Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 18
2. april
Þeir hæfileikar, sem þú býrð fyrst og
fremst yfir, eru á bókmenntasviðinu en
annars ertu mjög fjölhæf manneskja og
getur komizt langt á hvaða sviöi sem er.
Dómgreind þín er framúrskarandi og þú
getur þegar i fyrsta sinn, sem þú hittir
einhverja manneskju, dæmt um hvort hún
er hreinskilin eða er með sýndar-
mennsku. Það er alltaf hægt að treysta
dómgreind þinni og hugboði.
Þér finnst gaman að velta fyrir þér
hlutunum og öðlast meiri þekkingu og lik-
legt er aö þú eyðir miklum tima i félags-
skapbóka. Gættu þin að verða ekki aðeins
áhorfandi að llfinu, en reyndu lika að
veröa lifandi og starfssöm manneskja.
Allt dulrænt og dularfullt vekur áhuga
þinn og þú munt vafalaust gera vissar
tilraunir á þvi sviði, en gættu þess þó að
þetta fikt hafi ekki áhrif á heilbrigða
skynsemi þina.
Stjömurnar hafa gefið þér mikla
leikhæfileika og ef þú notar þá ekki sem
Hfsstarf, er nokkuð áreiðanlegt, að þú
reynir að gera það mesta úr hverju smá-
atviki, sem fyrir þig kemur og þú ert
þeirrar skoðunar, að þetta gefi tilverunni
aukna spennu. Ef þú hagnýtir þessa hæfi-
leika og sameinar þá hugmyndaflugi
þlnu, geturðu náð langt á einhverju sviði
skapandi listar.
Þú ert ákaflega vingjarnlegur I þér, en
stundum fljótfær og lendir þvi iðulega I
vandræðum, ef þú temur þér ekki að
halda tilfinningunum I skefjum. Oöru
fólki hættir til að fela þér verkefni, sem
það ætti sjálft að inna af hendi. Ef þú gerir
þig ekki stundum byrstan og segir nei,
verður llf þitt hálf stjórnlaust.
Þú dáir leiklist og hefur hæfileika I þá
átt, en þú skalt muna, að það er mikil
vinna að komast langt I leikhúsheiminum
og þar er heldur ekki allt jafn stórfenglegt
og þú heldur. Sem betur fer, býrðu yfir
heilmikilli orku og ef henni verður beint i
rétta átt á réttum tima ævinnar, eru allar
llkur a að þér gangi vel og náir langt strax
á unga aldri.
Þú hefur fleiri hæfileika, einkum á sviði
myndlistar og bókmennta. Mikilvægt er
að þú dreifir ekki orku þinni of mikið og
vinnir að of mörgum hlutum I einu.
Byrjaðu á einhverju, ljúktu við það og
byrjaðu slðan á einhverju öðru. Þannig
stefnirðu beirtt að takmarki þlnu.
Gættu þess að fá næga hvfld og hvað þú
borðar. Þér hættir við að vanrækja sjálf-
an þig, þegar þú vinnur mikið og þú hefur
tilhneigingu til að fitna um miöjan aldur.
4. april
Hugmyndaauðgi þin og sérvizka hafa
mikinn metnað. Þú átt þér margar óskir
og krefst þess að fá að fara þinar eigin
leiöir. Skaplyndi þitt þolir ekki að þú sért
undir annarra stjórn á nokkurn hátt. Ef
þú getur fylgt ákveðnu striki án hliöar-
stökka, nærðu fljótt frama.
Þú ert skarpgreindur, hefur gott minni
og auk þess hæfileika til að framkvæma
nýjar hugmyndir. Þú getur unnið með
smáatriði, en hefur ekki áhuga á þeim. Þú
getur varla beðið eftir að sjá árangur
verkanna og ef hann lætur á sér standa,
veröurðu gjarnan niðurdreginn. Þú ert
indæll, þegar allt gengur i haginn, en
óþolandi, ef eitthvað fer úrskeiðis. örlög-
in hafa ótrúleg áhrif á lif þitt. Ef þú missir
af tækifæri, getur það þýtt gjörbreytingu
á högum þinum og þú snýrö að likindum
aldrei aftur. Hvort lif þitt verður gott eða
slæmt, getur oltið á einu andartaki.
Þú ert mjög félagslyndur og að öllum
likindum framúrskarandi gestgjafi.
Bfddu með hjónaband, þangað til þú hefur
komið þér vel fyrir og veldu þá maka,
sem fæddur er i merki sporðdreka eða
bogmanns.
18