Heimilistíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 14
að leita að fötum með tiu ára gömlu sniði
til að henta slæmum fjárhag Helenar og
aðstöðu. Þannig klæðnaður sagði Alison
að hentaði sér ekki. Annars segist hún
hafa litlar áhyggjur af fötum. Svo lengi
sem hún hefur eitthvað til að fara i (þarf
þó helzt að vera sitt), er henni nokkuð
sama, hvernig það litur út.
Einangraði sig
Það sem skiptir hana mestu máli er
litla dóttirin, sem þau hjón eignuðust i júli
sl. eftir sjö ára hjónaband. Eiginmaður-
inn er Stephen Fagan, 31 árs, ári eldri en
Alison sjálf.
— Með Harriet rættist margra ára
draumur okkar. Hún var eins velkomin og
nokkurt barn getur verið. Kannski lika
vegna þess, að ég missti fóstur meðan
verið var að taka upp Helen. Það tók mjög
á mig og ég ákvað að hafa það rólegt, ef
ég yrði barnshafandi aftur.
Það gerðist svo um það bil mánuði eftir
að upptökunum var lokið, og þá einangr-
aði Alison sig næstum eins og Sophia Lor-
en. Þegar Harriet fæddist, var ákveðið
hvað hún átti að heita.
— En ef það hefði verið sonur?
— Tom. Vonandi getum við notað það
næst, eða þar næst, þvi við viljum eignast
að minnsta kosti þrjú börn.
Jarðskjálfti í Japan
Þegar Alison var 18 ára, fór hún á leik-
listarskóla. Þegar hún hóf námið, hafði
hún engan brennandi metnað, en áhuginn
óx smátt og smátt. Hún kom fyrst fram
þremur árum siðar, i skozku leikhúsi. Sið-
an hefur hún staöið á mörgum leiksvið-
um, en fyrsta verkefni hennar i sjónvarpi
var 1970. Það sjónvarshlutverk, sem gerði
hana fræga, var flokkur BBC „Roads to
Freedom”, og auk þess hefur hún vakið
eftirtekt sem meðlimur i Konunglega
Shakespeare-leikfélaginu.
— Ég hef farið i leikferðir utan með fé-
laginu nokkrum sinnum, segir Alison. —
Einu sinni vorum við i Japan, og Stephen
var með. En hann var heima á hótelinu,
þegar jarðskjálftinn kom. Ég var á svið-
inu, þegar allt tók að hristast. En við
hættum ekki, þótt nokkrir i salnum stæðu
og færu. Það er liklega eitthvað af leik-
araandanum. Maður gefst ekki upp, þótt
maður fótbrotni á sviðinu, tekur varla eft-
ir þvi. Gestirnir komu inn aftur, og við
héldum áfram. En á eftir sagði Stephen,
að lyftugöngin i hótefinu hefðu skekkzt
svo, að siðan þurftum við að nota stigana.
Atvinnulaus
Þessa stundina er Alison Fiske atvinnu-
laus, og hefur ekkert á móti þvi. Harriet
litla heldur henni heima, en þó viðurkenn-
ir Alison, að hún geti hugsað sér að fara
að gera eitthvað bráðlega. Helzt vill hún
standa á leiksviði og hafa samband við á-
horfendur, en slikt fæst ekki gegnum sjón-
varpið.
Tulley-fjölskyldan úr sjónvarpinu: Helen, Frank, Chris og Diana, meðan þau voru enn
öll saman.
Þegar að þvi kemur að Alison fer út að
vinna, verður Stephen heima og sér um
Harriet. Hann skrifar fyrir leikhús og
sjónvarp og þarf ekkert nema ritvél og
pappir til vinnu sinnar. Hann hefur aldrei
samið neitt sérstaklega fyrir Alison, og
veit ekki hvort hann gerir það heldur
nokkurntima.
— Stephen er miklu húslegri í sér en ég,
viðurkennir hún. — Þegar við vorum að
taka upp Helen i Kent, kom ég oft heim
seint á kvöldin, og þá hafði Stephen til
kaffi eða te og eitthvað að borða. Hann
var stórkostlegur, meðan á þessu gekk.
Alison sýnir öll merki þess, að hún sé
hamingjusöm i hjónabandi sinu, andstætt
þvi sem Helen var,
— Heldur þú að þú hefðir farið að eins
og Helen, ef þú hefðir lent i hennar að-
stöðu?
— Já, það held ég. Helen var heiðarleg.
Hún reyndi ekkert til að breyta aðstöðu
sinni. Hún gerði sér grein fyrir að hún yrði
að vera ein, vegna þess að Frank hafði
verið henni ótrúr. Þó svo að hann skildi
litið, og alls ekki afleiðingar þessa hliðar-
spors hans.
— Finnst þér Helen hafa verið of hörð?
— Ekki við hann. Hann átti ekki skiliö
að vera tekinn i sátt aftur. Hann lék
tveimur skjöldum, án þess að gera sér
grein fyrir að það særði Helen. Þetta var
honum sjálfum að kenna.
Alison veltir upptökunum á Helen svó-
litið fyrir sér og man vel smáatriðin: — í
fyrsta þættinum átti Frank að slá mig ut-
14