Heimilistíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 15
an undir. Aubvitað vorum við búin aö i- huga, hvernig það átti að gerast, án þess að ég skaðaðist. En við vorum búin að æsa okkur svo upp, að hann sló fast og ég heyrði illa lengi á eftir. Frank (Michael Shaw) þótti þetta afar leitt, en það var mér að kenna. Ég lék mig svo reiöa, að hann varð að gera eitthvað. Hversdagsleg saga Alison segist hafa heyrt, að þáttunum um Helen hafi verið vel tekið á Norður- löndum. Þegar er búið að endursýna þá i Bretlandi, svo vinsælir voru þeir, og hún telur, að þetta sé svo hversdagsleg saga, að fólk sjái þarna sjálft sig. — Bjóstu við, að þetta yrði svona vin- sælt efni? — Ég hafði enga skoðun á þvi. Ég var bara dauðuppgefin, þegar þessu var lokið. Það var ekki ein skynsamleg hugsun i höfðinu á mér. Þetta var svo erfitt, að ég hugsaði ekki um annað undir lokin, en að ljúka þessu sem fyrst. — Hvernig túlkar þú endinn á þáttun- um? — Nei, ég má ekki segja það. Ekki spyrja mig, ég á ekki að vita það. — Er á döfinni að halda áfram, þar sem frá var horfið? — Nei, ekki held ég. En það var talað um það einu sinni. Ég vil ekki meira. Ég held að ég gæti það ekki, að minnsta kosti ekki núna, þegar ég hef Harriet og Step- hen. K> í garðinum. Alison er klædd eins og hún gengur hversdagslega, i siðum fatnaði. H$CIÐ í hanastélsveislu spurði roskin frú, sem hélt að hún væri enn aðlaðandi: — llver er þessi myndarlegi maður þarna fyrir handan, sem getur ekki haft af mér augun? — Hann er þekktur fornsali, var svariö. 1 fyrirtæki einu var afhentur litill miði i umslaginu meö laununum og á honum stóð: Launin eru einkamái yðar og fyrirtækisins. Ræðið ekki laun yðar við aðra. A kvittun hafði cinn starfsmaðurinn skrifað: Engin hætta hérna megin. Ég skammast min alveg cins mikið og fyrirtækið. | r '"w>» Jír'ijU* a — Stórkostleg afm ælisveizla. Mamma hans öia missti tertuna á gólfið og þá vildi enginn annar borða hana.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.