið ástand.
Johnny Rivers fæddist 7. nóvember
1942 í New York. Hans rétta nafn er
Johnny Ramistella. Þriggja ára
fluttist hann með fjölskyldu sinn til
Baton Rouge i Louisiana og þar lærði
hann að spila á gitar. Hann er að öllu
leyti sjálflærður. A skólaárunum kom
hann fram með eigin hljomsveit viö
ýmis tækifæri, en 17 ára gafst hann
upp á skólanum, pakkaði niður og fór
til Nashville og sfðar til New York. Á
þessu timabili tók hann að skrifa, en
sú framleiðsla hafnaði I skúffu. Æðsta
ósk hans var aö verða plötufram-
leiðandi og 1960 fluttist hann til Los
Angeles f von um slikt starf, en mörg
ár liöu, áður en sú ósk rættist. Það var
ekki fyrr en hann stofnaði eigið
plötufyrirtæki.
En áður en hann komst svo langt,
náði hann miklum vinsældum á sviði.
Það byrjaði af tilviljum 1963, þegar
eigandi litils næturklúbbs bað hann að
hafa ofan af fyrir gestunum. Honum
tókst vel og fékk siðan ótal tilboð úr
öllum áttum, og ekki leið á löngu, unz
hann fékk plötusamning.
Velgengnin hélt áfram. Johnny
Rivers fékk gullplötur fyrir
„Memphis”, „Maybelline” og
„Mountain of iove” og samdi heil
ósköp af lögum og teiíSlim. Þekktustu
LP-plötur hans eru: „Live At The
Whiskey A Go Go,” „The History Of
Johnny Rivers”, „Johnny Rivers
Superfack”, „Home Grown”,
„Portrait” og sú siðasta „L.A.
Reggae”.
Johnny
Rivers
12