Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 17

Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 17
Þótt þú viljir umfram allt að allir hlutir séu i röð og reglu og á sinum stað, máttu ekki láta frumleika þinn gjalda þess. Þegar þú loksins hefur það af að gera eitt- hvað sem verða mætti undirstaða starfs á sviði bókmennta, tónlistar,myndlistar eða visinda, ertu kominn langleiðina til frama. Versta skyssa, sem þér getur orð- ið á, er að fara eftir venjulegum og við- teknum leiðum. Það getur drepið beztu listahæfileika. Þú ert rólyndur að eðlisfari, og það ger- ir þér kleift að yfirvinna vonbrigði og halda áfram. Þú ert fyndinn og aðlaðandi persónuleiki og eignast fljótt vini, þvi fólk dregst að þér frá fyrstu stundu. Konur fæddar þennan dag, hafa hönnuðarhæfi- leika og geta orðið sérlega góðir innan- hússarkitektar. Ef þú nýtir ekki þessa hæfileika i starfi, gerirðu það heima fyrir og i klæðnaði þinum. Þig langar til að eiga mikla peninga og ert fremur sparsamur. Það er ágætt út af fyrir sig, en þú ættir að læra að láta peningana vinna fyrir þig, þannig að þeir færi þér meiri peninga. Liklega er óþarfi að segja þér, að þú ert sérlega góður skipuleggjandi og færð pen- inga úr hverju fyrirtæki, sem þú tekur að þér. 31. marz Bæði konur og karlar sem fædd eru þennan dag, eru sérstakir persónuleikar. Bæði eru þau hagsýn og jafnvel ófyrirleit- in i hagsýninni. Karlmennirnir beita kröftum sinum til að gera eitthvað sérstakt i starfi og konur vilja komast i fremstu röð i samfélaginu. Karlar hafa gott minni á manneskjur og staðreyndir og nota það til að vinna verkin frá upphafi til enda. Þeir verða gjarnan háttsettir verkstjórar, stjórnmálamenn eða iðnaðarmenn. Konur nota gjarnan hæfileika sina i sambandi við ástina eða til að öðlast frægð á leiksviði. En framinn verður þó alltaf i öðru sæti i lifi þeirra. Góður eigin- maður, ef til vill auk þess auðugur og metnaðargjarn, eigið heimili og fjöl- skylda er það sem stendur efst á óska- listanum og liklegt er að konur fái óskina uppfyllta á unga aldri. Þar sem þær eru aðlaðandi, verða þær eftirsóttar, bæði sem gestir og gestgjafar, og það eru einmitt þeir eiginleikar sem karlmenn kjósa að kona sin hafi, ef hún á að hjálpa honum sem hraðast upp mann- virðingarstigann. Bæði kynin verða þó að gæta sin á einu, en það er að gagnrýna minna það fólk, sem hugsar og framkvæmdir öðru visi en þau sjálf. Ef gagnrýnin er leiðbeinandi, á hún rétt á sér, en að öðrum kosti virðist hún leit að göllum og þá verða fjand- mennirnir fleiri en vinirnir. 30. marz Stjörnurnar hafa gefið þér einstaka list- ræna hæfileika og þar sem þú getur lika lagt hið ótrúlegasta að þér til að fram- kvæma það, sem þú ætlar þér, muntu veröa tekinn fram yfir eldri starfsfélaga þina, þegar á unga aldri. Stjörnunum hættir við að færa þér allt upp i hendurnar á hinum margumtalaða silfurbakka. Ef þú vilt þakka forlögunum fyrir þessa einstæðu heppni, skaltu gera það með þvi að hjálpa öðrum sem eru ekki eins heppn- ir. Það er brautryðjandi i þér og þú verður ánægðastur með að fara þinar eigin leiðir að takmarkinu. Þérgengur fremurilla að vinna undir annarra stjórn. Þótt þú hafir miklar áætlanir á prjónunum, er ekki allt- af vist að framkvæmdirnar gangi eins vel, þvi oft skortir næga skipulagningu og allt verður að engu. Ef svo fer, skaltu reyna að safna brotunum saman og byrja upp á nýtt. Ef þú getur einbeitt þér að einu verk- efni, nærðu beztum árangri, en hafirðu of mörg járn i eldinum á sama tima, eyðirðu ekki aðeins orku þinni, heldur stendurðu uppi með ótal hálfnuð verkefni. Þegar þér hefur tekizt að breyta þessu, er varla sá hlutur til, sem þú getur ekki framkvæmt. 1. april 17

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.