Heimilistíminn - 03.04.1975, Síða 19
Þil ert framkvæmdasamur og eiröar-
laus meö afbrigðum meðan þú ert ungur
aö árum, en það breytist með aldrinum og
þú verður ákveðnari og gerir meiri kröfur
til llfsins. Þú vilt gera allt eins vel og hægt
er og ert yfirleitt aldrei ánægður með
hlutina eins og þeir eru, heldur vilt alltaf
hafa þá betri. Stjörnurnar hafa gefið þér
vott af snilligáfu og meðan þú ert að
skapa þér frama, reynirðu að gera alla
hluti nákvæmlega rétt. Bæði á grundvelli
þess og þeirra krafna sem þú gerir til
sjálfs þln og samstarfsfólks þins, verður
að telja, að þér takist að komast í háa
stöðu snemma á ævinni.
Ef þú velur þér starf við leikhús, dag-
blöð, auglýsingaiðnaðinn eða stjórnmál,
máttu vera viss um að hljóta viðurkenn-
ingu. Þú hefur fréttanef og auk þess get-
urðu stundum vitað fyrir fram, hvað g’er-
ast muni. Þessi hæfileiki er dýrmætur og
skiptir miklu máli fyrir þig.
Þú hefur lfka viðskiptavit og munt að
likindum aldrei tapa neinu á þeim vett
vangi. Ef þú ert að hugsa um hjúskap,
skaltu velja maka, sem kann að meta
hæfileika þfna.
w^vimr
Kinversk stúlka, sem fædd er 1. júlf
1962, vill eignast fslenzka pennavini á
aldrinum 12 til 14 ára. Áhugamál
hennar eru: Að safna frimerkjum,
hlusta á tónlist, dansa, leika bad-
minton, synda og syngja. Og nafn og
heimilisfang stúlkunnar er:
Pollyanna Vu,
26 Pak Tai st.
I/F, Rear, Kowloon,
Hong Kong.
Mig langar að komast I bréfasam-
band við stráka og stelpur á aldrinum
12 til 14 ára. Ég heiti:
Álfhildur Jónsdóttir,
Unnarstig 8
Flateyri,
önundarfirði.
Okkur langar að komast i bréfasam-
band við stráka og stelpur á aldrinum
13 til 15 ára.
Margre't Þorvaldsdóttir
Jaðarsbraut 37,
Akranesi,
Rakel Árnadóttir,
Brekkubraut 24,
Akranesi.
Ég óska eftir bréfaviðskiptum viö
stúlkur eða drengi á aldrinum 12 til 14
ára. Ahugamál: tónlist af léttara
taginu, hestar og bókalestur.
Lára ólafsdóttir,
Uppsölum, Miðfirði,
V-Hún.
Ég óska eftir pennavinum
(strákum) á aldrinum 13 til 15 ára.
Mynd fylgi fyrsta eöa ööru bréfi.
Ahugamál mfn cru tónlist og húsdýr.
Hrafnhildur Ingimarsdóttir,
Eyrarlandi,
Fljótsdal,
N-Múl
Við elskum alltaf þá sem dást að
okkur, en viö elskum ekki alltaf þá,
sem við dáumst að.
Til eru bflstjórar, sem halda að þeir
þurfi ekki umferðarmenningu, af þvf
bilarnir þeirra eru 5 tonn.
Það er með hjónaband eins og sjálfs
morö. Maður þarf aö vera snöggur að
ákveða sig.
*
Láttu þig bara dreyma.. en láttu
draumana rætast.
Frestaöu aldrei hlutunum til
morguns.. þá getur verið búið að
leggja skatt á þá.
Flestir vilja gera litinn greiöa. Reyndu
að biðja einhvern um stóran.
örvæntu ekki. t hverjum manni er efni
I mann.
A
Fötin eru saumuð eítir máli. þvf
miöur ckki minu.
Mig langar að skrifast á við strák á
aldrinum 12 til 14 ára. Sjáf er ég að
verða 13 ára. Vil helzt fá mynd mcð
fyrsta bréfi.
Birgitta B. Sigurðardóttir,
Staðarbakka,
Hörgárdal,
Eyjaf jarðarsýslu.
Ég óska eftir pennavinum á
aldrinum 9 til 10 ára.
Christine Gisladóttir,
Heiðmörk 2-a,
Sclfossi.
Nú á dögum getur föðurlandið ekki
bjargast án inæðrahjálparinnar.
Það var uppþot i vöruhúsinu I gær. Þaö
kom kona og greiddi út i hönd.
5. april
19