Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 16
Einkastjörnuspáin
27. marz
Þú ert framsýnn og raunsær í eöli þfnu
og fyrsta flokks skipuleggjandi, en kærir
þig helzt ekki um aö vinna aö einhverjum
smáatriðum, þau læturðu öðrum eftir.
Gættu þess bara, að það fólk, sem þú felur
verkefni, sé fært um að valda þeim. Sé
ekki svo, getur endirinn orðiö sá, aö þú
þarft sjálfur að vinna verkiö, og það er
slæm lausn á málinu. Góður leiðtogi veit,
hverja hann á að velja og hvaða verk
hann á að fela þeim.
Þú ert glaðlyndur og þykir gaman af
alls kyns skemmtunum. Þér liður alltaf
bezt, þegar þú ert umkringdur fólki sem
hefur sömu áhugamál og þú. Þú nýtur
þess aö deila velgengni þinni með öðrum
og ert alltaf viss um að eiga enn það bezta
til góða. Þú hefur gott lag á aö græöa pen-
inga og á það einkum við á sviði verzlunar
og auglýsinga. Þú nýtur þess að ferðast og
munt að likindum fara til margra fjar-
lægra landa um ævina. Tilfinningar þínar
eru sterkar og þú gerir miklar kröfur til
þeirra sem þú elskar. Þú getur gefið mik-
ið, en vilt skilyrðislaustfá eitthvaö f stað-
inn. Ef þú ert mikið einn, áttu vanda tii
þunglyndis og þess vegna væri skynsam-
legt af þér, að ganga snemma I hjónaband
og eignast stóra fjölskyldu.
Þú ert einstaklega frumlegur i þér á öll-
um sviðum, en áhugamálin eru flest á
andlega sviðinu, þótt þú sért búinn þeim
hæfileika að geta aflaö þér fjár. Sjaldan
fer þetta tvennt saman, en þegar svo er,
er viökomandi tryggð velgengni. Þú getur
ekki aöeins framkvæmt eigin hugmyndir,
heldur og annarra.
Þú hefur gaman af ferðalögum og vilt
heimsækja sem flest lönd heimsins.
Sérstakan áhuga hefurðu á Austurlöndum
og lfklegt er að þú dveljir þar mikið.
Sálræn fyrirbæri heilla þig og þú vilt
gjaman fá tækifæri til að kanna þau. En
það eru aðeins þeir allra nánustu, sem
þekkja þessa hlið á þér. Konur fæddar
þennan dag, eru mjög uppfinningasamar
og framkvæma ævinlega samkvæmt eigin
hugboði, en aldrei að þaulhugsuðu máli.
Þegar þú hittir nýtt fólk, gerirðu þér strax
grein fyrir, hvort þér likar við það eða
ekki. Ef til vill finnurðu enga ástæðu fyrir
hvoru heldur sem er, en samt sem áður
stendurðu ósveigjanlegur á skoðun þinni.
Þú átt ekki i vandræðum með að gera
notalegt f kring um þig og maki þinn og
böm munu verða allrar ástúðar aðnjót-
andi af þinni hálfu.
Þú hefur mikla framkvæmdaþörf og
óþrjótandi orku og notar þetta til að vinna
þau verk, sem þér eru falin. Karlmenn
fæddir þennan dag, hafa einkum áhuga á
stjómmálum. Það er undir þér komið,
hvaö þú kemst yfir mikið, en ef þú vinnur
að hlutunum á stærri mælikvarða, nærðu
áreiðanlega hárri stööu i þjóðfélaginu
sem heild, en ef þú takmarkar þig við litið
samfélag, verðuöu mikill maður á litlum
stað.
Þar sem persónuleiki þinn dregur aö
þér fólk, eignastu marga vini og heldur
flestum þeirra alla ævina. Þú hefur
samúö með ööm fólki og vilt hjálpa þvf
eins og þú getur. Þú ert þolinmóður og
skilningsríkur gagnvart göllum annarra,
þó skiptiröu þér ekki mikið af lötu fólki.
Þú skammar heldur aldrei þann sem ger-
ir vitleysu.
Tilfinningar þfnar eru nálægt yfirborð-
inu og eitt það fyrsta, sem þú þarft að
læra, er að halda þeim i skefjum, ef þú vilt
komast áfram. Draumar þinir eru mjög
fjörugir og þar se'm þeir skipta oft máli,
er mikið undir þvi komiö, að þú leggir þá
á minnið. Þú getur fengið aðvaranir um
slys og óhöpp gegnum drauma þina.
16